Alþjóðadagur fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar 4. desember 2023 10:30 Í gær var alþjóðadagur fatlaðs fólks. Í gær fögnuðum við tilnefndum einstaklingum og veittum Hvatningarverðlaun ÖBÍ til verkefnis sem stuðlar að einu samfélagi fyrir öll og endurspeglar nútímalegar áherslur um þátttöku, sjálfstæði og jafnrétti fatlaðs fólks. Þessi dagur er okkur öllum hvatning til að gera samfélag okkar betra, aðgengilegra og skilningsríkara, að skapa samfélag þar sem við öll njótum jöfnuðar og réttlætis. Alþjóðadagurinn var settur árið 1992 af Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og miðar að því að viðurkenna og efla réttindi fatlaðs fólks á öllum sviðum samfélags og þróunar. Í gegnum árin hefur dagurinn þróast yfir í alþjóðlegan boðskap með áherslu á mikilvægi inngildingar, jafnréttis og aðgengis. Á hverju ári er sett fram ákveðið þema og er þema alþjóðadagsins árið 2023 Sameinuð í aðgerðum til að bjarga og ná fram heimsmarkmiðum - með og af fötluðu fólki. Þemað í ár gengur út á það að fá öll til þess að vinna saman í því að gera heiminn betri fyrir fatlað fólk. Eitt af meginmarkmiðum alþjóðadagsins er að koma í veg fyrir það sem hindrar fulla og jafna þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu eins og óaðgengilegar byggingar og samgöngur, samfélagslegar hindranir eins og mismunun og fordóma, fjárhagslegar hindranir eins og fátækt. Að skapa samfélag án aðgreiningar felur í sér virka þátttöku allra. Samfélagið; atvinnulífið, ríki og sveitarfélög verða að leggja sitt af mörkum með inngildingu fatlaðs fólks og þannig sýna að margbreytileikinn felur í sér virði og tækifæri sem er samfélaginu öllu til heilla. Samfélagið þarf að tileinka sér lausnir sem fatlað fólk lifir í og skapar nýjar leiðir. Íslenskt samfélag er komið langt á veg með margt sem snýr að málefnum fatlaðs fólks. Staðan er samt sú að að margt fatlað fólk og öryrkjar er í afar slæmri stöðu, fær ekki að vinna eftir getu og áhuga án þess að verða fyrir skerðingum, fær ekki viðeigandi húsnæði, og hefur ekki efni á að mæta óvæntum útgjöldum. Það að veikjast, fatlast eða fæðast fatlaður er ekki skömm þess sem hana ber og er örorka hvorki valkvæð né eftirsóknarverð. Fatlað fólk og öryrkjar eiga að hafa sömu tækifæri til að lifa mannsæmandi lífi til jafns við aðra. Við getum ekki sætt okkur við sem samfélag, aukna fátækt og stéttaskiptingu þar sem æ fleiri geta til dæmis ekki boðið börnum sínum þátttöku í íþrótta-, félags- eða tómstundastarfi. Við getum ekki kallað samfélagið okkar velferðar- og jafnréttissamfélag nema allir njóti mannsæmandi lífs og enginn sé skilinn eftir í fátækt. Tökum höndum saman og gerum samfélagið okkar að samfélagi þar sem öll fá rétt og tækifæri til að lifa til jafns við aðra, þar sem fatlað fólk nýtur verðskuldaðrar virðingar og sjálfsagðra réttinda, og þar sem samfélagið gerir raunverulega ráð fyrir öllum. Annað af markmiðum alþjóðadagsins er að gleðjast yfir og fagna þeim árangri sem hefur náðst í réttindabaráttu fatlaðs fólks og hafa hátt um það. Við gleðjumst með frábæru samferðafólki fyrir framlag þess til réttindabaráttunnar. Ég óska öllum þeim sem tilnefnd voru til Hvatningarverðlauna ÖBÍ réttindasamtaka árið 2023 innilega til hamingju, þið breytið samfélaginu og gerið það betra, öllum til heilla. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Alma Ýr Ingólfsdóttir Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Í gær var alþjóðadagur fatlaðs fólks. Í gær fögnuðum við tilnefndum einstaklingum og veittum Hvatningarverðlaun ÖBÍ til verkefnis sem stuðlar að einu samfélagi fyrir öll og endurspeglar nútímalegar áherslur um þátttöku, sjálfstæði og jafnrétti fatlaðs fólks. Þessi dagur er okkur öllum hvatning til að gera samfélag okkar betra, aðgengilegra og skilningsríkara, að skapa samfélag þar sem við öll njótum jöfnuðar og réttlætis. Alþjóðadagurinn var settur árið 1992 af Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og miðar að því að viðurkenna og efla réttindi fatlaðs fólks á öllum sviðum samfélags og þróunar. Í gegnum árin hefur dagurinn þróast yfir í alþjóðlegan boðskap með áherslu á mikilvægi inngildingar, jafnréttis og aðgengis. Á hverju ári er sett fram ákveðið þema og er þema alþjóðadagsins árið 2023 Sameinuð í aðgerðum til að bjarga og ná fram heimsmarkmiðum - með og af fötluðu fólki. Þemað í ár gengur út á það að fá öll til þess að vinna saman í því að gera heiminn betri fyrir fatlað fólk. Eitt af meginmarkmiðum alþjóðadagsins er að koma í veg fyrir það sem hindrar fulla og jafna þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu eins og óaðgengilegar byggingar og samgöngur, samfélagslegar hindranir eins og mismunun og fordóma, fjárhagslegar hindranir eins og fátækt. Að skapa samfélag án aðgreiningar felur í sér virka þátttöku allra. Samfélagið; atvinnulífið, ríki og sveitarfélög verða að leggja sitt af mörkum með inngildingu fatlaðs fólks og þannig sýna að margbreytileikinn felur í sér virði og tækifæri sem er samfélaginu öllu til heilla. Samfélagið þarf að tileinka sér lausnir sem fatlað fólk lifir í og skapar nýjar leiðir. Íslenskt samfélag er komið langt á veg með margt sem snýr að málefnum fatlaðs fólks. Staðan er samt sú að að margt fatlað fólk og öryrkjar er í afar slæmri stöðu, fær ekki að vinna eftir getu og áhuga án þess að verða fyrir skerðingum, fær ekki viðeigandi húsnæði, og hefur ekki efni á að mæta óvæntum útgjöldum. Það að veikjast, fatlast eða fæðast fatlaður er ekki skömm þess sem hana ber og er örorka hvorki valkvæð né eftirsóknarverð. Fatlað fólk og öryrkjar eiga að hafa sömu tækifæri til að lifa mannsæmandi lífi til jafns við aðra. Við getum ekki sætt okkur við sem samfélag, aukna fátækt og stéttaskiptingu þar sem æ fleiri geta til dæmis ekki boðið börnum sínum þátttöku í íþrótta-, félags- eða tómstundastarfi. Við getum ekki kallað samfélagið okkar velferðar- og jafnréttissamfélag nema allir njóti mannsæmandi lífs og enginn sé skilinn eftir í fátækt. Tökum höndum saman og gerum samfélagið okkar að samfélagi þar sem öll fá rétt og tækifæri til að lifa til jafns við aðra, þar sem fatlað fólk nýtur verðskuldaðrar virðingar og sjálfsagðra réttinda, og þar sem samfélagið gerir raunverulega ráð fyrir öllum. Annað af markmiðum alþjóðadagsins er að gleðjast yfir og fagna þeim árangri sem hefur náðst í réttindabaráttu fatlaðs fólks og hafa hátt um það. Við gleðjumst með frábæru samferðafólki fyrir framlag þess til réttindabaráttunnar. Ég óska öllum þeim sem tilnefnd voru til Hvatningarverðlauna ÖBÍ réttindasamtaka árið 2023 innilega til hamingju, þið breytið samfélaginu og gerið það betra, öllum til heilla. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar