Ég skil ekki Hlédís Sveinsdóttir skrifar 5. nóvember 2023 08:31 Við lifum á tímum upplýsinga. Ef við kærum okkur um getum við kynnt okkur sögu Palestínu, tilurð Ísraelsríkis og allt það sem hefur gerst síðan. Við fáum upplýsingar í rauntíma um hvað er að gerast á þessu svæði akkúrat núna. Það er til fullt af upplýsingum um síðustu áratugi. Bæði frá fræðasamfélaginu og opinberum stofnunum sem hafa til dæmis haldið utan um mannfall beggja megin, ólöglegar landtökubyggðir Ísraela, áhrif aðskilnaðarmúrsins og fleiri „aðgerðir” í gegnum árin. Töluleg gögn frá fagfólki. Samt kjósa einhverjir að láta eins og þetta sé svo flókið að það sé ekki hægt að taka afstöðu. Hvað er það sem er svona flókið? Ef gögn frá Sameinuðu þjóðunum eru ekki marktæk, er Ísraelsríki þá marktækt? – það á tilurð sína Sameinuðu þjóðunum að þakka. Einhverjir kjósa að láta eins þetta hafi allt byrjað 7. október í ár þegar Hamas gerði viðurstyggilega árás á ísraelska borgara. Ég fordæmi þau hryllilegu morð. En það getur varla talist upphaf að neinu er það? Meira sönnun á því að ofbeldi kallar á ofbeldi. Einhverjir hafa líka áhyggjur af því að hinn almenni gyðingur verði fyrir aðkasti á förnum vegi. Oft er þetta sama fólkið og telur Hamas ábyrgt fyrir „aðgerðum“ Ísraela á Gaza núna. Ef þau rök eru gild ættu sömu rök ekki að eiga við alltaf? Gegndarlaus dráp Ísraelshers á saklausu fólki ættu samkvæmt því að kalla á andúð almennings og framkoma Ísraelsríkis í gegnum árin ætti þá líka að kalla fram andúð íbúa Palestínu. Eða eru gyðingar alltaf fórnarlömb? Staðreyndin er nefnilega sú að þetta á sér langan aðdraganda og alþjóðasamfélagið virðist vera meðvitað um það hryllilega ofbeldi sem íbúar Palestínu búa við dag frá degi og hafa gert síðustu 75 árin. Skrásetningin er til staðar, dómar hafa fallið en Ísraelar láta sér ekki segjast. Tímalína: 1947 Sameinuðu þjóðirnar skipta Palestínu upp í tvö ríki, annars vegar Araba og hins vegar Gyðinga. 1948 lýsti Ísraelsríki yfir sjálfstæði og lagði undir sig megnið af því landsvæði sem áður tilheyrði Palestínuumdæmi Breta. 1967 Ísraelsríki hernemur Vesturbakkann, Gazaströndina og Gólanhæðir í sex daga stríðinu. 1987 er Hamas stofnað til að berjast gegn Ísrael með það að markmiði að frelsa Palestínu og að veita palestínskum íbúum á hernumdum svæðum félagslega aðstoð. 2004 Ísrael byggir aðskilnaðarmúr sem er dæmdur ólöglegur samkvæmt Genfarsáttmálanum og öðrum alþjóðalögum sem Ísrael er aðili að. Múrinn er skýlaust brot á samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Alþjóðadómstóllinn í Haag úrskurðar í febrúar 2004 að byggingu múrsins skyldi tafarlaust hætt, hann skuli rifinn og fórnarlömbum byggingu hans – m.a. þeir sem misst hafa hús sín, jarðir og atvinnu – skuli tafarlaust verða greiddar bætur. Ályktun Alþjóðadómstólsins segir að það sé skylda allra ríkja sem eiga aðild að Genfarsáttmálanum og sáttmála Sameinuðu þjóðanna um verndun borgara á stríðstímum að virða stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og sjá til þess að Ísraelar fari að alþjóðalögum og fari eftir úrskurði dómstólsins. 2004 Íbúar Palestínu eiga bara eftir 22% af því landi sem upphaflega var í skiptingu Sameinuðu þjóðanna og lifa í aðskildum og einangruðum gettóum. Umkringdir ísraelska hernum og ísraelsku landtökufólki. 2008 -2009 Ísraelsher fer í aðgerðina “The Gaza war” sem stóð í þrjár vikur. Þar létust 1.417 íbúar Palestínu og 13 Ísraelar. 2008- 2020 eru 5.600 Palestínumenn drepnir og 115.000 særðir samkvæmt gögnum Sameinuðu þjóðanna (OCHA). 2008 -2020 eru 250 Ísraelar drepnir og 5.600 særðir samkvæmt gögnum Sameinuðu þjóðanna (OCHA). 2012 Ísraelsher fer í aðgerðina “Operation Pillar of Defense” en þar voru 174 íbúar Palestínu drepnir og hundruð særðir. 2014 Ísraelsher fer í aðgerðina „Protective Edge“ á Gaza. Á sjö vikum eru 2.000 íbúar Palestínu drepnir. Óbreyttir borgarar og börn. Þúsundir særðir. 2017 Ísraelar búnir að taka yfir 100.000 hektara frá palestínsku þjóðinni. Þú stelur ekki landi átakalaust, það krefst ofbeldis og drápa. Þá höfðu 50.000 palestínsk heimili verið rifin og eyðilögð af Ísraelum í því sem kallað er OPT (Occupied Palestinian Territory). 2021 og 2022 gáfu Mannréttindavaktin og Amnesty International út skýrslur þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að framgangur Ísraela gagnvart hernámssvæðum sínum í Palestínu félli undir lagalega skilgreiningu á kynþáttaaðskilnaðarstefnu í skilningi Rómarsamþykktar um Alþjóðlega sakamáladómstólinn. 2023 Landrán Ísraela er stöðugt og í byrjun þessa árs tilkynnti forsætisráðherra Ísraels áform um að reisa 10.000 ný íbúðarhús á landtökubyggðum á Vesturbakkanum og lögleiða níu ólöglegar landtökubyggðir afturvirkt. 2023 Hamas ræðst á Ísraela. Drepur 1.400 manns. Ísraelar svara og eru nú búnir að drepa 9.227 íbúa Palestínu þegar þetta er skrifað. Af þeim eru 3.826 börn. Særðir eru 23.5126 meðal annars börn með fjórðastigs bruna af völdum nýrrar gerðar af sprengjum sem Bandaríkin eru meðal annars að styrkja Ísrael með. Þeir sprengja sjúkrahús, skóla, sjúkrabíla og flóttamannabúðir. Inn í þessum tölum hér að ofan eru ekki afleidd dauðsföll öll þessi ár vegna lélegra lífsskilyrða í kjölfar hernáms Ísraelshers með aðskilnaðarmúr, upptöku auðlinda eins og vatns og vegatálmunum (checkpoints). Ekkert hefur breyst á öllum þessum tíma. Ísraelar fara ekki að kröfum alþjóðasamfélagsins um að láta af landráni, aðskilnaðarstefnu, ofbeldi, niðurlægingu og kúgun. Öll þessi ár hefur Ísraelsríki hagað sér nákvæmlega eins og því sýnist. Það er alltaf rétt að fordæma ofbeldi, en er þá ekki rétt að fordæma það í samræmi við ofbeldisverk? Þar er skiptingin ekki jöfn. Atburðarásin síðustu áratugi er ekki á ábyrgð Palestínu. Atburðarásin núna er ekki á ábyrgð Palestínu. Atburðarásin sem verður í kjölfar þessa alls er ekki á ábyrgð Palestínu. Það er bara einn gerandi í þessu ofbeldissambandi - og mjög margir meðvirkir. Ég skil ekki hvers vegna tölulegar staðreyndir ná ekki til allraþegar kemur að þessu málefni. Ég skil ekki hvernig fólk getur skrifað þessar hörmungar á Hamas og/eða íbúa Palestínu. Ég skil ekki máttleysi alþjóðasamfélagsins og öryggisbandalags SÞ. Ég skil ekki hvernig við getum setið hjá. Ég skil ekki hvað er svona flókið. Ég skil ekki. Höfundur er manneskja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hlédís Sveinsdóttir Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Við lifum á tímum upplýsinga. Ef við kærum okkur um getum við kynnt okkur sögu Palestínu, tilurð Ísraelsríkis og allt það sem hefur gerst síðan. Við fáum upplýsingar í rauntíma um hvað er að gerast á þessu svæði akkúrat núna. Það er til fullt af upplýsingum um síðustu áratugi. Bæði frá fræðasamfélaginu og opinberum stofnunum sem hafa til dæmis haldið utan um mannfall beggja megin, ólöglegar landtökubyggðir Ísraela, áhrif aðskilnaðarmúrsins og fleiri „aðgerðir” í gegnum árin. Töluleg gögn frá fagfólki. Samt kjósa einhverjir að láta eins og þetta sé svo flókið að það sé ekki hægt að taka afstöðu. Hvað er það sem er svona flókið? Ef gögn frá Sameinuðu þjóðunum eru ekki marktæk, er Ísraelsríki þá marktækt? – það á tilurð sína Sameinuðu þjóðunum að þakka. Einhverjir kjósa að láta eins þetta hafi allt byrjað 7. október í ár þegar Hamas gerði viðurstyggilega árás á ísraelska borgara. Ég fordæmi þau hryllilegu morð. En það getur varla talist upphaf að neinu er það? Meira sönnun á því að ofbeldi kallar á ofbeldi. Einhverjir hafa líka áhyggjur af því að hinn almenni gyðingur verði fyrir aðkasti á förnum vegi. Oft er þetta sama fólkið og telur Hamas ábyrgt fyrir „aðgerðum“ Ísraela á Gaza núna. Ef þau rök eru gild ættu sömu rök ekki að eiga við alltaf? Gegndarlaus dráp Ísraelshers á saklausu fólki ættu samkvæmt því að kalla á andúð almennings og framkoma Ísraelsríkis í gegnum árin ætti þá líka að kalla fram andúð íbúa Palestínu. Eða eru gyðingar alltaf fórnarlömb? Staðreyndin er nefnilega sú að þetta á sér langan aðdraganda og alþjóðasamfélagið virðist vera meðvitað um það hryllilega ofbeldi sem íbúar Palestínu búa við dag frá degi og hafa gert síðustu 75 árin. Skrásetningin er til staðar, dómar hafa fallið en Ísraelar láta sér ekki segjast. Tímalína: 1947 Sameinuðu þjóðirnar skipta Palestínu upp í tvö ríki, annars vegar Araba og hins vegar Gyðinga. 1948 lýsti Ísraelsríki yfir sjálfstæði og lagði undir sig megnið af því landsvæði sem áður tilheyrði Palestínuumdæmi Breta. 1967 Ísraelsríki hernemur Vesturbakkann, Gazaströndina og Gólanhæðir í sex daga stríðinu. 1987 er Hamas stofnað til að berjast gegn Ísrael með það að markmiði að frelsa Palestínu og að veita palestínskum íbúum á hernumdum svæðum félagslega aðstoð. 2004 Ísrael byggir aðskilnaðarmúr sem er dæmdur ólöglegur samkvæmt Genfarsáttmálanum og öðrum alþjóðalögum sem Ísrael er aðili að. Múrinn er skýlaust brot á samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Alþjóðadómstóllinn í Haag úrskurðar í febrúar 2004 að byggingu múrsins skyldi tafarlaust hætt, hann skuli rifinn og fórnarlömbum byggingu hans – m.a. þeir sem misst hafa hús sín, jarðir og atvinnu – skuli tafarlaust verða greiddar bætur. Ályktun Alþjóðadómstólsins segir að það sé skylda allra ríkja sem eiga aðild að Genfarsáttmálanum og sáttmála Sameinuðu þjóðanna um verndun borgara á stríðstímum að virða stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og sjá til þess að Ísraelar fari að alþjóðalögum og fari eftir úrskurði dómstólsins. 2004 Íbúar Palestínu eiga bara eftir 22% af því landi sem upphaflega var í skiptingu Sameinuðu þjóðanna og lifa í aðskildum og einangruðum gettóum. Umkringdir ísraelska hernum og ísraelsku landtökufólki. 2008 -2009 Ísraelsher fer í aðgerðina “The Gaza war” sem stóð í þrjár vikur. Þar létust 1.417 íbúar Palestínu og 13 Ísraelar. 2008- 2020 eru 5.600 Palestínumenn drepnir og 115.000 særðir samkvæmt gögnum Sameinuðu þjóðanna (OCHA). 2008 -2020 eru 250 Ísraelar drepnir og 5.600 særðir samkvæmt gögnum Sameinuðu þjóðanna (OCHA). 2012 Ísraelsher fer í aðgerðina “Operation Pillar of Defense” en þar voru 174 íbúar Palestínu drepnir og hundruð særðir. 2014 Ísraelsher fer í aðgerðina „Protective Edge“ á Gaza. Á sjö vikum eru 2.000 íbúar Palestínu drepnir. Óbreyttir borgarar og börn. Þúsundir særðir. 2017 Ísraelar búnir að taka yfir 100.000 hektara frá palestínsku þjóðinni. Þú stelur ekki landi átakalaust, það krefst ofbeldis og drápa. Þá höfðu 50.000 palestínsk heimili verið rifin og eyðilögð af Ísraelum í því sem kallað er OPT (Occupied Palestinian Territory). 2021 og 2022 gáfu Mannréttindavaktin og Amnesty International út skýrslur þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að framgangur Ísraela gagnvart hernámssvæðum sínum í Palestínu félli undir lagalega skilgreiningu á kynþáttaaðskilnaðarstefnu í skilningi Rómarsamþykktar um Alþjóðlega sakamáladómstólinn. 2023 Landrán Ísraela er stöðugt og í byrjun þessa árs tilkynnti forsætisráðherra Ísraels áform um að reisa 10.000 ný íbúðarhús á landtökubyggðum á Vesturbakkanum og lögleiða níu ólöglegar landtökubyggðir afturvirkt. 2023 Hamas ræðst á Ísraela. Drepur 1.400 manns. Ísraelar svara og eru nú búnir að drepa 9.227 íbúa Palestínu þegar þetta er skrifað. Af þeim eru 3.826 börn. Særðir eru 23.5126 meðal annars börn með fjórðastigs bruna af völdum nýrrar gerðar af sprengjum sem Bandaríkin eru meðal annars að styrkja Ísrael með. Þeir sprengja sjúkrahús, skóla, sjúkrabíla og flóttamannabúðir. Inn í þessum tölum hér að ofan eru ekki afleidd dauðsföll öll þessi ár vegna lélegra lífsskilyrða í kjölfar hernáms Ísraelshers með aðskilnaðarmúr, upptöku auðlinda eins og vatns og vegatálmunum (checkpoints). Ekkert hefur breyst á öllum þessum tíma. Ísraelar fara ekki að kröfum alþjóðasamfélagsins um að láta af landráni, aðskilnaðarstefnu, ofbeldi, niðurlægingu og kúgun. Öll þessi ár hefur Ísraelsríki hagað sér nákvæmlega eins og því sýnist. Það er alltaf rétt að fordæma ofbeldi, en er þá ekki rétt að fordæma það í samræmi við ofbeldisverk? Þar er skiptingin ekki jöfn. Atburðarásin síðustu áratugi er ekki á ábyrgð Palestínu. Atburðarásin núna er ekki á ábyrgð Palestínu. Atburðarásin sem verður í kjölfar þessa alls er ekki á ábyrgð Palestínu. Það er bara einn gerandi í þessu ofbeldissambandi - og mjög margir meðvirkir. Ég skil ekki hvers vegna tölulegar staðreyndir ná ekki til allraþegar kemur að þessu málefni. Ég skil ekki hvernig fólk getur skrifað þessar hörmungar á Hamas og/eða íbúa Palestínu. Ég skil ekki máttleysi alþjóðasamfélagsins og öryggisbandalags SÞ. Ég skil ekki hvernig við getum setið hjá. Ég skil ekki hvað er svona flókið. Ég skil ekki. Höfundur er manneskja.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun