Gegn þjóðarmorði? Guðjón Idir skrifar 6. janúar 2024 00:00 Það er ómögulegt að skilja að ekki sé búið að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael. Að ekki sé búið að nýta alþjóðavettvang til að tjá með skýrum hætti að þessi þjóð standi gegn þjóðarmorði Ísraela í Palestínu og gegn sálarlausri grimmd zíonistanna sem stjórna Ísrael og er heimsbyggðinni augljós. Að standa hjá er að styðja þjóðarmorð. Þessi illvirki marka djúp spor í sögu heimsins, sér í lagi því allir sjá og heyra sem vilja; myndir og myndbönd af myrtum börnum, blóðþyrst ummæli háttsettra zíonista, sprengda spítala, rústirnar. Undirlægjuháttur gagnvart vesturveldunum sýnir fullkomið mannleysi íslenskra stjórnmála- og embættismanna, án nokkurs sóma, alveg úr sambandi við heilbrigða samvisku. Eins og kom svo skýrt fram þegar Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu Sameinuðuþjóðanna um vopnahlé. Um árið buðu nokkrir herrar upp á notkun flugvallarins hér þegar Bandaríkin ákváðu að rústa Afganistan og í framhaldinu voru sendir íslenskir ,,friðargæsluliðar” til Afganistan. Þegar Bandaríkin ákvaðu að rústa Írak ákvað ríkisstjórnin hér að Ísland skyldi formlega styðja þau illvirki. Í meintu lýðræðisríki þegar svona gríðarlega stórar ákvarðanir eru teknar verður að ráðgast við þjóðina beint til að fá skýrt umboð. Að sama skapi þarf að fá fram vilja þjóðarinnar til að ákvarða hvort á því sé stætt að eiga í stjórnmálasambandi við ríki sem stendur fyrir þjóðarmorði. Og hvort og hvernig alþjóðavettvangur, eins og vettvangur Sameinuðuþjóðanna, skuli nýttur til að tjá afstöðu þjóðarinnar. Það má telja fram fjölmargt sem virðist ólýðræðislegt þegar kemur að rekstri ríkisins og þeim ákvörðunum sem um okkur og okkar samfélag eru teknar. En það að nokkrir aðilar tali fyrir hönd allrar þjóðarinnar til að styðja fjöldamorð á saklausum borgurum annarra landa eða þá fordæma ekki þjóðarmorð, eins og á sér nú stað, á ekkert skylt við merkingarbært lýðræði. Það sér það hver manneskja sem lítur ekki undan að þessi illvirki eru óverjanleg. Í þessu sem öðru veltir maður fyrir sér hversu djúp gjáin sé á milli vilja almennings og meintra lýðræðislegra ákvarðana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Sjá meira
Það er ómögulegt að skilja að ekki sé búið að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael. Að ekki sé búið að nýta alþjóðavettvang til að tjá með skýrum hætti að þessi þjóð standi gegn þjóðarmorði Ísraela í Palestínu og gegn sálarlausri grimmd zíonistanna sem stjórna Ísrael og er heimsbyggðinni augljós. Að standa hjá er að styðja þjóðarmorð. Þessi illvirki marka djúp spor í sögu heimsins, sér í lagi því allir sjá og heyra sem vilja; myndir og myndbönd af myrtum börnum, blóðþyrst ummæli háttsettra zíonista, sprengda spítala, rústirnar. Undirlægjuháttur gagnvart vesturveldunum sýnir fullkomið mannleysi íslenskra stjórnmála- og embættismanna, án nokkurs sóma, alveg úr sambandi við heilbrigða samvisku. Eins og kom svo skýrt fram þegar Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu Sameinuðuþjóðanna um vopnahlé. Um árið buðu nokkrir herrar upp á notkun flugvallarins hér þegar Bandaríkin ákváðu að rústa Afganistan og í framhaldinu voru sendir íslenskir ,,friðargæsluliðar” til Afganistan. Þegar Bandaríkin ákvaðu að rústa Írak ákvað ríkisstjórnin hér að Ísland skyldi formlega styðja þau illvirki. Í meintu lýðræðisríki þegar svona gríðarlega stórar ákvarðanir eru teknar verður að ráðgast við þjóðina beint til að fá skýrt umboð. Að sama skapi þarf að fá fram vilja þjóðarinnar til að ákvarða hvort á því sé stætt að eiga í stjórnmálasambandi við ríki sem stendur fyrir þjóðarmorði. Og hvort og hvernig alþjóðavettvangur, eins og vettvangur Sameinuðuþjóðanna, skuli nýttur til að tjá afstöðu þjóðarinnar. Það má telja fram fjölmargt sem virðist ólýðræðislegt þegar kemur að rekstri ríkisins og þeim ákvörðunum sem um okkur og okkar samfélag eru teknar. En það að nokkrir aðilar tali fyrir hönd allrar þjóðarinnar til að styðja fjöldamorð á saklausum borgurum annarra landa eða þá fordæma ekki þjóðarmorð, eins og á sér nú stað, á ekkert skylt við merkingarbært lýðræði. Það sér það hver manneskja sem lítur ekki undan að þessi illvirki eru óverjanleg. Í þessu sem öðru veltir maður fyrir sér hversu djúp gjáin sé á milli vilja almennings og meintra lýðræðislegra ákvarðana.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar