Enn fer mig að klæja Einar Helgason skrifar 4. janúar 2024 10:30 Af og til hefur það komið fyrir í íslensku samfélagi að upp hefur sprottið óværa sem kallaður hefur verið njálgur. Oftast hefur fyrirbæri þetta sprottið upp í skólasamfélaginu og þá aðallega hjá yngstu aldursflokkum. Fyrir þá sem ekki átta sig á hvað ég er að tala um er þarna um að ræða kvikindi sem tekur sér bólfestu á þeim stað í líkamanum þar sem aldrei skín sól og veldur óþolandi kláða. Auðvita er gripið til viðeigandi ráðstafanna til þess að stemma stigu við kvikindinu með því að einangra hópa og nota viðeigandi lyf. Jafnvel eru heilu fjölskyldurnar teknar í meðferð ef ófögnuðurinn hefur borist inn á heimilið. En það er til önnur óværa í íslensku samfélagi sem virkar ekki ósvipað og njálgur. Reyndar þykist ég vita að plága þessi kemur ekki eingöngu fram á þeim stað líkamans þar sem aldrei skín sól, þótt ég viti fullvel að einkennin brjótist líka þar fram hjá sumum. Það er líka að renna upp fyrir mér sú staðreynd að á mínum líftíma sem orðin er nokkuð langur hefur þessi ófögnuður komið nokkuð reglulega upp í okkar samfélagi. Nú síðast braust hann upp á yfirborðið þegar formaður Sjálfstæðisflokksins og núverandi ráðherra utanríkismála skipaði fólk í sendiherrastöður. Enn einu sinni birtist spillinginn í sinni tærustu mynd og það án þess að reynt væri að fela það á nokkurn hátt. Og enn einu sinni braust þessi gamalkunni hneykslunarkláði fram í samfélaginu sem maður kannast svo vel við. Sem sagt sami spillingarþefurinn og fylgt hefur aðallega tveimur stjórnmálaflokkum meira og minna síðastliðinn hundrað ár í Íslensku samfélagi. En, skyldi Bjarni hafa búist við því að upp mundi gjósa hneykslunaralda með tilheyrandi kláða úti í þjóðfélaginu? Já, ég er nokkuð viss um það, því hvað sem hægt er að segja um Bjarna þá er hann ekkert fífl. Og það sem meira er honum virðist vera nokkuð sama, eða ef við orðum þetta kurteislega á íslensku, honum er skítsama. Hann veit sem er að þetta kláðakast ríður yfir í tvo til þrjá daga eins og venjulega og síðan er hægt að fara undirbúa næsta vinargreiða eða hvaða spillingardæmi sem er. Hann veit líka að hans sauðtryggu áhangendur munu alltaf réttlæta gjörðir hans sama hversu stækur spillingarþefurinn er. Enda þurftum við ekki að bíða lengi eftir útskýringum frá varaformanni flokksins Þórdísi Kolbrúnu þegar hún sagði að Svanhildur Hólm hefði víðtæka reynslu og þetta væri alveg laukrétt ákvörðun. Ég geri ráð fyrir að hefði viðkomandi persóna unnið við að snyrta fisk á frystihúsi þá hefði það verið réttlætt með því að hún hefði víðtæka reynslu í frumatvinnuvegi þjóðarinnar og væri því alveg rétta manneskjan í starfið. Reyndar er rétt að taka það fram að persóna úr þessari starfsgreininni er frekar ólíkleg til að falla inn í klíkusamfélag Sjálfstæðisflokksins. Hvers vegna í fjandanum lætur fólk í íslensku samfélagi bjóða sér þetta aftur og aftur? Getur það verið að þessi hópur fólks sem velur að kjósa þetta yfir sig sé ónæmt fyrir þessum njálg sem ríður yfir samfélagið með reglulegu millibili. Finnst fólki það allt í lagi að fjármálaráðherra í vestrænu lýðræðisríki selji pabba sínum ríkiseignir. Ef það hefði heyrst í fréttum að eitthvert Afríkuríki hefði gert slíkt þá hefði það verið stimplað sem gjörspillt bananasamfélag. Sem vísar auðvita til þess að þarna búi eintómir apar. Getur það verið að þeir sem en fylgja þessum tveimur flokkum að málum eins og tryggir hundar sjái ekkert athugavert við íslenskt samfélag. Getur það verið að þeim finnist það í lagi að búið sé að afhenda örfáum fjölskyldum dýrmætustu auðlind þjóðarinnar til eignar. Jafnvel svo gróflega að þeir geta arfleitt afkomendur sína af sameign þjóðarinnar og það fyrir allra augum. Ef þetta er ekki þjófnaður þá veit ég ekki hvað er þjófnaður. Eftir lestur á bók Þorvaldar Logasonar „Eimreiðarelídan Spillingarsaga.“ rifjast upp fyrir manni öll þessi dæmi um spillingu sem riðið hefur yfir þetta þjóðfélag síðastliðin fjörutíu til fimmtíu ár. Með reglulegu millibili hefur þessi króníski njálgur skollið á þjóðina og staðið yfir í nokkra daga í einu. Í bókinni kemur greinlega fram hvernig Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur skiptu með sér verðmætum í íslensku samfélagi og hikuðu ekki við að notfæra sér stöðu sína í stjórnmálum í því augnamiði. Það verður sífellt furðulegra að fólk sem er komið til vits og ára skuli en tryggja þessum flokkum atkvæði sitt. En þar til fólk áttar sig og hefur vit til að kasta þessu hagsmunabandalögum á öskuhauga sögunar verðum við hin að klóra okkur reglulega þegar njálgurinn skellur á. Höfundur er eftirlaunaþegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Sjá meira
Af og til hefur það komið fyrir í íslensku samfélagi að upp hefur sprottið óværa sem kallaður hefur verið njálgur. Oftast hefur fyrirbæri þetta sprottið upp í skólasamfélaginu og þá aðallega hjá yngstu aldursflokkum. Fyrir þá sem ekki átta sig á hvað ég er að tala um er þarna um að ræða kvikindi sem tekur sér bólfestu á þeim stað í líkamanum þar sem aldrei skín sól og veldur óþolandi kláða. Auðvita er gripið til viðeigandi ráðstafanna til þess að stemma stigu við kvikindinu með því að einangra hópa og nota viðeigandi lyf. Jafnvel eru heilu fjölskyldurnar teknar í meðferð ef ófögnuðurinn hefur borist inn á heimilið. En það er til önnur óværa í íslensku samfélagi sem virkar ekki ósvipað og njálgur. Reyndar þykist ég vita að plága þessi kemur ekki eingöngu fram á þeim stað líkamans þar sem aldrei skín sól, þótt ég viti fullvel að einkennin brjótist líka þar fram hjá sumum. Það er líka að renna upp fyrir mér sú staðreynd að á mínum líftíma sem orðin er nokkuð langur hefur þessi ófögnuður komið nokkuð reglulega upp í okkar samfélagi. Nú síðast braust hann upp á yfirborðið þegar formaður Sjálfstæðisflokksins og núverandi ráðherra utanríkismála skipaði fólk í sendiherrastöður. Enn einu sinni birtist spillinginn í sinni tærustu mynd og það án þess að reynt væri að fela það á nokkurn hátt. Og enn einu sinni braust þessi gamalkunni hneykslunarkláði fram í samfélaginu sem maður kannast svo vel við. Sem sagt sami spillingarþefurinn og fylgt hefur aðallega tveimur stjórnmálaflokkum meira og minna síðastliðinn hundrað ár í Íslensku samfélagi. En, skyldi Bjarni hafa búist við því að upp mundi gjósa hneykslunaralda með tilheyrandi kláða úti í þjóðfélaginu? Já, ég er nokkuð viss um það, því hvað sem hægt er að segja um Bjarna þá er hann ekkert fífl. Og það sem meira er honum virðist vera nokkuð sama, eða ef við orðum þetta kurteislega á íslensku, honum er skítsama. Hann veit sem er að þetta kláðakast ríður yfir í tvo til þrjá daga eins og venjulega og síðan er hægt að fara undirbúa næsta vinargreiða eða hvaða spillingardæmi sem er. Hann veit líka að hans sauðtryggu áhangendur munu alltaf réttlæta gjörðir hans sama hversu stækur spillingarþefurinn er. Enda þurftum við ekki að bíða lengi eftir útskýringum frá varaformanni flokksins Þórdísi Kolbrúnu þegar hún sagði að Svanhildur Hólm hefði víðtæka reynslu og þetta væri alveg laukrétt ákvörðun. Ég geri ráð fyrir að hefði viðkomandi persóna unnið við að snyrta fisk á frystihúsi þá hefði það verið réttlætt með því að hún hefði víðtæka reynslu í frumatvinnuvegi þjóðarinnar og væri því alveg rétta manneskjan í starfið. Reyndar er rétt að taka það fram að persóna úr þessari starfsgreininni er frekar ólíkleg til að falla inn í klíkusamfélag Sjálfstæðisflokksins. Hvers vegna í fjandanum lætur fólk í íslensku samfélagi bjóða sér þetta aftur og aftur? Getur það verið að þessi hópur fólks sem velur að kjósa þetta yfir sig sé ónæmt fyrir þessum njálg sem ríður yfir samfélagið með reglulegu millibili. Finnst fólki það allt í lagi að fjármálaráðherra í vestrænu lýðræðisríki selji pabba sínum ríkiseignir. Ef það hefði heyrst í fréttum að eitthvert Afríkuríki hefði gert slíkt þá hefði það verið stimplað sem gjörspillt bananasamfélag. Sem vísar auðvita til þess að þarna búi eintómir apar. Getur það verið að þeir sem en fylgja þessum tveimur flokkum að málum eins og tryggir hundar sjái ekkert athugavert við íslenskt samfélag. Getur það verið að þeim finnist það í lagi að búið sé að afhenda örfáum fjölskyldum dýrmætustu auðlind þjóðarinnar til eignar. Jafnvel svo gróflega að þeir geta arfleitt afkomendur sína af sameign þjóðarinnar og það fyrir allra augum. Ef þetta er ekki þjófnaður þá veit ég ekki hvað er þjófnaður. Eftir lestur á bók Þorvaldar Logasonar „Eimreiðarelídan Spillingarsaga.“ rifjast upp fyrir manni öll þessi dæmi um spillingu sem riðið hefur yfir þetta þjóðfélag síðastliðin fjörutíu til fimmtíu ár. Með reglulegu millibili hefur þessi króníski njálgur skollið á þjóðina og staðið yfir í nokkra daga í einu. Í bókinni kemur greinlega fram hvernig Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur skiptu með sér verðmætum í íslensku samfélagi og hikuðu ekki við að notfæra sér stöðu sína í stjórnmálum í því augnamiði. Það verður sífellt furðulegra að fólk sem er komið til vits og ára skuli en tryggja þessum flokkum atkvæði sitt. En þar til fólk áttar sig og hefur vit til að kasta þessu hagsmunabandalögum á öskuhauga sögunar verðum við hin að klóra okkur reglulega þegar njálgurinn skellur á. Höfundur er eftirlaunaþegi.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun