Líður að tíðum Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar 20. nóvember 2023 10:01 Tilvera okkar er undarlegt ferðalag, við erum gestir og hótel okkar er jörðin. En þó látum við líkt og við séum með tögl og hagldir í óskoruðum eignarrétti. Viðhorf er vald og nú þegar líður að tíðum er við hæfi að líta inn á við og opna hjörtu vor. Við höfum þann einstaka mátt að geta verið það samfélag sem við viljum búa í. Það veltur þó á okkur sjálfum. Innri ró og friður endurspeglar jafnvægi á milli líkama, anda og sálar. Hversu oft ferðu í leikfimi? Sinnir þú anda og sál jafn oft? Næring, hvíld og hreyfing er önnur þrenning sem hægt er að styðja sig við á Vegferðinni Lífinu. Hvernig nærir þú sálina? Hvernig hvílir þú andann? Hafa hjóm, síbylja og úreld hjólför fyrri tíma óheft aðgengi að þér? Ferðast þú létt og lipurt eða þungt og umfangsmikið? Aðdragandi vetrarsólstaðna 21. desember - hinnar upprunalegu og raunverulegu hátíðar Ljóssins - og samliggjandi hátíðardaga eru fullkomið tækifæri til að hlú að, næra og hvíla okkur – á líkama, anda og sál. Með því að sinna okkur sem manneskjum hlúum við að og nærum samfélögin stór og smá sem við tilheyrum – fjölskyldu, vini, vinnu, áhugamál, sjálfboðaliðastarf o.s.frv. Tökum ábyrgð á hlutverkum okkar sem gestir, göngum vel um hótelið og verum þau Ljós sem okkur er ætlað að vera. Við erum elskuð, vernduð og leidd – hvert og eitt dýrmæt, einstök og fágæt. Ferðumst saman sem slík. Lífsbókin(Lag / texti: Bergþóra Árnadóttir / Laufey Jakobsdóttir ) Ljúktu nú upp lífsbókinni,lokaðu ekki sálina inni.Leyfðu þeim í ljóði og myndumleika ofar hæstu tindum. Svipta burtu svikahulu,syngja aftur gamla þulu.Líta bæði ljós og skugga,langa til að bæta og hugga. Breyta þeim sem böli valda,breyta stríði margra alda.Breyta þeim sem lygin lamar,leiða vit og krafta framar. Gull og metorð gagna ekkigangir þú með sálarflekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Hrund Pétursdóttir Heilsa Geðheilbrigði Ástin og lífið Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Tilvera okkar er undarlegt ferðalag, við erum gestir og hótel okkar er jörðin. En þó látum við líkt og við séum með tögl og hagldir í óskoruðum eignarrétti. Viðhorf er vald og nú þegar líður að tíðum er við hæfi að líta inn á við og opna hjörtu vor. Við höfum þann einstaka mátt að geta verið það samfélag sem við viljum búa í. Það veltur þó á okkur sjálfum. Innri ró og friður endurspeglar jafnvægi á milli líkama, anda og sálar. Hversu oft ferðu í leikfimi? Sinnir þú anda og sál jafn oft? Næring, hvíld og hreyfing er önnur þrenning sem hægt er að styðja sig við á Vegferðinni Lífinu. Hvernig nærir þú sálina? Hvernig hvílir þú andann? Hafa hjóm, síbylja og úreld hjólför fyrri tíma óheft aðgengi að þér? Ferðast þú létt og lipurt eða þungt og umfangsmikið? Aðdragandi vetrarsólstaðna 21. desember - hinnar upprunalegu og raunverulegu hátíðar Ljóssins - og samliggjandi hátíðardaga eru fullkomið tækifæri til að hlú að, næra og hvíla okkur – á líkama, anda og sál. Með því að sinna okkur sem manneskjum hlúum við að og nærum samfélögin stór og smá sem við tilheyrum – fjölskyldu, vini, vinnu, áhugamál, sjálfboðaliðastarf o.s.frv. Tökum ábyrgð á hlutverkum okkar sem gestir, göngum vel um hótelið og verum þau Ljós sem okkur er ætlað að vera. Við erum elskuð, vernduð og leidd – hvert og eitt dýrmæt, einstök og fágæt. Ferðumst saman sem slík. Lífsbókin(Lag / texti: Bergþóra Árnadóttir / Laufey Jakobsdóttir ) Ljúktu nú upp lífsbókinni,lokaðu ekki sálina inni.Leyfðu þeim í ljóði og myndumleika ofar hæstu tindum. Svipta burtu svikahulu,syngja aftur gamla þulu.Líta bæði ljós og skugga,langa til að bæta og hugga. Breyta þeim sem böli valda,breyta stríði margra alda.Breyta þeim sem lygin lamar,leiða vit og krafta framar. Gull og metorð gagna ekkigangir þú með sálarflekki.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar