Fljúga í fyrsta sinn til Pittsburgh Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. nóvember 2023 15:36 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair group. Vísir/Vilhelm Icelandair eykur framboð og bætir við áfangastöðum í flugáætlun fyrir árið 2024, sem er sú umfangsmesta í sögu félagsins. Halifax og Pittsburgh verða nýir áfangastaðir en félagið hefur aldrei áður boðið upp á flug til síðarnefndu borgarinnar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Icelandair. Þar segir að félagið muni fljúga til yfir fimmtíu áfangastaða og starfrækja þrjá tengibanka með mismunandi brottfarartímum innan dagsins. Flogið verður daglega til 28 áfangastaða í Evrópu og Norður-Ameríku og þar af verður boðið upp á fleiri en eitt daglegt flug til nítján þeirra. Halifax og Pittsburgh bætast við sem áfangastaðir næsta sumar og tíðni verður aukin til fjölda áfangastaða. Tengimöguleikar innan leiðakerfisins verða um 800 og mun fleiri í gegnum samstarfssamninga við önnur flugfélög. Á árinu 2024 er gert ráð fyrir að framboðnum sætiskílómetrum (ASK) fjölgi um að minnsta kosti 10 prósent frá fyrra ári. Þrjár nýjar vélar Þá kemur fram að Þrjár Boeing 737 MAX 8 flugvélar bætast í flota félagsins á næsta ári. Flugflotinn í farþegafluginu mun þá samanstanda af 42 flugvélum, þar af 21 af gerðinni 737 MAX. Félagið hefur aldrei áður flogið til Pittsburg, sem verður tólfti áfangastaður félagsins í Bandaríkjunum. Flogið verður fjórum sinnum í viku frá miðjum maí til októberloka. Pittsburgh er önnur stærsta borg Pennsylvaníu og liggur á bökkum þriggja fljóta – er fyrir vikið kölluð borg brúanna. Borgin hefur lengi verið kennd við stál og iðnað en hún býr engu að síður yfir sjarma menningar og fjölda fagurgrænna almenningsgarða. Þá verður, eftir nokkurra ára hlé, boðið upp á þrjár ferðir á viku til Halifax í Kanada. Flug hefst 31. maí og verður flogið fram í miðjan október. Halifax er höfuðborg Nova Scotia, héraðs á austurströnd Kanada. Hún er í senn lifandi hafnarborg og iðandi miðstöð verslunar og viðskipta. Ánægður með áætlunina „Við kynnum með ánægju metnaðarfulla flugáætlun fyrir næsta sumar og þá stærstu í sögu félagsins. Flugflotinn okkar heldur áfram að stækka og við bætum við þremur nýjum, hagkvæmum og umhverfisvænum Boeing 737 MAX flugvélum á næsta ári. Það er frábært að bæta við tveimur nýjum áfangastöðum í N-Ameríku og auka tíðni flugs verulega til annarra áfangastaða,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. „Norður-Ameríku markaður hefur verið mjög sterkur og til marks um það eru Bandaríkjamenn nú í efsta sæti yfir fjölda ferðamanna sem sækja okkur heim. Reynslumikið starfsfólk, yfirgripsmiklir söluinnviðir, sterkt alþjóðlegt vörumerki ásamt verðmætum samstarfssamningum við önnur flugfélög gera félaginu mögulegt að halda sókn sinni áfram og grípa þau tækifæri sem til staðar eru.“ Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Bandaríkin Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Icelandair. Þar segir að félagið muni fljúga til yfir fimmtíu áfangastaða og starfrækja þrjá tengibanka með mismunandi brottfarartímum innan dagsins. Flogið verður daglega til 28 áfangastaða í Evrópu og Norður-Ameríku og þar af verður boðið upp á fleiri en eitt daglegt flug til nítján þeirra. Halifax og Pittsburgh bætast við sem áfangastaðir næsta sumar og tíðni verður aukin til fjölda áfangastaða. Tengimöguleikar innan leiðakerfisins verða um 800 og mun fleiri í gegnum samstarfssamninga við önnur flugfélög. Á árinu 2024 er gert ráð fyrir að framboðnum sætiskílómetrum (ASK) fjölgi um að minnsta kosti 10 prósent frá fyrra ári. Þrjár nýjar vélar Þá kemur fram að Þrjár Boeing 737 MAX 8 flugvélar bætast í flota félagsins á næsta ári. Flugflotinn í farþegafluginu mun þá samanstanda af 42 flugvélum, þar af 21 af gerðinni 737 MAX. Félagið hefur aldrei áður flogið til Pittsburg, sem verður tólfti áfangastaður félagsins í Bandaríkjunum. Flogið verður fjórum sinnum í viku frá miðjum maí til októberloka. Pittsburgh er önnur stærsta borg Pennsylvaníu og liggur á bökkum þriggja fljóta – er fyrir vikið kölluð borg brúanna. Borgin hefur lengi verið kennd við stál og iðnað en hún býr engu að síður yfir sjarma menningar og fjölda fagurgrænna almenningsgarða. Þá verður, eftir nokkurra ára hlé, boðið upp á þrjár ferðir á viku til Halifax í Kanada. Flug hefst 31. maí og verður flogið fram í miðjan október. Halifax er höfuðborg Nova Scotia, héraðs á austurströnd Kanada. Hún er í senn lifandi hafnarborg og iðandi miðstöð verslunar og viðskipta. Ánægður með áætlunina „Við kynnum með ánægju metnaðarfulla flugáætlun fyrir næsta sumar og þá stærstu í sögu félagsins. Flugflotinn okkar heldur áfram að stækka og við bætum við þremur nýjum, hagkvæmum og umhverfisvænum Boeing 737 MAX flugvélum á næsta ári. Það er frábært að bæta við tveimur nýjum áfangastöðum í N-Ameríku og auka tíðni flugs verulega til annarra áfangastaða,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. „Norður-Ameríku markaður hefur verið mjög sterkur og til marks um það eru Bandaríkjamenn nú í efsta sæti yfir fjölda ferðamanna sem sækja okkur heim. Reynslumikið starfsfólk, yfirgripsmiklir söluinnviðir, sterkt alþjóðlegt vörumerki ásamt verðmætum samstarfssamningum við önnur flugfélög gera félaginu mögulegt að halda sókn sinni áfram og grípa þau tækifæri sem til staðar eru.“
Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Bandaríkin Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira