Er Barnasáttmálinn einskis virði í augum stjórnvalda? Askur Hrafn Hannesson skrifar 5. desember 2023 18:00 Opið bréf til Guðrúnar Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra og Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra Finnst ykkur í fullri alvöru ekkert athugavert við það að brottvísa 12 og 14 ára börnum á flótta undan ógnarstjórn aðskilnaðarríkis Ísraels sem nú fremur hrottalegt þjóðarmorð þar sem jafnvel hvítvoðungum er ekki þyrmt? Það er ekki nokkur ástæða fyrir þessari hörku ykkar þar sem börnin eru hjá fósturfjölskyldum sem vilja gjarnan annast þau og fullkomlega ástæðulaust að senda þau allslaus á götuna í Grikklandi. Til hvers að lögfesta mannréttindi á borð við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna ef hann er ekki virtur? Til upprifjunar bendi ég á að Ísland gerðist aðili að Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í janúar 1990, fullgilti hann í október 1992 og öðlaðist hann gildi hér í nóvember sama ár. Í febrúar 2013 var hann að lokum festur í lög. Aðlögunartíminn er því orðinn nokkuð langur. Textinn er alveg skýr öllu læsu fólki, í 3. grein hans, 1. tölulið, segir: „Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar félagsmálastofnanir á vegum hins opinbera eða einkaaðila, dómstólar, stjórnvöld eða löggjafarstofnanir gera ráðstafanir sem varða börn.“ Í 2. tölulið sömu greinar segir: „Með hliðsjón af réttindum og skyldum foreldra eða lögráðamanna, eða annarra sem bera ábyrgð að lögum á börnum, skuldbinda aðildarríki sig til að tryggja börnum þá vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst og skulu þau í því skyni gera allar nauðsynlegar ráðstafanir á sviði löggjafar og stjórnsýslu.“ Séuð þið virkilega starfi ykkar vaxin þá ættuð þið að sjá sóma ykkar í því að stöðva þessi fólskulegu áform undir eins. Höfundur er aðgerðasinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Alþingi Réttindi barna Mest lesið Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Opið bréf til Guðrúnar Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra og Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra Finnst ykkur í fullri alvöru ekkert athugavert við það að brottvísa 12 og 14 ára börnum á flótta undan ógnarstjórn aðskilnaðarríkis Ísraels sem nú fremur hrottalegt þjóðarmorð þar sem jafnvel hvítvoðungum er ekki þyrmt? Það er ekki nokkur ástæða fyrir þessari hörku ykkar þar sem börnin eru hjá fósturfjölskyldum sem vilja gjarnan annast þau og fullkomlega ástæðulaust að senda þau allslaus á götuna í Grikklandi. Til hvers að lögfesta mannréttindi á borð við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna ef hann er ekki virtur? Til upprifjunar bendi ég á að Ísland gerðist aðili að Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í janúar 1990, fullgilti hann í október 1992 og öðlaðist hann gildi hér í nóvember sama ár. Í febrúar 2013 var hann að lokum festur í lög. Aðlögunartíminn er því orðinn nokkuð langur. Textinn er alveg skýr öllu læsu fólki, í 3. grein hans, 1. tölulið, segir: „Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar félagsmálastofnanir á vegum hins opinbera eða einkaaðila, dómstólar, stjórnvöld eða löggjafarstofnanir gera ráðstafanir sem varða börn.“ Í 2. tölulið sömu greinar segir: „Með hliðsjón af réttindum og skyldum foreldra eða lögráðamanna, eða annarra sem bera ábyrgð að lögum á börnum, skuldbinda aðildarríki sig til að tryggja börnum þá vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst og skulu þau í því skyni gera allar nauðsynlegar ráðstafanir á sviði löggjafar og stjórnsýslu.“ Séuð þið virkilega starfi ykkar vaxin þá ættuð þið að sjá sóma ykkar í því að stöðva þessi fólskulegu áform undir eins. Höfundur er aðgerðasinni.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar