Hrikalega sýnileg Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 27. október 2023 12:00 Fyrsti vetrardagur er handan við hornið og Hrekkjavaka á næsta leiti. Þessi keltneski siður sem hefur náð hvað mestri fótfestu í Bandaríkjunum og síðar dreift úr sér til annarra landa er kvöldið eða vakan fyrir allraheilagramessu, 31. október. Þá klæðast ungir sem aldnir skelfilegum búningum, ganga um borg og bý og sækja sér sælgæti. Mikilvægt er að gæta sín í ljósaskiptunum og þá ekki einungis á skrímslum og furðuverum heldur ekki síður í umferðinni. Endurskinsmerki eru einfaldur en áhrifaríkur öryggisbúnaður sem tilvalið er að hengja á sig áður en haldið er út í myrkrið. Fimm sinnum öruggari Óvarðir vegfarendur, gangandi og hjólandi, sjást illa í myrkrinu þrátt fyrir götulýsingu og ökuljós. Vitað er að ökumenn sjá óvarða vegfarendur með endurskin fimm sinnum fyrr en ella og því klárt mál að notkun endurskinsmerkja getur komið í veg fyrir alvarleg slys. Allir ættu því að nota endurskinsmerki þegar rökkva tekur, bæði börn og fullorðnir. Nú tekur við dimmasti tími ársins og þá er mikilvægt að hafa endurskinsmerki til taks. Hægt er meðal annars að nálgast endurskinsmerki hjá tryggingafélögum, í verslunum og hjá ýmsum félagasamtökum. Hvar er best að koma endurskinsmerkjum fyrir? Endurskinsmerki þurfa að vera vel sýnileg og gott er að hafa þau til dæmis fremst á ermum, hangandi meðfram hliðum, á skóm eða neðarlega á buxnaskálmum. Einnig er hægt að setja endurskinsmerki á bakpoka eða tösku. Hægt er að fá ýmiss konar klæðnað með endurskini svo sem húfur, vettlinga og annan fatnað. Endurskinsmerki eru til í fjölbreyttu formi, bæði smellumerki og merki sem næla má í flíkur og víðar. Endurskinsvesti eru líka gagnleg þegar ætlunin er að vera vel sýnileg, til dæmis á hlaupum eða göngu. Endurskin virka eins og blikkljós þegar ljós skín á þau. Því fyrr sem ökumenn sjá óvarða vegfarendur því minni líkur eru á slysi. Forvarnagildi endurskinsmerkja er því óumdeilt og efla þau öryggi vegfarenda til muna. Vel merktir faraskjótar Færst hefur í vöxt að börn og fullorðnir ferðist um á hjólum, rafmagnshjólum, rafhlaupahjólum og léttum bifhjólum. Ákveðnar reglur eru um ljós og endurskin á þessum hjólum og mikilvægt að kynna sér þær vel. Reiðhjól skal búið rauðu þríhliða glitmerki og gul eða hvít glitmerki skulu vera í teinum hjólsins. Einnig á að vera ljósker að framan sem lýsir hvítu eða gulu ljósi og ljósker að aftan sem lýsir rauðu ljósi ef reiðhjól er notað í myrkri eða skertu skyggni. Rafhlaupahjól þurfa að hafa öflugt ljós að framan og rautt að aftan. Kveikja þarf á ljósum þegar dimmir og einnig þarf að vera endurskin á hjólinu, bæði að framan og aftan. Ljós skulu alltaf vera kveikt þegar ekið er á bifhjóli. Ljós og endurskin, bæði á hjóli og hjólreiðamanni auka sýnileika og öryggi til muna og því nauðsynlegt að huga að því að þessi öryggisbúnaður sé í lagi. Sjáumst í skammdeginu Árstíðaskiptin fela alltaf í sér ákveðna stemningu og um að gera að njóta þess að gera sér dagamun á hræðilegri hrekkjavöku og öðrum vetrarhátíðum. En gætum þess að huga að öryggi okkar og annarra þegar farið er á stjá svo allir skili sér heilir heim. Verum sýnileg og ökum löglega og af varkárni. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Slysavarnir Hrekkjavaka Börn og uppeldi Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrsti vetrardagur er handan við hornið og Hrekkjavaka á næsta leiti. Þessi keltneski siður sem hefur náð hvað mestri fótfestu í Bandaríkjunum og síðar dreift úr sér til annarra landa er kvöldið eða vakan fyrir allraheilagramessu, 31. október. Þá klæðast ungir sem aldnir skelfilegum búningum, ganga um borg og bý og sækja sér sælgæti. Mikilvægt er að gæta sín í ljósaskiptunum og þá ekki einungis á skrímslum og furðuverum heldur ekki síður í umferðinni. Endurskinsmerki eru einfaldur en áhrifaríkur öryggisbúnaður sem tilvalið er að hengja á sig áður en haldið er út í myrkrið. Fimm sinnum öruggari Óvarðir vegfarendur, gangandi og hjólandi, sjást illa í myrkrinu þrátt fyrir götulýsingu og ökuljós. Vitað er að ökumenn sjá óvarða vegfarendur með endurskin fimm sinnum fyrr en ella og því klárt mál að notkun endurskinsmerkja getur komið í veg fyrir alvarleg slys. Allir ættu því að nota endurskinsmerki þegar rökkva tekur, bæði börn og fullorðnir. Nú tekur við dimmasti tími ársins og þá er mikilvægt að hafa endurskinsmerki til taks. Hægt er meðal annars að nálgast endurskinsmerki hjá tryggingafélögum, í verslunum og hjá ýmsum félagasamtökum. Hvar er best að koma endurskinsmerkjum fyrir? Endurskinsmerki þurfa að vera vel sýnileg og gott er að hafa þau til dæmis fremst á ermum, hangandi meðfram hliðum, á skóm eða neðarlega á buxnaskálmum. Einnig er hægt að setja endurskinsmerki á bakpoka eða tösku. Hægt er að fá ýmiss konar klæðnað með endurskini svo sem húfur, vettlinga og annan fatnað. Endurskinsmerki eru til í fjölbreyttu formi, bæði smellumerki og merki sem næla má í flíkur og víðar. Endurskinsvesti eru líka gagnleg þegar ætlunin er að vera vel sýnileg, til dæmis á hlaupum eða göngu. Endurskin virka eins og blikkljós þegar ljós skín á þau. Því fyrr sem ökumenn sjá óvarða vegfarendur því minni líkur eru á slysi. Forvarnagildi endurskinsmerkja er því óumdeilt og efla þau öryggi vegfarenda til muna. Vel merktir faraskjótar Færst hefur í vöxt að börn og fullorðnir ferðist um á hjólum, rafmagnshjólum, rafhlaupahjólum og léttum bifhjólum. Ákveðnar reglur eru um ljós og endurskin á þessum hjólum og mikilvægt að kynna sér þær vel. Reiðhjól skal búið rauðu þríhliða glitmerki og gul eða hvít glitmerki skulu vera í teinum hjólsins. Einnig á að vera ljósker að framan sem lýsir hvítu eða gulu ljósi og ljósker að aftan sem lýsir rauðu ljósi ef reiðhjól er notað í myrkri eða skertu skyggni. Rafhlaupahjól þurfa að hafa öflugt ljós að framan og rautt að aftan. Kveikja þarf á ljósum þegar dimmir og einnig þarf að vera endurskin á hjólinu, bæði að framan og aftan. Ljós skulu alltaf vera kveikt þegar ekið er á bifhjóli. Ljós og endurskin, bæði á hjóli og hjólreiðamanni auka sýnileika og öryggi til muna og því nauðsynlegt að huga að því að þessi öryggisbúnaður sé í lagi. Sjáumst í skammdeginu Árstíðaskiptin fela alltaf í sér ákveðna stemningu og um að gera að njóta þess að gera sér dagamun á hræðilegri hrekkjavöku og öðrum vetrarhátíðum. En gætum þess að huga að öryggi okkar og annarra þegar farið er á stjá svo allir skili sér heilir heim. Verum sýnileg og ökum löglega og af varkárni. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar