Við öll, náttúran og loftslagið Björg Eva Erlendsdóttir skrifar 24. október 2023 07:46 Náttúran hefur líklega aldrei átt minni og veikari stuðning en nú á tímum hamfarahlýnunar og loftslagsvár. Að fórna náttúrunni fyrir loftslagið virðist vera stefna stjórnvalda, sem of margt fólk trúir á. Það hentar í augnablikinu fyrir orkugeirann, hrattvaxandi fyrirtæki og hagvöxt til skamms tíma, en er gjöreyðandi fyrir loftslag og umhverfi til framtíðar. Loftslagsmál eru óreiðukennt umræðuefni og hagsmunaaðilar hafa ranglega stillt náttúruverndinni upp sem andstæðingi loftslagsins. Þótt niðurbrot náttúrunnar sé hin raunverulega ógn. Kröfur á almenning en ekki atvinnulíf Síðustu ár hefur einstaklega vel tekist til með að rugla almenning í ríminu með illskiljanlegum loftslagsmarkmiðum og kröfum um breytta hegðun. Því miður ná þær kröfur bara til almennra borgara en hvorki til fyrirtækja né forystufólks. Við óbreyttu eigum að hjóla, flokka, endurnýta, planta trjám, minnka neyslu, hætta að keyra, fljúga og skjóta flugeldum og skammast okkar fyrir plastið, kjötið og prumpandi kýr í haga. Meðan þessu fer fram gortar atvinnulífið sig af milljarðauppbyggingu í nýjum mengandi atvinnugreinum, útflutningi á fjöllum, vatni og eldisfiskum og innflutningi á ríkum túristum á einkaþotum og skemmtiferðaskipum. Sama atvinnulíf boðar stóraukinn hagvöxt byggðan á innfluttu vinnuafli, sem býr í iðnaðarhúsnæði í úthverfum, ekur á díseldruslum í þrælavinnuna og þvælist landa á milli fyrir skattalegt hagræði fyrirtækja. Krafan um að atvinnulífið taki sig á er lágstemmd ef nokkur. Orkuskortur og orkuþensla Leiðtogarnir stofna sjóði af almannafé til að styrkja mengandi stórfyrirtæki í að menga aðeins minna, veita hvaða mannafls- og orkufrekum framkvæmdum sem er fullan stuðning, ýta undir endalausa þenslu og innflutning á vinnuafli, kenna flóttamönnum um álag á innviðina og boða fjölda virkjana til að mæta orkuskortinum sem þeir búa til sjálfir. Ógnirnar eru ræddar með áhyggjusvip á ráðstefnum út um allan heim, þar sem sammælst er fjarlæg óskýr markmið, sem er frestað við og við. Samfélagsábyrgð, sjálfbærni, losun, binding og loftslagsmarkmið, gegna mikilvægu hlutverki sem skrautyrði í markaðssetningu stórfyrirtækja. Blandað saman við heimsendaspár. Ekki þarf að undrast að loftslagskvíði sé orðinn að heimsfaraldri hjá ungu fólki við þessar aðstæður. Og sá kvíði er líka markaðssettur. Við virkjum okkur ekki frá loftslagsvánni Náttúruvernd og verndun loftslags eru ekki andstæður. Það vitum við sem betur fer mörg. Loftslagið er hluti af náttúrunni og við virkjum okkur ekki frá loftslagsvánni. Ekki frekar en við flokkum okkur frá ofneyslunni. Við sem styðjum náttúruvernd og almannarétt erum miklu fleiri en þeir sem meta allt út frá skjótfengnum milljörðum og hagvexti. Tökum höndum saman og látum ekki rugla í okkur lengur. Við öll náttúruverndar-, útivistar-, launþega-, heilsuverndar-, almannaheilla- og neytendasamtök erum sterkari saman í baráttunni fyrir náttúruna, loftslagið og heilbrigt samfélag. Gerum kröfur á atvinnulífið og ráðamenn og látum ekki tvístra samstöðunni með fráleitum kenningum um að fórna náttúru fyrir loftslag. Stórfyrirtæki og stjórnvöld þurfa að axla sinn hluta af ábyrgðinni. Og hann er stór. