Fyrir leikinn var Genoa í fimmtánda sæti deildarinnar með ellefu stig á meðan Cagliari var í næst neðsta sætinu með sex stig.
Eftir markalausan fyrri hálfleik var það Cagliari sem náði forystunni í byrjun seinni hálfleiks með marki frá Nicolas Viola sem var nýkominn inn af varamannabekknum.
Albert Guðmundsson steig þá upp og jafnaði metin nokkrum mínútum síðar eða á 51. mínútu og því allt orðið jafnt aftur.
En það var svo Gabriele Zappa sem náði forystunni fyrir Cagliari á nýjan leik á 68. mínútu og reyndist það síðasta mark leiksins og því sigur Cagliari staðreynd sem er komið í sautjánda sæti deildarinnar með níu stig á meðan Genoa er enn í fimmtánda sætinu með ellefu stig.
GOOOOOOOOOOOOOOOOL
— Genoa CFC (@GenoaCFC) November 5, 2023
51 | ALBERT#CagliariGenoa 1 -1 pic.twitter.com/fVXj6IrkjT