Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2025 09:32 Jack Grealish, leikmaður Manchester City, er einn af því sem hefur komið því í tísku að spila með litlar legghlífar. Getty/Visionhaus Það er skylda í fótbolta að spila með legghlífar en nýjasta æðið er að nota pínulitlar legghlífar til að fylgja þessari reglu. Norska knattspyrnusambandið ætlar að skera upp herör gegn slíku. Það leynir sér ekki að þessar litlu barnalegghlífar eru ekki mikil vörn gegn hörðum tæklingum andstæðinganna og því fylgir því aukin meiðslahætta að spila með slíkar skeljar. Það er hins vegar á ábyrgð leikmanna að mæta til leiks í réttum keppnisbúningi og svo gæti farið að dómarar neiti leikmönnum að fara inn á völlinn nema að þeir spili með legghlífar í fullri stærð. Norska ríkisútvarpið fjallar um þessa nýju herferð norska sambandsins. Fyrirsögnin á greininni hjá NRK:Skjámynd/NRK „Þessar eru mjög þægilegar og þessa vegna nota ég þær,“ sagði Joakim Nundal, leikmaður Sogndal, við NRK en hann er einn af þessum sem nota þessar barnalegghlífar. Hann er langt frá því að vera sá eini enda er þetta í tísku þökk sé leikmönnum eins og Jack Grealish hjá Manchester City og Trent Alexander-Arnold hjá Liverpool. Nundal er ekki í vafa að leikmenn horfa þangað. „Stóru stjörnurnar í boltanum eru að nota svona hlífar,“ sagði Nundal. „Þetta er ekki nægileg vörn. Sumir dómarar hafa sagt frá því að þeir hafi séð leikmenn með samanbrotin dagblöð inn á sokkunum í stað legghlífa. Þetta er vaxandi vandamál,“ sagði Jan Olav Knutsen hjá norska knattspyrnusambandinu. Leikmenn þrettán til sextán ára mega nota minnstu stærð af legghlífum, leikmenn sextán til nítján ára mega nota legghlífar sem eru frá miðstæð til fullorðinstærðar en leikmenn eldri en nítján ára eiga síðan að nota legghlífar í fullri stærð. Norska sambandið telur aukna meiðslahættu fylgja þessu og þá sé hætt við því að leikmenn verði af tryggingargreiðslum verði uppvísir að nota ekki fulla vörn. „Við reiknum með því að þeir leikmenn sem taka ekki legghlífar sínar alvarlega séu í meiri hættu á að meiðast heldur en þeir sem nota fulla vörn,“ sagði Knutsen. „Ég er ekki að plana það að skipta yfir í stærri legghlífar. Þeir hafa ekki verið svo harðir á þessun hingað til þannig að svo framarlega sem ég kemst upp með þetta þá er í fínu lagi að nota þessar litlu legghlífar,“ sagði Nundal. Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Sjá meira
Það leynir sér ekki að þessar litlu barnalegghlífar eru ekki mikil vörn gegn hörðum tæklingum andstæðinganna og því fylgir því aukin meiðslahætta að spila með slíkar skeljar. Það er hins vegar á ábyrgð leikmanna að mæta til leiks í réttum keppnisbúningi og svo gæti farið að dómarar neiti leikmönnum að fara inn á völlinn nema að þeir spili með legghlífar í fullri stærð. Norska ríkisútvarpið fjallar um þessa nýju herferð norska sambandsins. Fyrirsögnin á greininni hjá NRK:Skjámynd/NRK „Þessar eru mjög þægilegar og þessa vegna nota ég þær,“ sagði Joakim Nundal, leikmaður Sogndal, við NRK en hann er einn af þessum sem nota þessar barnalegghlífar. Hann er langt frá því að vera sá eini enda er þetta í tísku þökk sé leikmönnum eins og Jack Grealish hjá Manchester City og Trent Alexander-Arnold hjá Liverpool. Nundal er ekki í vafa að leikmenn horfa þangað. „Stóru stjörnurnar í boltanum eru að nota svona hlífar,“ sagði Nundal. „Þetta er ekki nægileg vörn. Sumir dómarar hafa sagt frá því að þeir hafi séð leikmenn með samanbrotin dagblöð inn á sokkunum í stað legghlífa. Þetta er vaxandi vandamál,“ sagði Jan Olav Knutsen hjá norska knattspyrnusambandinu. Leikmenn þrettán til sextán ára mega nota minnstu stærð af legghlífum, leikmenn sextán til nítján ára mega nota legghlífar sem eru frá miðstæð til fullorðinstærðar en leikmenn eldri en nítján ára eiga síðan að nota legghlífar í fullri stærð. Norska sambandið telur aukna meiðslahættu fylgja þessu og þá sé hætt við því að leikmenn verði af tryggingargreiðslum verði uppvísir að nota ekki fulla vörn. „Við reiknum með því að þeir leikmenn sem taka ekki legghlífar sínar alvarlega séu í meiri hættu á að meiðast heldur en þeir sem nota fulla vörn,“ sagði Knutsen. „Ég er ekki að plana það að skipta yfir í stærri legghlífar. Þeir hafa ekki verið svo harðir á þessun hingað til þannig að svo framarlega sem ég kemst upp með þetta þá er í fínu lagi að nota þessar litlu legghlífar,“ sagði Nundal.
Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Sjá meira