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Náttúran hefur líklega aldrei átt minni og veikari stuðning en nú á tímum hamfarahlýnunar og loftslagsvár. Að fórna náttúrunni fyrir loftslagið virðist vera stefna stjórnvalda, sem of margt fólk trúir á. Það hentar í augnablikinu fyrir orkugeirann, hrattvaxandi fyrirtæki og hagvöxt til skamms tíma, en er gjöreyðandi fyrir loftslag og umhverfi til framtíðar. Loftslagsmál eru óreiðukennt umræðuefni og hagsmunaaðilar hafa ranglega stillt náttúruverndinni upp sem andstæðingi loftslagsins. Þótt niðurbrot náttúrunnar sé hin raunverulega ógn. Kröfur á almenning en ekki atvinnulíf Síðustu ár hefur einstaklega vel tekist til með að rugla almenning í ríminu með illskiljanlegum loftslagsmarkmiðum og kröfum um breytta hegðun. Því miður ná þær kröfur bara til almennra borgara en hvorki til fyrirtækja né forystufólks. Við óbreyttu eigum að hjóla, flokka, endurnýta, planta trjám, minnka neyslu, hætta að keyra, fljúga og skjóta flugeldum og skammast okkar fyrir plastið, kjötið og prumpandi kýr í haga. Meðan þessu fer fram gortar atvinnulífið sig af milljarðauppbyggingu í nýjum mengandi atvinnugreinum, útflutningi á fjöllum, vatni og eldisfiskum og innflutningi á ríkum túristum á einkaþotum og skemmtiferðaskipum. Sama atvinnulíf boðar stóraukinn hagvöxt byggðan á innfluttu vinnuafli, sem býr í iðnaðarhúsnæði í úthverfum, ekur á díseldruslum í þrælavinnuna og þvælist landa á milli fyrir skattalegt hagræði fyrirtækja. Krafan um að atvinnulífið taki sig á er lágstemmd ef nokkur. Orkuskortur og orkuþensla Leiðtogarnir stofna sjóði af almannafé til að styrkja mengandi stórfyrirtæki í að menga aðeins minna, veita hvaða mannafls- og orkufrekum framkvæmdum sem er fullan stuðning, ýta undir endalausa þenslu og innflutning á vinnuafli, kenna flóttamönnum um álag á innviðina og boða fjölda virkjana til að mæta orkuskortinum sem þeir búa til sjálfir. Ógnirnar eru ræddar með áhyggjusvip á ráðstefnum út um allan heim, þar sem sammælst er fjarlæg óskýr markmið, sem er frestað við og við. Samfélagsábyrgð, sjálfbærni, losun, binding og loftslagsmarkmið, gegna mikilvægu hlutverki sem skrautyrði í markaðssetningu stórfyrirtækja. Blandað saman við heimsendaspár. Ekki þarf að undrast að loftslagskvíði sé orðinn að heimsfaraldri hjá ungu fólki við þessar aðstæður. Og sá kvíði er líka markaðssettur. Við virkjum okkur ekki frá loftslagsvánni Náttúruvernd og verndun loftslags eru ekki andstæður. Það vitum við sem betur fer mörg. Loftslagið er hluti af náttúrunni og við virkjum okkur ekki frá loftslagsvánni. Ekki frekar en við flokkum okkur frá ofneyslunni. Við sem styðjum náttúruvernd og almannarétt erum miklu fleiri en þeir sem meta allt út frá skjótfengnum milljörðum og hagvexti. Tökum höndum saman og látum ekki rugla í okkur lengur. Við öll náttúruverndar-, útivistar-, launþega-, heilsuverndar-, almannaheilla- og neytendasamtök erum sterkari saman í baráttunni fyrir náttúruna, loftslagið og heilbrigt samfélag. Gerum kröfur á atvinnulífið og ráðamenn og látum ekki tvístra samstöðunni með fráleitum kenningum um að fórna náttúru fyrir loftslag. Stórfyrirtæki og stjórnvöld þurfa að axla sinn hluta af ábyrgðinni. Og hann er stór. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun