Fljúga í fyrsta sinn til Pittsburgh Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. nóvember 2023 15:36 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair group. Vísir/Vilhelm Icelandair eykur framboð og bætir við áfangastöðum í flugáætlun fyrir árið 2024, sem er sú umfangsmesta í sögu félagsins. Halifax og Pittsburgh verða nýir áfangastaðir en félagið hefur aldrei áður boðið upp á flug til síðarnefndu borgarinnar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Icelandair. Þar segir að félagið muni fljúga til yfir fimmtíu áfangastaða og starfrækja þrjá tengibanka með mismunandi brottfarartímum innan dagsins. Flogið verður daglega til 28 áfangastaða í Evrópu og Norður-Ameríku og þar af verður boðið upp á fleiri en eitt daglegt flug til nítján þeirra. Halifax og Pittsburgh bætast við sem áfangastaðir næsta sumar og tíðni verður aukin til fjölda áfangastaða. Tengimöguleikar innan leiðakerfisins verða um 800 og mun fleiri í gegnum samstarfssamninga við önnur flugfélög. Á árinu 2024 er gert ráð fyrir að framboðnum sætiskílómetrum (ASK) fjölgi um að minnsta kosti 10 prósent frá fyrra ári. Þrjár nýjar vélar Þá kemur fram að Þrjár Boeing 737 MAX 8 flugvélar bætast í flota félagsins á næsta ári. Flugflotinn í farþegafluginu mun þá samanstanda af 42 flugvélum, þar af 21 af gerðinni 737 MAX. Félagið hefur aldrei áður flogið til Pittsburg, sem verður tólfti áfangastaður félagsins í Bandaríkjunum. Flogið verður fjórum sinnum í viku frá miðjum maí til októberloka. Pittsburgh er önnur stærsta borg Pennsylvaníu og liggur á bökkum þriggja fljóta – er fyrir vikið kölluð borg brúanna. Borgin hefur lengi verið kennd við stál og iðnað en hún býr engu að síður yfir sjarma menningar og fjölda fagurgrænna almenningsgarða. Þá verður, eftir nokkurra ára hlé, boðið upp á þrjár ferðir á viku til Halifax í Kanada. Flug hefst 31. maí og verður flogið fram í miðjan október. Halifax er höfuðborg Nova Scotia, héraðs á austurströnd Kanada. Hún er í senn lifandi hafnarborg og iðandi miðstöð verslunar og viðskipta. Ánægður með áætlunina „Við kynnum með ánægju metnaðarfulla flugáætlun fyrir næsta sumar og þá stærstu í sögu félagsins. Flugflotinn okkar heldur áfram að stækka og við bætum við þremur nýjum, hagkvæmum og umhverfisvænum Boeing 737 MAX flugvélum á næsta ári. Það er frábært að bæta við tveimur nýjum áfangastöðum í N-Ameríku og auka tíðni flugs verulega til annarra áfangastaða,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. „Norður-Ameríku markaður hefur verið mjög sterkur og til marks um það eru Bandaríkjamenn nú í efsta sæti yfir fjölda ferðamanna sem sækja okkur heim. Reynslumikið starfsfólk, yfirgripsmiklir söluinnviðir, sterkt alþjóðlegt vörumerki ásamt verðmætum samstarfssamningum við önnur flugfélög gera félaginu mögulegt að halda sókn sinni áfram og grípa þau tækifæri sem til staðar eru.“ Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Bandaríkin Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Icelandair. Þar segir að félagið muni fljúga til yfir fimmtíu áfangastaða og starfrækja þrjá tengibanka með mismunandi brottfarartímum innan dagsins. Flogið verður daglega til 28 áfangastaða í Evrópu og Norður-Ameríku og þar af verður boðið upp á fleiri en eitt daglegt flug til nítján þeirra. Halifax og Pittsburgh bætast við sem áfangastaðir næsta sumar og tíðni verður aukin til fjölda áfangastaða. Tengimöguleikar innan leiðakerfisins verða um 800 og mun fleiri í gegnum samstarfssamninga við önnur flugfélög. Á árinu 2024 er gert ráð fyrir að framboðnum sætiskílómetrum (ASK) fjölgi um að minnsta kosti 10 prósent frá fyrra ári. Þrjár nýjar vélar Þá kemur fram að Þrjár Boeing 737 MAX 8 flugvélar bætast í flota félagsins á næsta ári. Flugflotinn í farþegafluginu mun þá samanstanda af 42 flugvélum, þar af 21 af gerðinni 737 MAX. Félagið hefur aldrei áður flogið til Pittsburg, sem verður tólfti áfangastaður félagsins í Bandaríkjunum. Flogið verður fjórum sinnum í viku frá miðjum maí til októberloka. Pittsburgh er önnur stærsta borg Pennsylvaníu og liggur á bökkum þriggja fljóta – er fyrir vikið kölluð borg brúanna. Borgin hefur lengi verið kennd við stál og iðnað en hún býr engu að síður yfir sjarma menningar og fjölda fagurgrænna almenningsgarða. Þá verður, eftir nokkurra ára hlé, boðið upp á þrjár ferðir á viku til Halifax í Kanada. Flug hefst 31. maí og verður flogið fram í miðjan október. Halifax er höfuðborg Nova Scotia, héraðs á austurströnd Kanada. Hún er í senn lifandi hafnarborg og iðandi miðstöð verslunar og viðskipta. Ánægður með áætlunina „Við kynnum með ánægju metnaðarfulla flugáætlun fyrir næsta sumar og þá stærstu í sögu félagsins. Flugflotinn okkar heldur áfram að stækka og við bætum við þremur nýjum, hagkvæmum og umhverfisvænum Boeing 737 MAX flugvélum á næsta ári. Það er frábært að bæta við tveimur nýjum áfangastöðum í N-Ameríku og auka tíðni flugs verulega til annarra áfangastaða,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. „Norður-Ameríku markaður hefur verið mjög sterkur og til marks um það eru Bandaríkjamenn nú í efsta sæti yfir fjölda ferðamanna sem sækja okkur heim. Reynslumikið starfsfólk, yfirgripsmiklir söluinnviðir, sterkt alþjóðlegt vörumerki ásamt verðmætum samstarfssamningum við önnur flugfélög gera félaginu mögulegt að halda sókn sinni áfram og grípa þau tækifæri sem til staðar eru.“
Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Bandaríkin Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira