Íslenski boltinn

Atli Sigur­jóns fram­lengir við KR

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Atli Sigurjónsson er einn leikjahæsti leikmaður KR í efstu deild.
Atli Sigurjónsson er einn leikjahæsti leikmaður KR í efstu deild. vísir/anton

Fótboltamaðurinn Atli Sigurjónsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við KR.

Atli kom upphaflega til KR frá Þór Ak. 2012 en fór til Breiðabliks 2015. Atli sneri aftur í Vesturbæinn 2017 en var lánaður til Þórs seinni hluta tímabilsins. 

Hann hefur síðan leikið með KR frá 2018 og verið í stóru hlutverki hjá liðinu. Alls hefur Atli leikið 238 leiki í efstu deild, þar af 188 fyrir KR, og skorað 36 mörk. Á síðasta tímabili lék hann 23 af 27 leikjum KR-inga í Bestu deildinni og skoraði fjögur mörk.

Atli, sem er 33 ára, varð Íslandsmeistari með KR 2013 og 2019 og bikarmeistari 2012 og 2014.

KR endaði í 8. sæti Bestu deildarinnar í fyrra. Liðið mætir KA fyrir norðan í 1. umferð Bestu deildarinnar 6. apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×