Afneitum ekki hryðjuverkum Birgir Þórarinsson skrifar 23. nóvember 2023 12:03 Höfundur fór fyrir skömmu til Ísraels og Palestínu og ræddi við þarlend stjórnvöld um átökin sem komin eru upp eftir hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael. Óbreyttir borgarar bæði í Palestínu og Ísrael hafa liðið ómældar þjáningar og mannfall er mikið, sérstaklega á Gasa. Þar dynja nú hörmungar yfir vegna loftárása Ísraels. Í Ísrael heimsótti ég, ásamt 16 öðrum þingmönnum frá Evrópu, samyrkjubú þar sem hryðjuverkamenn Hamas drápu alla þá sem á vegi þeirra urðu. Í einni íbúð voru 36 byssuskot á veggjum. Ég hlustaði á frásagnir ættingja sem lifðu af árásir og vitna um þennan ólýsanlega hrylling. Við sáum myndband sem liðsmenn Hamas tóku upp með búkmyndavélum sem sýnir hroðaverkin. Það hefur m.a. verið sýnt í breska þinginu. Ég gat ekki horft á það allt sökum hryllings. Má þar nefna þegar barnshafandi kona var skorin lifandi á kvið, fóstrið tekið og afhöfðað. Nokkrir þingmenn horfðu á það. Kornabarn var sömuleiðis afhöfðað og hefur höfuð þess ekki fundist. Unglingur var afhöfðaður með garðyrkjuverkfæri. Fjölskyldur voru brenndar lifandi. Konum var nauðgað. Enn hefur ekki verið hægt að bera kennsl á um 100 lík vegna bruna. Þar á meðal eru börn. Við sáum sömuleiðis kæligám sem hafði að geyma fjölmarga líkamsparta. Þeir sem ekki hafa séð eða heyrt af þessum hryðjuverkum Hamas geta ekki gert sér í hugarlund hvers konar viðurstyggð er hér á ferð. Því miður eru þeir til sem fullyrða að frásögn mín byggi á ósannindum og leitast við að gera ágreining um aðferðir Hamas til að myrða kornabörn. Þannig eru drápin orðið aukaatriði en aðferðin aðalatriðið. Ummælin verðskulda ekki andsvör. Staðreyndirnar liggja fyrir. Það er mikið áhyggjuefni þegar jafnvel velviljaðir einstaklingar afneita óhæfuverkum hryðjuverkasamtakanna Hamas gagnvart saklausu fólki, konum og börnum í Ísrael. Þeir hafa ekki farið á staðinn, ekki séð með eigin augum storknaða blóðpolla í barnarúmum, ekki hlustað á vitnisburði fólks sem sá voðaverkin og á um sárt að binda. Ekki séð myndbandsupptökur liðsmanna Hamas af voðaverkunum, sem eru jafnvel verri en illræmd ódæði hryðjuverkasamtakanna ISIS. Ég á þá einu von að fyrr eða síðar opnist augu þeirra. Að þeir rísi upp og fordæmi hryðjuverk og ómennsku gagnvart saklausu fólki, óháð þjóðerni og trú. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Höfundur fór fyrir skömmu til Ísraels og Palestínu og ræddi við þarlend stjórnvöld um átökin sem komin eru upp eftir hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael. Óbreyttir borgarar bæði í Palestínu og Ísrael hafa liðið ómældar þjáningar og mannfall er mikið, sérstaklega á Gasa. Þar dynja nú hörmungar yfir vegna loftárása Ísraels. Í Ísrael heimsótti ég, ásamt 16 öðrum þingmönnum frá Evrópu, samyrkjubú þar sem hryðjuverkamenn Hamas drápu alla þá sem á vegi þeirra urðu. Í einni íbúð voru 36 byssuskot á veggjum. Ég hlustaði á frásagnir ættingja sem lifðu af árásir og vitna um þennan ólýsanlega hrylling. Við sáum myndband sem liðsmenn Hamas tóku upp með búkmyndavélum sem sýnir hroðaverkin. Það hefur m.a. verið sýnt í breska þinginu. Ég gat ekki horft á það allt sökum hryllings. Má þar nefna þegar barnshafandi kona var skorin lifandi á kvið, fóstrið tekið og afhöfðað. Nokkrir þingmenn horfðu á það. Kornabarn var sömuleiðis afhöfðað og hefur höfuð þess ekki fundist. Unglingur var afhöfðaður með garðyrkjuverkfæri. Fjölskyldur voru brenndar lifandi. Konum var nauðgað. Enn hefur ekki verið hægt að bera kennsl á um 100 lík vegna bruna. Þar á meðal eru börn. Við sáum sömuleiðis kæligám sem hafði að geyma fjölmarga líkamsparta. Þeir sem ekki hafa séð eða heyrt af þessum hryðjuverkum Hamas geta ekki gert sér í hugarlund hvers konar viðurstyggð er hér á ferð. Því miður eru þeir til sem fullyrða að frásögn mín byggi á ósannindum og leitast við að gera ágreining um aðferðir Hamas til að myrða kornabörn. Þannig eru drápin orðið aukaatriði en aðferðin aðalatriðið. Ummælin verðskulda ekki andsvör. Staðreyndirnar liggja fyrir. Það er mikið áhyggjuefni þegar jafnvel velviljaðir einstaklingar afneita óhæfuverkum hryðjuverkasamtakanna Hamas gagnvart saklausu fólki, konum og börnum í Ísrael. Þeir hafa ekki farið á staðinn, ekki séð með eigin augum storknaða blóðpolla í barnarúmum, ekki hlustað á vitnisburði fólks sem sá voðaverkin og á um sárt að binda. Ekki séð myndbandsupptökur liðsmanna Hamas af voðaverkunum, sem eru jafnvel verri en illræmd ódæði hryðjuverkasamtakanna ISIS. Ég á þá einu von að fyrr eða síðar opnist augu þeirra. Að þeir rísi upp og fordæmi hryðjuverk og ómennsku gagnvart saklausu fólki, óháð þjóðerni og trú. Höfundur er alþingismaður.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun