Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. febrúar 2025 21:01 Sigvaldi Björn sýndi sínar bestu hliðar. Beate Oma Dahle/NTB Sigvaldi Björn Guðjónsson fór mikinn þegar Kolstad lagði Magdeburg óvænt í Meistaradeild Evrópu karla í handbolta. Þá átti Janus Daði Smárason góðan leik þegar Pick Szeged gerði jafntefli við Barcelona. Eftir jafnan fyrri hálfleik í Noregi var það Kolstad sem leiddi með einu marki í hálfleik, staðan þá 15-14. Í síðari hálfleik voru það áfram heimamenn sem voru með undirtökin og unnu þeir á endanum óvæntan fjögurra marka sigur, lokatölur 31-27. Sigvaldi Björn var svo gott sem óstöðvandi í liði Kolstad en hann skoraði 10 mörk og gaf eina stoðsendingu. Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði eitt mark í liði heimamanna á meðan hvorki bróðir hans Arnór Snær né Sveinn Jóhannsson komust á blað. Hvað gestina varðar þá voru Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson hvorugur með. Í Ungverjalandi var Barcelona í heimsókn og fór það svo að leiknum lauk með 29-29 jafntefli. Janus Daði skoraði fjögur mörk ásamt því að gefa þrjár stoðsendingar. Aðeins Mario Šoštarić kom að jafn mörgum mörkum í liði heimamanna. A heart-stopping finish in Szeged. The defending champions @FCBhandbol 🔵🔴 rescue 1 point with 𝟮 𝗴𝗼𝗮𝗹𝘀 𝗶𝗻 𝘁𝗵𝗲 𝗹𝗮𝘀𝘁 𝗺𝗶𝗻𝘂𝘁𝗲!#CLM #handball #ehfcl pic.twitter.com/xMM2res0u7— EHF Champions League (@ehfcl) February 27, 2025 Báðir leikirnir voru í B-riðli Meistaradeildarinnar og er staðan þannig að Pick Szeged er í 4. sæti með 13 stig að loknum jafn mörgum leikjum. Magdeburg er með 11 stig í 5. sæti líkt og Kolstad sem er sæti neðar. Öll liðin hafa leikið 13 leiki og aðeins ein umferð eftir. Alls eru leiknir 14 leikir í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Að þeim loknum fara efstu tvö liðin í báðum riðlum beint í 8-liða úrslit á meðan liðin í 3. til 6. sæti fara í umspil um sæti í 8-liða úrslitum. Þá skoraði Guðmundur Bragi Ástþórsson tvö mörk þegar Bjerringbro-Silkeborg og Sönderjyske gerðu jafntefli í efstu deild Danmerkur, lokatölur 31-31. Guðmundur Bragi og félagar sitja nú í 5. sæti með 23 stig að loknum 20 leikjum. Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Körfubolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Fótbolti Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Sjá meira
Eftir jafnan fyrri hálfleik í Noregi var það Kolstad sem leiddi með einu marki í hálfleik, staðan þá 15-14. Í síðari hálfleik voru það áfram heimamenn sem voru með undirtökin og unnu þeir á endanum óvæntan fjögurra marka sigur, lokatölur 31-27. Sigvaldi Björn var svo gott sem óstöðvandi í liði Kolstad en hann skoraði 10 mörk og gaf eina stoðsendingu. Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði eitt mark í liði heimamanna á meðan hvorki bróðir hans Arnór Snær né Sveinn Jóhannsson komust á blað. Hvað gestina varðar þá voru Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson hvorugur með. Í Ungverjalandi var Barcelona í heimsókn og fór það svo að leiknum lauk með 29-29 jafntefli. Janus Daði skoraði fjögur mörk ásamt því að gefa þrjár stoðsendingar. Aðeins Mario Šoštarić kom að jafn mörgum mörkum í liði heimamanna. A heart-stopping finish in Szeged. The defending champions @FCBhandbol 🔵🔴 rescue 1 point with 𝟮 𝗴𝗼𝗮𝗹𝘀 𝗶𝗻 𝘁𝗵𝗲 𝗹𝗮𝘀𝘁 𝗺𝗶𝗻𝘂𝘁𝗲!#CLM #handball #ehfcl pic.twitter.com/xMM2res0u7— EHF Champions League (@ehfcl) February 27, 2025 Báðir leikirnir voru í B-riðli Meistaradeildarinnar og er staðan þannig að Pick Szeged er í 4. sæti með 13 stig að loknum jafn mörgum leikjum. Magdeburg er með 11 stig í 5. sæti líkt og Kolstad sem er sæti neðar. Öll liðin hafa leikið 13 leiki og aðeins ein umferð eftir. Alls eru leiknir 14 leikir í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Að þeim loknum fara efstu tvö liðin í báðum riðlum beint í 8-liða úrslit á meðan liðin í 3. til 6. sæti fara í umspil um sæti í 8-liða úrslitum. Þá skoraði Guðmundur Bragi Ástþórsson tvö mörk þegar Bjerringbro-Silkeborg og Sönderjyske gerðu jafntefli í efstu deild Danmerkur, lokatölur 31-31. Guðmundur Bragi og félagar sitja nú í 5. sæti með 23 stig að loknum 20 leikjum.
Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Körfubolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Fótbolti Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Sjá meira