Viðar Örn: Voru ráðþrota við varnarleik okkar Gunnar Gunnarsson skrifar 23. nóvember 2023 22:46 Viðar Örn var sáttur að leik loknum. Vísir Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var ánægður með sitt lið eftir 89-72 sigur á Stjörnunni í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. Hann sagði leikaðferð Hattar hafa gengið fullkomlega upp. „Ég er hrikalega ánægður og stoltur af mínum mönnum. Við vorum frábærir varnarlega. Við settum upp gott plan og héldum því. Þið sjáið að við dekkuðum Antti (Kanervo) mjög stíg, önduðum ofan í hálsmálið á honum öllum stundum en leyfðum annað. Við veðjuðum á það til að hægja á þeim og láta þeim fara að hugsa. Þannig tókum við taktinn úr þeirra leik,“ segir Viðar. Höttur hafði fulla stjórn á hraða leiksins. „Við töpuðum móti Val í síðustu viku. Þar vorum við frábærir í fyrri hálfleik en hikstuðum svo. Leikstjórnin hjá Obi (Trotter) og (Deontaye) Buskey var frábær. Mínir menn eru fljótir að læra. Þegar við gerum mistök þá er brugðist við á millileikja.“ Stjarnan reyndi að skipta um varnaraðferðir þegar á leið en tókst ekki að stöðva Hött. Þegar þrjár og hálf mínúta var eftir lentu Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði Stjörnunnar og Nemanja Knezevic, miðherji Hattar, í samstuði. Knezevic var studdur af velli en Ægir Þór fékk tvær tæknivillur og brottvísun eftir orðaskipti við dómarana. Á þeim kafla virtist flest allt sem kallast agi eða skipulag vera horfið úr leik Garðbæinga. „Ég held þeir hafi verið hálf ráðþrota við varnarleik okkar. Þeir urðu að gera eitthvað, reyndu svæðisvarnir og pressu til að hrista upp í leiknum. Þarna var ekki dæmd villa, þeir hlaupa saman hné í hné. Ægir er eðaldrengur og ætlar engan að meiða. Stjarnan varð að hleypa leiknum upp. Þeir eltu geðsveiflurnar í þjálfaranum sínum og voru þannig undir lokin.“ Höttur hefur núna unnið fimm leiki af átta og færist þar með upp að hlið Stjörnunnar og fleiri liða í efri helmingi deildarinnar. Það eru staður sem liðið hefur ekki verið áður á í úrvalsdeildarsögu sinni og umræðan um liðið virðist vera breytast. „Við áttum enga virðingu skilið þegar við fórum upp og niður. Við erum betri núna en við höfum verið. Það er örugglega borin virðing fyrir okkur en vonandi koma lið kærulaus til leiks því það er okkar hagur.“ En Viðar er yfirvegaður þegar hann er spurður um möguleika á úrslitakeppni. „Við spilum gegn Haukum í næsta leik. Þessir fimm sigrar verða aldrei teknir af okkur en við þurfum sigur eftir viku.“ Körfubolti Subway-deild karla Höttur Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Rúmenía | Taka á Rúmenum í Ólafssal Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Sjá meira
„Ég er hrikalega ánægður og stoltur af mínum mönnum. Við vorum frábærir varnarlega. Við settum upp gott plan og héldum því. Þið sjáið að við dekkuðum Antti (Kanervo) mjög stíg, önduðum ofan í hálsmálið á honum öllum stundum en leyfðum annað. Við veðjuðum á það til að hægja á þeim og láta þeim fara að hugsa. Þannig tókum við taktinn úr þeirra leik,“ segir Viðar. Höttur hafði fulla stjórn á hraða leiksins. „Við töpuðum móti Val í síðustu viku. Þar vorum við frábærir í fyrri hálfleik en hikstuðum svo. Leikstjórnin hjá Obi (Trotter) og (Deontaye) Buskey var frábær. Mínir menn eru fljótir að læra. Þegar við gerum mistök þá er brugðist við á millileikja.“ Stjarnan reyndi að skipta um varnaraðferðir þegar á leið en tókst ekki að stöðva Hött. Þegar þrjár og hálf mínúta var eftir lentu Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði Stjörnunnar og Nemanja Knezevic, miðherji Hattar, í samstuði. Knezevic var studdur af velli en Ægir Þór fékk tvær tæknivillur og brottvísun eftir orðaskipti við dómarana. Á þeim kafla virtist flest allt sem kallast agi eða skipulag vera horfið úr leik Garðbæinga. „Ég held þeir hafi verið hálf ráðþrota við varnarleik okkar. Þeir urðu að gera eitthvað, reyndu svæðisvarnir og pressu til að hrista upp í leiknum. Þarna var ekki dæmd villa, þeir hlaupa saman hné í hné. Ægir er eðaldrengur og ætlar engan að meiða. Stjarnan varð að hleypa leiknum upp. Þeir eltu geðsveiflurnar í þjálfaranum sínum og voru þannig undir lokin.“ Höttur hefur núna unnið fimm leiki af átta og færist þar með upp að hlið Stjörnunnar og fleiri liða í efri helmingi deildarinnar. Það eru staður sem liðið hefur ekki verið áður á í úrvalsdeildarsögu sinni og umræðan um liðið virðist vera breytast. „Við áttum enga virðingu skilið þegar við fórum upp og niður. Við erum betri núna en við höfum verið. Það er örugglega borin virðing fyrir okkur en vonandi koma lið kærulaus til leiks því það er okkar hagur.“ En Viðar er yfirvegaður þegar hann er spurður um möguleika á úrslitakeppni. „Við spilum gegn Haukum í næsta leik. Þessir fimm sigrar verða aldrei teknir af okkur en við þurfum sigur eftir viku.“
Körfubolti Subway-deild karla Höttur Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Rúmenía | Taka á Rúmenum í Ólafssal Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti