Gular viðvaranir í boði flugumferðarstjóra Bogi Nils Bogason skrifar 16. desember 2023 22:01 Nú eru rúmlega tvö ár liðin frá því að Icelandair tók á flug á ný eftir að hafa verið í híði í 18 mánuði vegna Covid faraldursins. Sem betur fer hefur Icelandair og ferðaþjónustan á Íslandi náð sér vel á strik og á fyrstu níu mánuðum þessa árs námu útflutningstekjur Íslendinga vegna flugs og ferðaþjónustu 35% af heildarútflutningstekjum þjóðarinnar. En það er krefjandi að reka flugfélög hér í miðju Atlantshafinu þar sem allra veðra er von. Fyrir um ári síðan, þ.e. 17. desember sl., skall á óveður í nokkra daga sem olli því að Reykjanesbrautin lokaði og í kjölfarið varð truflun á flugumferð. Mikið tjón hlaust af og mat Icelandair beint tjón félagsins á um einn milljarð króna. Nú í haust hafa jarðhræringar á Reykjanesi, og fréttaflutningur þar að lútandi, haft talsverð áhrif á ferðaþjónustuna og flugfélögin. Við hjá Icelandair höfum svo sannarlega vonað að veðrið verði okkur hliðhollt í kringum þessi jól og áramót. Við viljum fyrst og fremst að farþegar okkar eigi ánægjulegt ferðalag og komist á leiðarenda til þess að hitta ættingja og vini, eða þá að fara í langþráð frí. Hvað gerist þá? Jú, nokkrir tugir starfsmanna opinbers fyrirtækis, ISAVIA, ákveða að loka landinu með reglulegu millibili nú fyrir jólin. Með því valda þeir flugfélögunum verulegu tjóni. Flugfélögunum sem eru grundvöllurinn að þeirra atvinnu og atvinnuöryggi en eru samt ekki aðili að vinnudeilunni. Þessar aðgerðir bitna þó mest á þeim sem síst skyldi. Á fólki sem er að ferðast á þessum mikilvæga tíma ársins. Við hjá Icelandair hugsum fyrst og fremst til okkar farþega en það er sárt að horfa upp á þá óvissu og óþægindi sem þessi atburðarás veldur þeim á tímum þar sem gleði á að ríkja. Í ljósi þess sem gengið hefur á í flugi og ferðaþjónustu hér á Íslandi á undanförnum árum myndi maður ætla að við sem störfum í greininni stæðum saman. Það er því mjög sérstakt að horfa upp á að aðgerðir flugumferðastjóra núna beinast nær eingöngu að íslensku flugfélögunum. Tímasetning aðgerðanna innan dagsins er þannig að erlend flugfélög, sem fljúga hingað til lands, verða fyrir mun minni áhrifum hlutfallslega en þau íslensku. Þessu til viðbótar er stór hluti farþega íslensku flugfélaganna að ferðast á milli Evrópu og N-Ameríku í gegnum Ísland. Þar eru íslensku flugfélögin í samkeppni við stór erlend flugfélög sem fljúga beint yfir hafið en í gegnum íslenska flugumsjónarsvæðið. Engin truflun hefur orðið eða verður hjá þeim flugfélögum þar sem flugumferðarstjórar hafa gert sérstakan samning um að fara eingöngu í verkfall þar sem íslensku félögin starfa. Á sama tíma og við horfum upp á þessa grafalvarlegu stöðu, að landinu sé lokað reglulega á viðkvæmasta tíma með tilheyrandi kostnaði og óþægindum, erum við Íslendingar að glíma við mjög háa verðbólgu og vexti. Besta vopnið gegn þessum vítahring eru skynsamir langtímasamningar á vinnumarkaði sem útflutningsgreinarnar hafa efni á. Til að vinna á verðbólgubálinu eru stöðugleiki og hógværar launahækkanir grundvallaratriði. Nú þegar hafa örfáir einstaklingar valdið þjóðfélaginu verulegu tjóni. Eigum við ekki að láta þar við sitja? Höfundur er forstjóri Icelandair. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icelandair Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður Bogi Nils Bogason Verkföll flugumferðarstjóra Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Nú eru rúmlega tvö ár liðin frá því að Icelandair tók á flug á ný eftir að hafa verið í híði í 18 mánuði vegna Covid faraldursins. Sem betur fer hefur Icelandair og ferðaþjónustan á Íslandi náð sér vel á strik og á fyrstu níu mánuðum þessa árs námu útflutningstekjur Íslendinga vegna flugs og ferðaþjónustu 35% af heildarútflutningstekjum þjóðarinnar. En það er krefjandi að reka flugfélög hér í miðju Atlantshafinu þar sem allra veðra er von. Fyrir um ári síðan, þ.e. 17. desember sl., skall á óveður í nokkra daga sem olli því að Reykjanesbrautin lokaði og í kjölfarið varð truflun á flugumferð. Mikið tjón hlaust af og mat Icelandair beint tjón félagsins á um einn milljarð króna. Nú í haust hafa jarðhræringar á Reykjanesi, og fréttaflutningur þar að lútandi, haft talsverð áhrif á ferðaþjónustuna og flugfélögin. Við hjá Icelandair höfum svo sannarlega vonað að veðrið verði okkur hliðhollt í kringum þessi jól og áramót. Við viljum fyrst og fremst að farþegar okkar eigi ánægjulegt ferðalag og komist á leiðarenda til þess að hitta ættingja og vini, eða þá að fara í langþráð frí. Hvað gerist þá? Jú, nokkrir tugir starfsmanna opinbers fyrirtækis, ISAVIA, ákveða að loka landinu með reglulegu millibili nú fyrir jólin. Með því valda þeir flugfélögunum verulegu tjóni. Flugfélögunum sem eru grundvöllurinn að þeirra atvinnu og atvinnuöryggi en eru samt ekki aðili að vinnudeilunni. Þessar aðgerðir bitna þó mest á þeim sem síst skyldi. Á fólki sem er að ferðast á þessum mikilvæga tíma ársins. Við hjá Icelandair hugsum fyrst og fremst til okkar farþega en það er sárt að horfa upp á þá óvissu og óþægindi sem þessi atburðarás veldur þeim á tímum þar sem gleði á að ríkja. Í ljósi þess sem gengið hefur á í flugi og ferðaþjónustu hér á Íslandi á undanförnum árum myndi maður ætla að við sem störfum í greininni stæðum saman. Það er því mjög sérstakt að horfa upp á að aðgerðir flugumferðastjóra núna beinast nær eingöngu að íslensku flugfélögunum. Tímasetning aðgerðanna innan dagsins er þannig að erlend flugfélög, sem fljúga hingað til lands, verða fyrir mun minni áhrifum hlutfallslega en þau íslensku. Þessu til viðbótar er stór hluti farþega íslensku flugfélaganna að ferðast á milli Evrópu og N-Ameríku í gegnum Ísland. Þar eru íslensku flugfélögin í samkeppni við stór erlend flugfélög sem fljúga beint yfir hafið en í gegnum íslenska flugumsjónarsvæðið. Engin truflun hefur orðið eða verður hjá þeim flugfélögum þar sem flugumferðarstjórar hafa gert sérstakan samning um að fara eingöngu í verkfall þar sem íslensku félögin starfa. Á sama tíma og við horfum upp á þessa grafalvarlegu stöðu, að landinu sé lokað reglulega á viðkvæmasta tíma með tilheyrandi kostnaði og óþægindum, erum við Íslendingar að glíma við mjög háa verðbólgu og vexti. Besta vopnið gegn þessum vítahring eru skynsamir langtímasamningar á vinnumarkaði sem útflutningsgreinarnar hafa efni á. Til að vinna á verðbólgubálinu eru stöðugleiki og hógværar launahækkanir grundvallaratriði. Nú þegar hafa örfáir einstaklingar valdið þjóðfélaginu verulegu tjóni. Eigum við ekki að láta þar við sitja? Höfundur er forstjóri Icelandair.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun