Um skaðaminnkun og viðhaldsmeðferð Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar 30. desember 2023 14:30 Á síðustu vikum hafa fregnir borist um að Landlæknisembættið hafi svipt lækninn Árna Tómas Ragnarsson réttindum til ávísunar sterkra verkjalyfja, svokallaðra ópíóða. Ekki þarf að hafa langt mál um lyf þessi en þau hafa meðal annars verið notuð við lífslok til að lina þjáningar deyjandi. Hins vegar jókst ávísun þessara lyfja allgríðarlega í gegnum ósiðlegar markaðssetningar og falsaðra rannsóknarniðurstöður lyfjafyrirtækja. Var þeim þá jafnvel ávísað vegna stoðkerfisvanda og annarra heilsufarskvilla. Gengið var svo langt að skilgreina verki sem hið „fimmta lífsmark“ og verkjakvörðum, vel merktum lyfjafyrirtækjum, var dreift á sjúkrahús víðsvegar um heim. Innreið þessara lyfja er nú talin hafa valdið faraldri notkunar sterkra verkjalyfja, með tilheyrandi þjáningu fyrir notendur, fjölskyldur þeirra og samfélagið í heild. Flestir skjólstæðingar Árna Tómasar eru sammála um að lyfjaskömmtunin hafi aukið lífsgæði þeirra og margir náð ákveðnum stöðugleika í lífi sínu miðað við þær aðstæður sem þeir lifa og búa við. Það er þó hins vegar ljóst að lyf þessi eru ekki ætluð til inndælingar í æð og aukin hætta er á alvarlegum sjúkdómum í tengslum við lyfjanotkun á þann hátt. Á Íslandi höfum við fá gagnreynd meðferðarúrræði við ópíóðafíkn, en eins og við aðra langvinna sjúkdóma hentar ekki sama meðferð eða aðferð öllum; það er ekkert “one size fits all” í þessum efnum. Það er því von mín að umræðan hvetji heilbrigðisyfirvöld til þess að íhuga og innleiða fjölbreyttari meðferðarúrræði. Það hefur verið gert í löndunum í kringum okkur og þurfa Íslendingar því ekki að finna upp hjólið í þeim efnum. Það má deila um aðferðir Árna Tómasar en við skulum ekki gleyma því að flest mannúðleg og skaðaminnkandi inngrip hafa sprottið upp úr grasrótinni og í einstaklingsframtaki - frá fólki sem vildi minnka skaðann og mæta einstaklingnum á hans forsendum. Höfundur er geðhjúkrunarfræðingur og faghandleiðari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Á síðustu vikum hafa fregnir borist um að Landlæknisembættið hafi svipt lækninn Árna Tómas Ragnarsson réttindum til ávísunar sterkra verkjalyfja, svokallaðra ópíóða. Ekki þarf að hafa langt mál um lyf þessi en þau hafa meðal annars verið notuð við lífslok til að lina þjáningar deyjandi. Hins vegar jókst ávísun þessara lyfja allgríðarlega í gegnum ósiðlegar markaðssetningar og falsaðra rannsóknarniðurstöður lyfjafyrirtækja. Var þeim þá jafnvel ávísað vegna stoðkerfisvanda og annarra heilsufarskvilla. Gengið var svo langt að skilgreina verki sem hið „fimmta lífsmark“ og verkjakvörðum, vel merktum lyfjafyrirtækjum, var dreift á sjúkrahús víðsvegar um heim. Innreið þessara lyfja er nú talin hafa valdið faraldri notkunar sterkra verkjalyfja, með tilheyrandi þjáningu fyrir notendur, fjölskyldur þeirra og samfélagið í heild. Flestir skjólstæðingar Árna Tómasar eru sammála um að lyfjaskömmtunin hafi aukið lífsgæði þeirra og margir náð ákveðnum stöðugleika í lífi sínu miðað við þær aðstæður sem þeir lifa og búa við. Það er þó hins vegar ljóst að lyf þessi eru ekki ætluð til inndælingar í æð og aukin hætta er á alvarlegum sjúkdómum í tengslum við lyfjanotkun á þann hátt. Á Íslandi höfum við fá gagnreynd meðferðarúrræði við ópíóðafíkn, en eins og við aðra langvinna sjúkdóma hentar ekki sama meðferð eða aðferð öllum; það er ekkert “one size fits all” í þessum efnum. Það er því von mín að umræðan hvetji heilbrigðisyfirvöld til þess að íhuga og innleiða fjölbreyttari meðferðarúrræði. Það hefur verið gert í löndunum í kringum okkur og þurfa Íslendingar því ekki að finna upp hjólið í þeim efnum. Það má deila um aðferðir Árna Tómasar en við skulum ekki gleyma því að flest mannúðleg og skaðaminnkandi inngrip hafa sprottið upp úr grasrótinni og í einstaklingsframtaki - frá fólki sem vildi minnka skaðann og mæta einstaklingnum á hans forsendum. Höfundur er geðhjúkrunarfræðingur og faghandleiðari.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun