Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – grundvöllur farsællar framtíðar Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 28. nóvember 2023 08:30 Holl og góð næring er grunnþáttur í þroska barna og ungmenna. Matarmenning og viðhorf til matar mótast einnig í grundvallaratriðum á skólaaldri. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir stuðla að jafnrétti, þar sem allir nemendur fá hollan og næringarríkan mat óháð stöðu forsjáraðila. Því getur skólamatur og stuðningur skólanna við mataruppeldi haft afgerandi áhrif á heilsufar til framtíðar. Með tillögu minni um gjaldfrjálsar skólamáltíðir er horft til þess að útvíkka hlutverk matmálstíma í skólum svo þeir verði gagnvirkur hluti af námi þar sem nemendur fræðast um mat og mataræði í samræmi við markmið aðalnámskrár grunnskóla í heimilisfræði. Þannig verður matur sem borðaður er í skólanum ekki einungis mikilvægur næringar- og orkugjafi heldur einnig hluti af sjálfbærnikennslu, næringarfræði og lífsleikni. Matartímar barna í grunnskólum einkennast því miður oftar en ekki af tímaskorti sem stuðlar ekki að góðum matarvenjum og getur ýtt undir streitu nemenda sem getur leitt til óheilbrigðs sambands við mat, til dæmis í formi átraskana af ýmsum toga. Börn eiga, rétt eins og annað fólk, að geta borðað í ró og notið matarins, jafnframt því að kynnast nýjum matvælum og læra að borða heilsusamlega. Með góðu og heilnæmu umhverfi og næringarríkum skólamáltíðum er hægt að stuðla að góðum matarvenjum og auka matargleði. Matmálstíma má einnig nota sem undirstöðu í kennsluefni um sjálfbærni, svo sem um það hvaðan maturinn kemur, hvernig hann er ræktaður, hvernig vinna má gegn matarsóun og nýta afganga í moltugerð. Upplýsingar um framleiðslu og matarsóun eru mikilvægur þáttur í bættum matarvenjum. Þannig má auka þekkingu nemenda og meðvitund um áhrif daglegrar neyslu tiltekinna fæðutegunda, neyslumynstur, uppruna matvæla og heilnæmi matar, en þetta eru lykilþættir í því að móta ábyrga neytendur framtíðarinnar ásamt því að kenna börnum að huga að heilsu sinni til langframa. Þá er að sjálfsögðu mikilvægt að fyrirbyggja að gripið verði til þess að nota unna, ódýrari matvöru til að framleiða skólamáltíðir. Samkvæmt upplýsingum frá umboðsmanni barna hefur töluvert verið rætt um skólamál og skólamáltíðir á barnaþingum liðinna ára. Áhersla hefur þar verið lögð á að öll börn ættu að fá mat, að hollur og góður matur eigi að vera ódýrari og að boðið sé upp á fjölbreyttara og betra fæði. Sjónarmið dýravelferðar hafa einnig komið fram í áherslum barnaþinga og einnig vilja nemendur fá að hafa aðkomu að ákvörðunum um hvað er í matinn í skólanum. Í skýrslu norskra heilbrigðisyfirvalda um áhrif endurgjaldslausra skólamáltíða kemur m.a. fram að jákvæð áhrif megi greina með tilliti til bættrar næringar, betri námsárangurs og mætingar, lýðheilsu og mataröryggis. Samkvæmt annarri norskri rannsókn jókst neysla nemenda á hollum mat, sérstaklega þeirra með lægri félagslega og efnahagslega stöðu. Þar kom fram að hugsanlega gætu ókeypis skólamáltíðir dregið úr ójöfnuði í heilsu. Næring er þýðingarmikil fyrir þroska nemenda og starfsorku. Börn sem eru vel nærð og sæl hljóta að njóta skólagöngu sinnar betur. Skólamáltíðir eiga að standa öllum börnum til boða, óháð fjárhagsstöðu aðstandenda þeirra. Þau eiga að hafa skýlausan rétt til að njóta þeirrar líkamlegu, ekki síður en andlegu, næringar sem samfélagið er sammála um að sé forsenda lífs og starfs í lýðræðisþjóðfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Vinstri græn Mest lesið Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Holl og góð næring er grunnþáttur í þroska barna og ungmenna. Matarmenning og viðhorf til matar mótast einnig í grundvallaratriðum á skólaaldri. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir stuðla að jafnrétti, þar sem allir nemendur fá hollan og næringarríkan mat óháð stöðu forsjáraðila. Því getur skólamatur og stuðningur skólanna við mataruppeldi haft afgerandi áhrif á heilsufar til framtíðar. Með tillögu minni um gjaldfrjálsar skólamáltíðir er horft til þess að útvíkka hlutverk matmálstíma í skólum svo þeir verði gagnvirkur hluti af námi þar sem nemendur fræðast um mat og mataræði í samræmi við markmið aðalnámskrár grunnskóla í heimilisfræði. Þannig verður matur sem borðaður er í skólanum ekki einungis mikilvægur næringar- og orkugjafi heldur einnig hluti af sjálfbærnikennslu, næringarfræði og lífsleikni. Matartímar barna í grunnskólum einkennast því miður oftar en ekki af tímaskorti sem stuðlar ekki að góðum matarvenjum og getur ýtt undir streitu nemenda sem getur leitt til óheilbrigðs sambands við mat, til dæmis í formi átraskana af ýmsum toga. Börn eiga, rétt eins og annað fólk, að geta borðað í ró og notið matarins, jafnframt því að kynnast nýjum matvælum og læra að borða heilsusamlega. Með góðu og heilnæmu umhverfi og næringarríkum skólamáltíðum er hægt að stuðla að góðum matarvenjum og auka matargleði. Matmálstíma má einnig nota sem undirstöðu í kennsluefni um sjálfbærni, svo sem um það hvaðan maturinn kemur, hvernig hann er ræktaður, hvernig vinna má gegn matarsóun og nýta afganga í moltugerð. Upplýsingar um framleiðslu og matarsóun eru mikilvægur þáttur í bættum matarvenjum. Þannig má auka þekkingu nemenda og meðvitund um áhrif daglegrar neyslu tiltekinna fæðutegunda, neyslumynstur, uppruna matvæla og heilnæmi matar, en þetta eru lykilþættir í því að móta ábyrga neytendur framtíðarinnar ásamt því að kenna börnum að huga að heilsu sinni til langframa. Þá er að sjálfsögðu mikilvægt að fyrirbyggja að gripið verði til þess að nota unna, ódýrari matvöru til að framleiða skólamáltíðir. Samkvæmt upplýsingum frá umboðsmanni barna hefur töluvert verið rætt um skólamál og skólamáltíðir á barnaþingum liðinna ára. Áhersla hefur þar verið lögð á að öll börn ættu að fá mat, að hollur og góður matur eigi að vera ódýrari og að boðið sé upp á fjölbreyttara og betra fæði. Sjónarmið dýravelferðar hafa einnig komið fram í áherslum barnaþinga og einnig vilja nemendur fá að hafa aðkomu að ákvörðunum um hvað er í matinn í skólanum. Í skýrslu norskra heilbrigðisyfirvalda um áhrif endurgjaldslausra skólamáltíða kemur m.a. fram að jákvæð áhrif megi greina með tilliti til bættrar næringar, betri námsárangurs og mætingar, lýðheilsu og mataröryggis. Samkvæmt annarri norskri rannsókn jókst neysla nemenda á hollum mat, sérstaklega þeirra með lægri félagslega og efnahagslega stöðu. Þar kom fram að hugsanlega gætu ókeypis skólamáltíðir dregið úr ójöfnuði í heilsu. Næring er þýðingarmikil fyrir þroska nemenda og starfsorku. Börn sem eru vel nærð og sæl hljóta að njóta skólagöngu sinnar betur. Skólamáltíðir eiga að standa öllum börnum til boða, óháð fjárhagsstöðu aðstandenda þeirra. Þau eiga að hafa skýlausan rétt til að njóta þeirrar líkamlegu, ekki síður en andlegu, næringar sem samfélagið er sammála um að sé forsenda lífs og starfs í lýðræðisþjóðfélagi.
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun