Uppbygging um alla borg Pawel Bartoszek skrifar 17. nóvember 2023 11:01 Þessa stundina eru 2853 íbúðir í byggingu í Reykjavík. Uppbyggingin á sér stað um alla borg en stærstu stöku reitirnir eru Heklureitur, Orkureitur og Grensásvegur 1. Þá er byrjað að byggja í Ártúnshöfða, í hverfi þar sem nokkur þúsund íbúðir mun rísa á næstu árum, og nýframkvæmdir eru enn í fullum gangi í Vogabyggð og í Úlfarsárdal. Yfir 5.000 íbúðir skipulagðar Þetta eru bara þeir staðir þar sem hamarshögg heyrist. Hægt er að hefja byggingu á 2.708 íbúðum sem eru á byggingarhæfum lóðum. Þetta eru til dæmis lóðir fyrir 450 íbúðir Hlíðarenda, 300 íbúðir í Gufunesi og 200 á Kirkjusandi, svo eitthvað sé nefnt. Í samþykktu skipulagi (þar sem verið er að gera lóðirnar klárar) eru síðan 2.705 íbúðir. Stærstu svæðin þar eru Skerjafjörður og Ártúnshöfði. Lengra inn í framtíðina eru svæði þar sem verið er að vinna að skipulagi, stærst þeirra er Keldnalandið með yfir 3.500 íbúðir en einnig er vert að nefna Kringlusvæðið og Veðurstofuhæð. Eggjunum dreift Punkturinn með allri þessari upptalningu er þessi. Reykjavík hefur ekki sett öll eggin í sömu körfuna. Eggjunum hefur verið dreift um alla borg. Fyrir vikið hefur uppbyggingin í borginni verið stöðug og útlit er fyrir að yfir 1.000 íbúðir verði teknar í notkun í borginni í ár, fimmta árið í röð. Við í Viðreisn erum stolt af okkar hlutdeild og okkar árangri í þessum málaflokki. Á framboðshliðinni eru engar töfralausnir aðrar en þær að tryggja að þessi skynsamlega og stöðuga uppbygging haldi áfram. Viðreisn mun halda áfram að vinna því að nóg sé skipulagt af nýjum lóðum víðsvegar um borgina, að nóg sé byggt og að nóg komi inn á hinn almenna markað til að nýir kaupendur hafi úr nógu að velja. Þannig tryggjum við stöðuleikann í framboðinu. Viðbót að lokum: Til að tryggja stöðugleika í eftirspurninni þurfum við síðan “bara” að taka upp nýjan gjaldmiðil og komast í stöðugra vaxtaumhverfi til að reglulegar gengissveiflur og verðbólguskot éti ekki upp kaupmáttinn okkar á nokkurra ára fresti. En það er efni í aðra grein. Höfundur er borgarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Reykjavík Borgarstjórn Húsnæðismál Byggingariðnaður Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Þessa stundina eru 2853 íbúðir í byggingu í Reykjavík. Uppbyggingin á sér stað um alla borg en stærstu stöku reitirnir eru Heklureitur, Orkureitur og Grensásvegur 1. Þá er byrjað að byggja í Ártúnshöfða, í hverfi þar sem nokkur þúsund íbúðir mun rísa á næstu árum, og nýframkvæmdir eru enn í fullum gangi í Vogabyggð og í Úlfarsárdal. Yfir 5.000 íbúðir skipulagðar Þetta eru bara þeir staðir þar sem hamarshögg heyrist. Hægt er að hefja byggingu á 2.708 íbúðum sem eru á byggingarhæfum lóðum. Þetta eru til dæmis lóðir fyrir 450 íbúðir Hlíðarenda, 300 íbúðir í Gufunesi og 200 á Kirkjusandi, svo eitthvað sé nefnt. Í samþykktu skipulagi (þar sem verið er að gera lóðirnar klárar) eru síðan 2.705 íbúðir. Stærstu svæðin þar eru Skerjafjörður og Ártúnshöfði. Lengra inn í framtíðina eru svæði þar sem verið er að vinna að skipulagi, stærst þeirra er Keldnalandið með yfir 3.500 íbúðir en einnig er vert að nefna Kringlusvæðið og Veðurstofuhæð. Eggjunum dreift Punkturinn með allri þessari upptalningu er þessi. Reykjavík hefur ekki sett öll eggin í sömu körfuna. Eggjunum hefur verið dreift um alla borg. Fyrir vikið hefur uppbyggingin í borginni verið stöðug og útlit er fyrir að yfir 1.000 íbúðir verði teknar í notkun í borginni í ár, fimmta árið í röð. Við í Viðreisn erum stolt af okkar hlutdeild og okkar árangri í þessum málaflokki. Á framboðshliðinni eru engar töfralausnir aðrar en þær að tryggja að þessi skynsamlega og stöðuga uppbygging haldi áfram. Viðreisn mun halda áfram að vinna því að nóg sé skipulagt af nýjum lóðum víðsvegar um borgina, að nóg sé byggt og að nóg komi inn á hinn almenna markað til að nýir kaupendur hafi úr nógu að velja. Þannig tryggjum við stöðuleikann í framboðinu. Viðbót að lokum: Til að tryggja stöðugleika í eftirspurninni þurfum við síðan “bara” að taka upp nýjan gjaldmiðil og komast í stöðugra vaxtaumhverfi til að reglulegar gengissveiflur og verðbólguskot éti ekki upp kaupmáttinn okkar á nokkurra ára fresti. En það er efni í aðra grein. Höfundur er borgarfulltrúi Viðreisnar.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun