Þverskorin ýsa og hamsatólg Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 22. desember 2023 11:00 Með hækkandi aldri leitar hugurinn gjarnan á þessum tíma til jólanna í „gamla daga“ eins og barnabörnin myndu orða það. Þá var öldin sannarlega önnur. Þá eins og nú, ríkti ójöfnuður í samfélaginu, sumir höfðu gnótt, aðrir minna og enn aðrir ekki neitt. Ég og fjölskylda mín, (mamma einstæð móðir með 4 börn) voru ein þeirra fjölskyldna sem hafði ekki mikið á milli handanna. En það var hún amma Sigga (Ólafía Sigríður Þorsteinsdóttir) á Ásvallagötu 1 sem færði okkur ýmislegt nýtt og spennandi sem fátæk fjölskylda hafði ekki efni á. Amma gaf rausnarlegan pakka og sem barn rölti ég oft til hennar frá Víðimelnum þegar maginn var tómur. Hjá henni smakkaði ég í fyrsta sinn á ævinni kjúkling, sennilega um 10 ára aldur. En mikið hlakkaði manni nú til jólanna Þegar hugsað er til jólanna á bernskuárunum þá man ég svo vel hvað tilhlökkunin var mikil. Maður hlakkaði til að fá hátíðarmat og annað, eins og epli og konfekt sem ekki sást almennt á borðum yfir árið. Algengur matur á þá daga var þverskorin ísa og hamsatólg og kjötfarsbollur og kál. Ekki amalegt auðvitað. Mesta tilhlökkun barns var sannarlega að fá pakka. Gjafir voru oft eitthvað hentugt. Ein minning um jólagjöf stendur upp úr hjá mér og það voru jólin þegar ég var 9 ára og fékk töflur (inniskó). Ég hafði sagt mömmu að mig langaði í töflur því stelpurnar í bekknum voru í svoleiðis. Ég upplifi enn stundum mínútuna þegar ég opnaði þennan pakka og vissi að í honum voru töflur. Hjartað var að springa og spenningurinn eftir því. Vá hvað ég yrði smart í nýju töflunum þegar ég kæmi í skólann eftir áramótin. Með aldrinum hefur upplifunin og tilfinning eins og tilhlökkun tekið á sig aðrar myndir. Mesta breytingin er kannski sú að margt það sem einkenndi jólin áður fyrr getur fólk nú fengið allt árið um kring. Það er ekki lengur einhver sérstakur „sparimatur“, matur sem tilheyrir aðeins stórhátíðum. Það er þó sannarlega tilhlökkunarefni að upplifa jólaljósaflóðið og hvíld frá daglegu amstri er kærkomin. Börnin og jólin Það er alveg sama á hvaða aldri maður er, það er alltaf jafn gaman að fylgjast með börnunum og upplifa jólin í gegnum þau. Það yljar að sjá spenning og tilhlökkun þeirra. Þess vegna er það líka svo vont að vita að ekki öll börn geta haldið gleðileg jól eða verið áhyggjulaus yfir þessa miklu „hátíð barnanna“. Í Reykjavík er dágóður hópur barna og foreldra þeirra sem búa við erfiðar aðstæður t.d. v. fátæktar eða veikinda. Börn foreldra sem glíma við langvinn veikindi, líkamleg eða geðræn eiga oft erfiða daga. Veikindi af hvers lags toga spyrja einfaldlega hvorki um félagslega stöðu eða efnahagslega afkomu og sannarlega ekki hvaða tími ársins er. Gæðum er misskipt. Ef maður hefur ekki öruggt húsaskjól eða mat á diskinn þá er erfitt að hlakka til nokkurs. Ég trúi því að allir hafi tækifæri og geti fundið tilefni til að vera þessi „amma eða afi, frændi eða frænka, vinur eða nágranni“ sem getur látið gott að sér leiða til barna sem búa við skort eða vanlíðan hvort heldur þau eru nær eða fjær. Fyrir fjölskyldur sem búa við góðar aðstæður bíður skemmtilegur tími. Börn sem geta notið jólanna til fulls safna um hver jól nýrri dásamlegu minningu sem jafnvel lifir með þeim um aldur og ævi. Gleðileg jól. Höfundur er sálfræðingur og oddviti Flokks fólksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Borgarstjórn Reykjavík Flokkur fólksins Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Með hækkandi aldri leitar hugurinn gjarnan á þessum tíma til jólanna í „gamla daga“ eins og barnabörnin myndu orða það. Þá var öldin sannarlega önnur. Þá eins og nú, ríkti ójöfnuður í samfélaginu, sumir höfðu gnótt, aðrir minna og enn aðrir ekki neitt. Ég og fjölskylda mín, (mamma einstæð móðir með 4 börn) voru ein þeirra fjölskyldna sem hafði ekki mikið á milli handanna. En það var hún amma Sigga (Ólafía Sigríður Þorsteinsdóttir) á Ásvallagötu 1 sem færði okkur ýmislegt nýtt og spennandi sem fátæk fjölskylda hafði ekki efni á. Amma gaf rausnarlegan pakka og sem barn rölti ég oft til hennar frá Víðimelnum þegar maginn var tómur. Hjá henni smakkaði ég í fyrsta sinn á ævinni kjúkling, sennilega um 10 ára aldur. En mikið hlakkaði manni nú til jólanna Þegar hugsað er til jólanna á bernskuárunum þá man ég svo vel hvað tilhlökkunin var mikil. Maður hlakkaði til að fá hátíðarmat og annað, eins og epli og konfekt sem ekki sást almennt á borðum yfir árið. Algengur matur á þá daga var þverskorin ísa og hamsatólg og kjötfarsbollur og kál. Ekki amalegt auðvitað. Mesta tilhlökkun barns var sannarlega að fá pakka. Gjafir voru oft eitthvað hentugt. Ein minning um jólagjöf stendur upp úr hjá mér og það voru jólin þegar ég var 9 ára og fékk töflur (inniskó). Ég hafði sagt mömmu að mig langaði í töflur því stelpurnar í bekknum voru í svoleiðis. Ég upplifi enn stundum mínútuna þegar ég opnaði þennan pakka og vissi að í honum voru töflur. Hjartað var að springa og spenningurinn eftir því. Vá hvað ég yrði smart í nýju töflunum þegar ég kæmi í skólann eftir áramótin. Með aldrinum hefur upplifunin og tilfinning eins og tilhlökkun tekið á sig aðrar myndir. Mesta breytingin er kannski sú að margt það sem einkenndi jólin áður fyrr getur fólk nú fengið allt árið um kring. Það er ekki lengur einhver sérstakur „sparimatur“, matur sem tilheyrir aðeins stórhátíðum. Það er þó sannarlega tilhlökkunarefni að upplifa jólaljósaflóðið og hvíld frá daglegu amstri er kærkomin. Börnin og jólin Það er alveg sama á hvaða aldri maður er, það er alltaf jafn gaman að fylgjast með börnunum og upplifa jólin í gegnum þau. Það yljar að sjá spenning og tilhlökkun þeirra. Þess vegna er það líka svo vont að vita að ekki öll börn geta haldið gleðileg jól eða verið áhyggjulaus yfir þessa miklu „hátíð barnanna“. Í Reykjavík er dágóður hópur barna og foreldra þeirra sem búa við erfiðar aðstæður t.d. v. fátæktar eða veikinda. Börn foreldra sem glíma við langvinn veikindi, líkamleg eða geðræn eiga oft erfiða daga. Veikindi af hvers lags toga spyrja einfaldlega hvorki um félagslega stöðu eða efnahagslega afkomu og sannarlega ekki hvaða tími ársins er. Gæðum er misskipt. Ef maður hefur ekki öruggt húsaskjól eða mat á diskinn þá er erfitt að hlakka til nokkurs. Ég trúi því að allir hafi tækifæri og geti fundið tilefni til að vera þessi „amma eða afi, frændi eða frænka, vinur eða nágranni“ sem getur látið gott að sér leiða til barna sem búa við skort eða vanlíðan hvort heldur þau eru nær eða fjær. Fyrir fjölskyldur sem búa við góðar aðstæður bíður skemmtilegur tími. Börn sem geta notið jólanna til fulls safna um hver jól nýrri dásamlegu minningu sem jafnvel lifir með þeim um aldur og ævi. Gleðileg jól. Höfundur er sálfræðingur og oddviti Flokks fólksins í Reykjavík.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun