Til stjórnar Breiðabliks Hjálmtýr Heiðdal skrifar 27. nóvember 2023 10:01 Þann 30. nóvember n.k. á knattspyrnulið Breiðabliks að leika gegn ísraelska liðinu Maccabi Tel Aviv. Af því tilefni sendi ég ykkur þetta bréf og áskorun um að hætta við fyrirhugaðan leik gegn Maccabi Tel Aviv. Heimurinn hefur að undanförnu horft með hryllingi á árásir Ísraelshers gegn íbúum Gazastrandarinnar. Engu er eirt, yfir ellefuþúsund Gazabúar drepnir í stórfelldum loftárásum og árásum skriðdrekasveita og stórskotaliðs sem skjóta á allt kvikt á einu þéttbýlasta svæði jarðarinnar. Þessi grimmilega hrina morða er réttlætt með því að það verði að „drepa alla Hamasliða“ eins og forsætisráðherra Ísraels sagði í upphafi innrásarinnar. En aðeins lítill hluti þeirra föllnu eru liðsmenn Hamas. Fórnarlömbin eru fyrst og fremst börn og mæður. Nær helmingur Gazabúa eru börn að aldri og stöðugar loftárásir og fallbyssuskothríð hefur leitt til dauða um sexþúsund barna auk þess eru á annað þúsund börn föst undir rústum heimila sinna og vonlítið að þau séu á lífi eftir marga daga án vatns og næringar. Hvaða afstöðu sem menn hafa gagnvart Hamas og aðgerðum þeirra þá getur engin manneskja með réttlætiskennd fallist á framferði Ísraelsstjórnar og hersins sem hún hefur sent á vettvang. Hrannmorð á börnum og almennum borgurum er stríðsglæpur sem aldrei má líða. Vestræn stjórnvöld hafa, þrátt fyrir margítrekuð brot Ísraels á alþjóðasáttmálum og Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna, slegið skjaldborg um framferði Ísraels með yfirlýsingum um að „Ísrael hefur rétt til að verja sig“. Þá hlýtur sú spurning að vakna - hvað er það sem Ísrael er að verja? Er það landránið á Vesturbakkanum? Er það bygging ólöglega aðskilnaðarmúrsins? Er það hið áratuga langa hernám og eyðilegging heimila Palestínumanna með stórvirkum jarðýtum, eða eru það morðin á tugþúsundum Palestínumanna sem hernámsliðið hefur drepið? Ísrael er í raun að verja allt þetta og einnig apartheidstefnuna, rasismann og nýlendustefnuna sem þeir framfylgja af æ meira krafti á Vesturbakkanum og hyggjast nú hertaka Gaza að fullu. Þegar stjórnvöld Vesturlanda bregðast ekki við brotum á alþjóðalögum með refsiaðgerðum líkt og gert er gagnvart Rússlandi núna og var gert á sínum tíma gagnvart stjórn aðskilnaðarstefnu grundvölluð á rasisma í S - Afríku, þá verður almenningur að taka til sinna ráða. Með því að þrýsta á stjórnvöld getur almenningur mögulega náð fram stefnubreytingu. En sterkasta vopnið í höndum almennings er víðtæk sniðganga á sviði menningarsamskipta, á sviði íþróttasamskipta og á sviði viðskipta. Sniðganga sem varir svo lengi sem ísraelsk stjórnvöld halda áfram að brjóta alþjóðasáttmála og mannréttindasáttmála sem kveða skýrt á að Palestínumönnum beri full mannréttindi og frelsi undan kúgun. Allir þeir leikmenn sem hingað koma á vegum Maccabi Tel Aviv eru á þeim aldri að þeir eru annaðhvort hermenn í her Ísraels eða í varaliði hersins. Ég skora á Breiðablik að hætta við fyrirhugaðan knattspyrnuleik gegn Maccabi Tel Aviv og senda með því skýr skilboð að íslenskt íþróttafólk styður mannréttindi. Höfundur er formaður FÍP. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Breiðablik Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þann 30. nóvember n.k. á knattspyrnulið Breiðabliks að leika gegn ísraelska liðinu Maccabi Tel Aviv. Af því tilefni sendi ég ykkur þetta bréf og áskorun um að hætta við fyrirhugaðan leik gegn Maccabi Tel Aviv. Heimurinn hefur að undanförnu horft með hryllingi á árásir Ísraelshers gegn íbúum Gazastrandarinnar. Engu er eirt, yfir ellefuþúsund Gazabúar drepnir í stórfelldum loftárásum og árásum skriðdrekasveita og stórskotaliðs sem skjóta á allt kvikt á einu þéttbýlasta svæði jarðarinnar. Þessi grimmilega hrina morða er réttlætt með því að það verði að „drepa alla Hamasliða“ eins og forsætisráðherra Ísraels sagði í upphafi innrásarinnar. En aðeins lítill hluti þeirra föllnu eru liðsmenn Hamas. Fórnarlömbin eru fyrst og fremst börn og mæður. Nær helmingur Gazabúa eru börn að aldri og stöðugar loftárásir og fallbyssuskothríð hefur leitt til dauða um sexþúsund barna auk þess eru á annað þúsund börn föst undir rústum heimila sinna og vonlítið að þau séu á lífi eftir marga daga án vatns og næringar. Hvaða afstöðu sem menn hafa gagnvart Hamas og aðgerðum þeirra þá getur engin manneskja með réttlætiskennd fallist á framferði Ísraelsstjórnar og hersins sem hún hefur sent á vettvang. Hrannmorð á börnum og almennum borgurum er stríðsglæpur sem aldrei má líða. Vestræn stjórnvöld hafa, þrátt fyrir margítrekuð brot Ísraels á alþjóðasáttmálum og Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna, slegið skjaldborg um framferði Ísraels með yfirlýsingum um að „Ísrael hefur rétt til að verja sig“. Þá hlýtur sú spurning að vakna - hvað er það sem Ísrael er að verja? Er það landránið á Vesturbakkanum? Er það bygging ólöglega aðskilnaðarmúrsins? Er það hið áratuga langa hernám og eyðilegging heimila Palestínumanna með stórvirkum jarðýtum, eða eru það morðin á tugþúsundum Palestínumanna sem hernámsliðið hefur drepið? Ísrael er í raun að verja allt þetta og einnig apartheidstefnuna, rasismann og nýlendustefnuna sem þeir framfylgja af æ meira krafti á Vesturbakkanum og hyggjast nú hertaka Gaza að fullu. Þegar stjórnvöld Vesturlanda bregðast ekki við brotum á alþjóðalögum með refsiaðgerðum líkt og gert er gagnvart Rússlandi núna og var gert á sínum tíma gagnvart stjórn aðskilnaðarstefnu grundvölluð á rasisma í S - Afríku, þá verður almenningur að taka til sinna ráða. Með því að þrýsta á stjórnvöld getur almenningur mögulega náð fram stefnubreytingu. En sterkasta vopnið í höndum almennings er víðtæk sniðganga á sviði menningarsamskipta, á sviði íþróttasamskipta og á sviði viðskipta. Sniðganga sem varir svo lengi sem ísraelsk stjórnvöld halda áfram að brjóta alþjóðasáttmála og mannréttindasáttmála sem kveða skýrt á að Palestínumönnum beri full mannréttindi og frelsi undan kúgun. Allir þeir leikmenn sem hingað koma á vegum Maccabi Tel Aviv eru á þeim aldri að þeir eru annaðhvort hermenn í her Ísraels eða í varaliði hersins. Ég skora á Breiðablik að hætta við fyrirhugaðan knattspyrnuleik gegn Maccabi Tel Aviv og senda með því skýr skilboð að íslenskt íþróttafólk styður mannréttindi. Höfundur er formaður FÍP.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar