Til hamingju, ég samhryggist: Af kvennaverkfalli og Huldu Jónsdóttur Tölgyes Thelma Hafþórsdóttir Byrd skrifar 25. október 2023 13:00 Við lögðum leið okkar í miðbæ Reykjavíkur í gær, 24. október. Daginn sem man langaði helst að heilsa fólki með hamingjuóskum en einnig samúðarkveðjum. Undarlegt tilefni, ekki satt? Ég hlustaði á magnaðar konur og kvár á Arnarhóli og það var allt í senn ánægjuleg, mögnuð en líka erfið stund. Þær sem lengur hafa lifað en ég rifjuðu upp baráttuna og uppruna kvennafrídagsins. Talið barst að sjálfsögðu að Bríeti Bjarnhéðinsdóttur og ég fór að hugsa um hvað við erum blessuð með okkar forystukonur, hverra herðum við stöndum á. Konur sem stóðu með sjálfum sér og um leið okkur öllum. Ekki bara konum, kvárum, stúlkum og stálpum því karlmenn og drengir hagnast svo sannarlega á jafnrétti líka. Og þessar dugnaðarkonur stóðu alltaf keikar, þrátt fyrir allt mótlætið. Þrátt fyrir að allt beinlínis öskraði á þær að hætta þessari vitleysu og setjast niður. Þær höfðu kannski ekki margar fyrirmyndir en þær sóttu andagiftina og hugrekkið greinilega á vísan stað. Sjálfkrafa reikaði hugur minn til Huldu Jónsdóttur Tölgyes sálfræðings. Hún hefur lyft grettistaki í baráttunni með dýrmætri þekkingu, ekki síst núna með hinni umtöluðu þriðju vakt. Áður hafði hún fjallað ítarlega um aðra vaktina en umræðu um huglægu byrðina sem þriðja vaktin er, hafði ég ekki heyrt áður. Hún tók óhrædd samtalið og opinberaði þessa byrði sem við höfum allar burðast með en erum misfeimnar að opna á. Ég veit að framlag Huldu til íslenskrar kvenréttindabaráttu á eftir að rata í sögubækurnar og það greiðlega. Hún er skelegg, kærleiksrík en líka með ógrynni af heimildum og rannsóknum til að styðja mál sitt. Þrátt fyrir það hefur hún oft þurft að svara ómálefnalegri og óvæginni gagnrýni. Hún hefur líka þurft að færa fórnir baráttunnar vegna og leggur nú lokahönd á bókina Þriðja vaktin, ásamt Þorsteini Einarssyni, auk að vera í fæðingarorlofi. Samhliða því heldur hún úti eigin miðli um þau málefni sem brenna á henni og miðlar áfram fræðsluefni, ásamt því að halda fyrirlestra. Slær hún dyggðarryki í augu okkar hinna þar sem hún flýtur fram úr okkur sveimandi á ljósbleiku skýi? Nei, þvert á móti. Hún talar einmitt opinskátt um allar þær tilfinningar, hindranir og hlutverkatogstreituna sem þessu fylgir. Hún er einfaldlega svo mennsk og fær í að tala um hlutina að hún skilur, réttmætir (e. validates) og valdeflir okkur hin á sama tíma. Þá tekur hún skýra afstöðu með þolendum ofbeldis og deilir fræðsluefni um mörk og ofbeldissambönd. Mig langar að færa þetta framlag hennar til bókar en best væri auðvitað að veita henni verðskuldaðan titil sem kona ársins. Þið sem eruð sammála megið sýna þessu efni stuðning. Munum að hylli einnar konu dregur ekki úr velgengni annarrar svo ykkur er frjálst að hafa aðra skoðun líka. Þau sem vilja kynna sér starfið hennar Huldu geta gert það hér: https://instagram.com/hulda.tolgyes?igshid=MzRlODBiNWFlZA== https://huldatolgyes.is https://www.thridja.is Áfram og upp kæru kynsystur og kvárar! Höfundur er iðjuþjálfi, eiginkona og móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennaverkfall Kvennafrídagurinn Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Við lögðum leið okkar í miðbæ Reykjavíkur í gær, 24. október. Daginn sem man langaði helst að heilsa fólki með hamingjuóskum en einnig samúðarkveðjum. Undarlegt tilefni, ekki satt? Ég hlustaði á magnaðar konur og kvár á Arnarhóli og það var allt í senn ánægjuleg, mögnuð en líka erfið stund. Þær sem lengur hafa lifað en ég rifjuðu upp baráttuna og uppruna kvennafrídagsins. Talið barst að sjálfsögðu að Bríeti Bjarnhéðinsdóttur og ég fór að hugsa um hvað við erum blessuð með okkar forystukonur, hverra herðum við stöndum á. Konur sem stóðu með sjálfum sér og um leið okkur öllum. Ekki bara konum, kvárum, stúlkum og stálpum því karlmenn og drengir hagnast svo sannarlega á jafnrétti líka. Og þessar dugnaðarkonur stóðu alltaf keikar, þrátt fyrir allt mótlætið. Þrátt fyrir að allt beinlínis öskraði á þær að hætta þessari vitleysu og setjast niður. Þær höfðu kannski ekki margar fyrirmyndir en þær sóttu andagiftina og hugrekkið greinilega á vísan stað. Sjálfkrafa reikaði hugur minn til Huldu Jónsdóttur Tölgyes sálfræðings. Hún hefur lyft grettistaki í baráttunni með dýrmætri þekkingu, ekki síst núna með hinni umtöluðu þriðju vakt. Áður hafði hún fjallað ítarlega um aðra vaktina en umræðu um huglægu byrðina sem þriðja vaktin er, hafði ég ekki heyrt áður. Hún tók óhrædd samtalið og opinberaði þessa byrði sem við höfum allar burðast með en erum misfeimnar að opna á. Ég veit að framlag Huldu til íslenskrar kvenréttindabaráttu á eftir að rata í sögubækurnar og það greiðlega. Hún er skelegg, kærleiksrík en líka með ógrynni af heimildum og rannsóknum til að styðja mál sitt. Þrátt fyrir það hefur hún oft þurft að svara ómálefnalegri og óvæginni gagnrýni. Hún hefur líka þurft að færa fórnir baráttunnar vegna og leggur nú lokahönd á bókina Þriðja vaktin, ásamt Þorsteini Einarssyni, auk að vera í fæðingarorlofi. Samhliða því heldur hún úti eigin miðli um þau málefni sem brenna á henni og miðlar áfram fræðsluefni, ásamt því að halda fyrirlestra. Slær hún dyggðarryki í augu okkar hinna þar sem hún flýtur fram úr okkur sveimandi á ljósbleiku skýi? Nei, þvert á móti. Hún talar einmitt opinskátt um allar þær tilfinningar, hindranir og hlutverkatogstreituna sem þessu fylgir. Hún er einfaldlega svo mennsk og fær í að tala um hlutina að hún skilur, réttmætir (e. validates) og valdeflir okkur hin á sama tíma. Þá tekur hún skýra afstöðu með þolendum ofbeldis og deilir fræðsluefni um mörk og ofbeldissambönd. Mig langar að færa þetta framlag hennar til bókar en best væri auðvitað að veita henni verðskuldaðan titil sem kona ársins. Þið sem eruð sammála megið sýna þessu efni stuðning. Munum að hylli einnar konu dregur ekki úr velgengni annarrar svo ykkur er frjálst að hafa aðra skoðun líka. Þau sem vilja kynna sér starfið hennar Huldu geta gert það hér: https://instagram.com/hulda.tolgyes?igshid=MzRlODBiNWFlZA== https://huldatolgyes.is https://www.thridja.is Áfram og upp kæru kynsystur og kvárar! Höfundur er iðjuþjálfi, eiginkona og móðir.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar