Friðarhugvekja Guðjón Jensson skrifar 10. desember 2023 13:31 Í janúar 1961 átti sér stað vestur í Bandaríkjunum athöfn sem þar er haldin ætíð á sama stað á áþekkum tíma. Tilefnið er að fráfarandi forseti ávarpar þjóð sína og felur eftirmanni sínum það vald sem fylgir forseta Bandaríkjanna. Dwigth Eisenhower hélt eftirminnilega ræðu sem oft hefur verið síðan vitnað til. Þessi forseti varð heimskunnur í síðari heimstyrjödinni fyrir að vera æðsti yfirmaður bandaríkjahers í Evrópu á miklum örlagatímum. Sjálfsagt hefur enginn annar haft jafnmikla yfirsýn á vopnabúnað, styrjaldatækni og allt það sem lýtur að ófrið. Og hvað sagði þessi furrum yfirhershöfðingi og fráfarandi forseti þennan janúardag 1961. Hann aðvaraði bandarísku þjóðina og þar með alla heimsbyggðina gagnvart sífellt vaxandi hernaðarumsvifum. Taldi hann mikla vá fyrir dyrum að hergagnaframeiðslan væri sífellt að færa sig upp á skaftið að ná undirtökunum við stjórn Bandaríkjanna og þar með heimsins. Um þessa óvenjulegu ræðu fyrrum yfirhershöfðingjans hafa margir fundir verið haldnir sem og ráðstefnur. Það hafa verið ritaðar fjöldinn allur af bókum um þessa ræðu og margt hefur verið ritað og rætt undir áhrifum varnaðarorða forsetans fyrrverandi. Í haust sem leið gerðu Hamas skæruliðasamtökin mjög ámælisverða og fólskulega árás á Ísrael. Ekkert er það sem afsakar þessi voðaverk. En hugum dálítið hvað síðan hefur gerst: Varla leið sólarhringur frá þessum árásum að gríðarstórar herflutningaflugvélar lentu troðfullar af hergögnum í Ísrael. Gróflega hefur þeim verið flogið 12-15.000 km og um 12 tímabelti frá austurströnd BNA. Og síðan hafa verið framdar gríðarlegar árásir gegn öllum þeim sem búa á Gaza og engum hlíft að undanskyldum nokkrum dögum þá um vopnahlé örfáa daga var samið. Áleitin spurning er hvort þetta hafi allt verið af ráðnum hug komið í kring? Þvilík grimmd gangvart óbreyttum borgurum hefur vart þekkstt í langan tíma. Og nú á dögunum var borin upp tillaga af framkvæmdarstjóra Sameinuðu þjóðanna um áframhaldandi vopnahlé. Þá gerist það að fulltrúi mesta hernaðarveldis heims, BNA beitir neitunarvaldi. Bretar sátu hjá. Mátti ekki gera hlé á gróðavoninni að selja enn meira af vopnum? Það er sérkennilegt að á dögunum bárust þær fréttir frá BNA að hagvöxtur þar í landi hefur lengi vel ekki mælst meiri. Hernaðarumsvif BNA hafa því miður haft mikil áhrif á hagvöxt og er miður að framleiðsla og sala vopna sé megindrifkraftur efnahagslífsins þar vestra. Mannréttindi og lýðræði er af mörgum veraldlegum forystumönnum ekki talin vera svo mikilvæg. Það er eins og ekkert megi trufla gróðavonina og hagvöxtinn. Mannúðin er ekki talin upp á margra fiska virði talin. Við minnumst hryllilegra einræðisherra fortíðarinnar. Hvort nöfn Benjamins Natayaho og Wladimir Pútins bætast við, skal ekkert fullyrða. Því miður er framkoma þeirra beggja gagnvart mannkyninu hreint skelfileg og þeirra minnst sem einhverra verstu friðarspilla heimsbyggðarinnar. Höfundur er leiðsögumaður og eldri borgari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Í janúar 1961 átti sér stað vestur í Bandaríkjunum athöfn sem þar er haldin ætíð á sama stað á áþekkum tíma. Tilefnið er að fráfarandi forseti ávarpar þjóð sína og felur eftirmanni sínum það vald sem fylgir forseta Bandaríkjanna. Dwigth Eisenhower hélt eftirminnilega ræðu sem oft hefur verið síðan vitnað til. Þessi forseti varð heimskunnur í síðari heimstyrjödinni fyrir að vera æðsti yfirmaður bandaríkjahers í Evrópu á miklum örlagatímum. Sjálfsagt hefur enginn annar haft jafnmikla yfirsýn á vopnabúnað, styrjaldatækni og allt það sem lýtur að ófrið. Og hvað sagði þessi furrum yfirhershöfðingi og fráfarandi forseti þennan janúardag 1961. Hann aðvaraði bandarísku þjóðina og þar með alla heimsbyggðina gagnvart sífellt vaxandi hernaðarumsvifum. Taldi hann mikla vá fyrir dyrum að hergagnaframeiðslan væri sífellt að færa sig upp á skaftið að ná undirtökunum við stjórn Bandaríkjanna og þar með heimsins. Um þessa óvenjulegu ræðu fyrrum yfirhershöfðingjans hafa margir fundir verið haldnir sem og ráðstefnur. Það hafa verið ritaðar fjöldinn allur af bókum um þessa ræðu og margt hefur verið ritað og rætt undir áhrifum varnaðarorða forsetans fyrrverandi. Í haust sem leið gerðu Hamas skæruliðasamtökin mjög ámælisverða og fólskulega árás á Ísrael. Ekkert er það sem afsakar þessi voðaverk. En hugum dálítið hvað síðan hefur gerst: Varla leið sólarhringur frá þessum árásum að gríðarstórar herflutningaflugvélar lentu troðfullar af hergögnum í Ísrael. Gróflega hefur þeim verið flogið 12-15.000 km og um 12 tímabelti frá austurströnd BNA. Og síðan hafa verið framdar gríðarlegar árásir gegn öllum þeim sem búa á Gaza og engum hlíft að undanskyldum nokkrum dögum þá um vopnahlé örfáa daga var samið. Áleitin spurning er hvort þetta hafi allt verið af ráðnum hug komið í kring? Þvilík grimmd gangvart óbreyttum borgurum hefur vart þekkstt í langan tíma. Og nú á dögunum var borin upp tillaga af framkvæmdarstjóra Sameinuðu þjóðanna um áframhaldandi vopnahlé. Þá gerist það að fulltrúi mesta hernaðarveldis heims, BNA beitir neitunarvaldi. Bretar sátu hjá. Mátti ekki gera hlé á gróðavoninni að selja enn meira af vopnum? Það er sérkennilegt að á dögunum bárust þær fréttir frá BNA að hagvöxtur þar í landi hefur lengi vel ekki mælst meiri. Hernaðarumsvif BNA hafa því miður haft mikil áhrif á hagvöxt og er miður að framleiðsla og sala vopna sé megindrifkraftur efnahagslífsins þar vestra. Mannréttindi og lýðræði er af mörgum veraldlegum forystumönnum ekki talin vera svo mikilvæg. Það er eins og ekkert megi trufla gróðavonina og hagvöxtinn. Mannúðin er ekki talin upp á margra fiska virði talin. Við minnumst hryllilegra einræðisherra fortíðarinnar. Hvort nöfn Benjamins Natayaho og Wladimir Pútins bætast við, skal ekkert fullyrða. Því miður er framkoma þeirra beggja gagnvart mannkyninu hreint skelfileg og þeirra minnst sem einhverra verstu friðarspilla heimsbyggðarinnar. Höfundur er leiðsögumaður og eldri borgari.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar