Vísir, Heimildin, Mogginn og Viðskiptablaðið undir góðri tónlist Rakel Sveinsdóttir skrifar 21. október 2023 10:01 Tinni Sveinsson vaknar við morgunútvarpið á morgnana og skannar síðan alla helstu miðlana undir góðri tónlist áður en vinnudagurinn hefst. Í laumi væri Tinni til í að vera Teitur Magnússon söngvaskáld, væri hann sjálfur tónlistarstjarna. Vísir/Vilhelm Það fyrsta sem Tinni Sveinsson framkvæmdastjóri LóuLóu gerir á morgnana er að setja góða tónlist á fóninn og skanna síðan alla helstu miðlana. Jafn tæknivæddur og Tinni er, skrifar hann lista á gamla mátann til að halda utan um verkefnin sín. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég rumska við morgunútvarpið upp úr sjö. Það tekur mig smástund að sigla í gang og ég fer fram úr um klukkan átta.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég byrja oftast á því að setja góða tónlist á fóninn. Það er gott að hlusta á tónlist á morgnana. Brynjan sem fylgir oft daglegu amstri er ekki komin upp og skilningarvitin eru opin. Svo les ég fréttir og það sem mér finnst forvitnilegt á Vísi og víðar. Ég sakna þess svolítið að fá dagblöð inn um lúguna á morgnana, enda var ég alinn upp við blöðin og vann lengi á þeim. Kann að meta það í byrjun dags að fara yfir fjölbreytta pakka sem ritstjórnir setja saman eftir kúnstarinnar reglum. En ég les þó Heimildina, Moggann og Viðskiptablaðið í spjaldtölvu.“ Hvaða tónlistarstjarna dreymir þig um í laumi að vera? „Ég er nú frekar sáttur í eigin skinni en gæti nefnt Teit Magnússon, sem er í uppáhaldi hjá mér. Hann er hæfileikaríkt söngvaskáld, djúpvitur og með tímalausa og heillandi sýn á jarðvistina.“ Tinni er alin upp við blöðin og starfaði lengi í fjölmiðlageiranum. Nú hefur hann söðlað um, er að koma á laggirnar sprotafyrirtækinu LóuLóu og segir íslenskt nýsköpunarumhverfi afar heillandi. Þótt Tinni starfi í hugbúnaðargeiranum er hann gamaldags þegar kemur að skipulaginu því þá er það bara gamli góði listinn sem virkar best.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ég er að koma hugbúnaðarfyrirtækinu Lóalóa á lappirnar með félögum mínum. Það er virkilega gaman og krefjandi. Við tókum þátt í viðskiptahraðlinum Startup Supernova hjá Klak núna í haust. Fengum þar góða innsýn til að koma okkur fyrir í sprota- og nýsköpunarumhverfinu á Íslandi, sem er á fleygiferð og ótrúlega heillandi.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Ég skrifa lista eins og vindurinn. Þeir halda mér á beinu brautinni þannig að ég rati ekki af leið þegar hugurinn fer á flug. Ég tek mér oft smástund í skipulagningu í byrjun hvers dags. Þá eru markmiðin í hænuskrefum, svo stækka þau í listum sem ég skrifa fyrir vikur og mánuði.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Á miðnætti. Oftast eftir sjónvarpsgláp. Mig langar, eins og svo marga, að keyra bókalestur betur í gang. Náði mikilvægum áfanga í þessu plani mínu þegar ég fékk mér gleraugu fyrir ekki svo löngu. Var þá búinn að vera fattlaus í tómu brasi að reyna að lesa bækur úr fókus í nokkurn tíma.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir Erfitt að setja „like“ á myndir af fólki í ræktinni klukkan sex B týpan Ásta Dís Óladóttir prófessor, stjórnarkona, formaður Jafnvægisvogar FKA og fleira, segist alveg eiga það til að hugleiða það í korter tuttugu mínútur á morgnana hvort nú sé tími til að fara á fætur, áður en hún síðan fer fram úr. 14. október 2023 10:01 Konan sér oft um hlátursköstin rétt fyrir svefninn Teitur H. Syen, framkvæmdastjóri mannauðs og gæða hjá Kynnisferðum, sem starfar undir vörumerkinu Icelandia, segir orkustuðullinn sinn bestan á morganana. Teitur fékk hláturskast í vinnunni um daginn, en segir konuna sína líka lunkna við að fá hann til að hlæja rétt fyrir svefninn. 7. október 2023 10:00 Forstjórinn sem endar stundum ein á dansgólfinu B týpan Brynja Baldursdóttir, forstjóri Greiðslumiðlunar Íslands, segir umferðateppuna úr Garðabæ alveg gefa frábærar gæðastundir á morgnana og þegar hún er spurð um tónlist og dans, segir hún það oftast frekar auðvelt að ná sér út á gólfið í sveiflu. 23. september 2023 10:00 „Í landinu er margt sem minnir á Ísland, ekki síst pólitíkin og umræðan í þjóðfélaginu“ Þórir Guðmundsson, upplýsingafulltrúi hjá fjölþjóðasveit Atlantshafsbandalagsins í Eistlandi, segist háma í sig fréttir eins og sykurfíkill sælgæti. Og svo margar séu þær fjölmiðlaáskriftirnar að hann eiginlega vilji ekki telja þær. 16. september 2023 10:00 Byrjar daginn á því að pissa í sig af hlátri og eldar í háum hælum Guðbjörg Ósk Friðriksdóttir þerapisti og höfundur Lærðu að elska þig eldar helst aldrei öðruvísi en í háhæluðum skóm og finnst lífið svo skemmtilegt að hún tímir því varla að fara snemma að sofa. 9. september 2023 10:00 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég rumska við morgunútvarpið upp úr sjö. Það tekur mig smástund að sigla í gang og ég fer fram úr um klukkan átta.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég byrja oftast á því að setja góða tónlist á fóninn. Það er gott að hlusta á tónlist á morgnana. Brynjan sem fylgir oft daglegu amstri er ekki komin upp og skilningarvitin eru opin. Svo les ég fréttir og það sem mér finnst forvitnilegt á Vísi og víðar. Ég sakna þess svolítið að fá dagblöð inn um lúguna á morgnana, enda var ég alinn upp við blöðin og vann lengi á þeim. Kann að meta það í byrjun dags að fara yfir fjölbreytta pakka sem ritstjórnir setja saman eftir kúnstarinnar reglum. En ég les þó Heimildina, Moggann og Viðskiptablaðið í spjaldtölvu.“ Hvaða tónlistarstjarna dreymir þig um í laumi að vera? „Ég er nú frekar sáttur í eigin skinni en gæti nefnt Teit Magnússon, sem er í uppáhaldi hjá mér. Hann er hæfileikaríkt söngvaskáld, djúpvitur og með tímalausa og heillandi sýn á jarðvistina.“ Tinni er alin upp við blöðin og starfaði lengi í fjölmiðlageiranum. Nú hefur hann söðlað um, er að koma á laggirnar sprotafyrirtækinu LóuLóu og segir íslenskt nýsköpunarumhverfi afar heillandi. Þótt Tinni starfi í hugbúnaðargeiranum er hann gamaldags þegar kemur að skipulaginu því þá er það bara gamli góði listinn sem virkar best.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ég er að koma hugbúnaðarfyrirtækinu Lóalóa á lappirnar með félögum mínum. Það er virkilega gaman og krefjandi. Við tókum þátt í viðskiptahraðlinum Startup Supernova hjá Klak núna í haust. Fengum þar góða innsýn til að koma okkur fyrir í sprota- og nýsköpunarumhverfinu á Íslandi, sem er á fleygiferð og ótrúlega heillandi.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Ég skrifa lista eins og vindurinn. Þeir halda mér á beinu brautinni þannig að ég rati ekki af leið þegar hugurinn fer á flug. Ég tek mér oft smástund í skipulagningu í byrjun hvers dags. Þá eru markmiðin í hænuskrefum, svo stækka þau í listum sem ég skrifa fyrir vikur og mánuði.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Á miðnætti. Oftast eftir sjónvarpsgláp. Mig langar, eins og svo marga, að keyra bókalestur betur í gang. Náði mikilvægum áfanga í þessu plani mínu þegar ég fékk mér gleraugu fyrir ekki svo löngu. Var þá búinn að vera fattlaus í tómu brasi að reyna að lesa bækur úr fókus í nokkurn tíma.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir Erfitt að setja „like“ á myndir af fólki í ræktinni klukkan sex B týpan Ásta Dís Óladóttir prófessor, stjórnarkona, formaður Jafnvægisvogar FKA og fleira, segist alveg eiga það til að hugleiða það í korter tuttugu mínútur á morgnana hvort nú sé tími til að fara á fætur, áður en hún síðan fer fram úr. 14. október 2023 10:01 Konan sér oft um hlátursköstin rétt fyrir svefninn Teitur H. Syen, framkvæmdastjóri mannauðs og gæða hjá Kynnisferðum, sem starfar undir vörumerkinu Icelandia, segir orkustuðullinn sinn bestan á morganana. Teitur fékk hláturskast í vinnunni um daginn, en segir konuna sína líka lunkna við að fá hann til að hlæja rétt fyrir svefninn. 7. október 2023 10:00 Forstjórinn sem endar stundum ein á dansgólfinu B týpan Brynja Baldursdóttir, forstjóri Greiðslumiðlunar Íslands, segir umferðateppuna úr Garðabæ alveg gefa frábærar gæðastundir á morgnana og þegar hún er spurð um tónlist og dans, segir hún það oftast frekar auðvelt að ná sér út á gólfið í sveiflu. 23. september 2023 10:00 „Í landinu er margt sem minnir á Ísland, ekki síst pólitíkin og umræðan í þjóðfélaginu“ Þórir Guðmundsson, upplýsingafulltrúi hjá fjölþjóðasveit Atlantshafsbandalagsins í Eistlandi, segist háma í sig fréttir eins og sykurfíkill sælgæti. Og svo margar séu þær fjölmiðlaáskriftirnar að hann eiginlega vilji ekki telja þær. 16. september 2023 10:00 Byrjar daginn á því að pissa í sig af hlátri og eldar í háum hælum Guðbjörg Ósk Friðriksdóttir þerapisti og höfundur Lærðu að elska þig eldar helst aldrei öðruvísi en í háhæluðum skóm og finnst lífið svo skemmtilegt að hún tímir því varla að fara snemma að sofa. 9. september 2023 10:00 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Erfitt að setja „like“ á myndir af fólki í ræktinni klukkan sex B týpan Ásta Dís Óladóttir prófessor, stjórnarkona, formaður Jafnvægisvogar FKA og fleira, segist alveg eiga það til að hugleiða það í korter tuttugu mínútur á morgnana hvort nú sé tími til að fara á fætur, áður en hún síðan fer fram úr. 14. október 2023 10:01
Konan sér oft um hlátursköstin rétt fyrir svefninn Teitur H. Syen, framkvæmdastjóri mannauðs og gæða hjá Kynnisferðum, sem starfar undir vörumerkinu Icelandia, segir orkustuðullinn sinn bestan á morganana. Teitur fékk hláturskast í vinnunni um daginn, en segir konuna sína líka lunkna við að fá hann til að hlæja rétt fyrir svefninn. 7. október 2023 10:00
Forstjórinn sem endar stundum ein á dansgólfinu B týpan Brynja Baldursdóttir, forstjóri Greiðslumiðlunar Íslands, segir umferðateppuna úr Garðabæ alveg gefa frábærar gæðastundir á morgnana og þegar hún er spurð um tónlist og dans, segir hún það oftast frekar auðvelt að ná sér út á gólfið í sveiflu. 23. september 2023 10:00
„Í landinu er margt sem minnir á Ísland, ekki síst pólitíkin og umræðan í þjóðfélaginu“ Þórir Guðmundsson, upplýsingafulltrúi hjá fjölþjóðasveit Atlantshafsbandalagsins í Eistlandi, segist háma í sig fréttir eins og sykurfíkill sælgæti. Og svo margar séu þær fjölmiðlaáskriftirnar að hann eiginlega vilji ekki telja þær. 16. september 2023 10:00
Byrjar daginn á því að pissa í sig af hlátri og eldar í háum hælum Guðbjörg Ósk Friðriksdóttir þerapisti og höfundur Lærðu að elska þig eldar helst aldrei öðruvísi en í háhæluðum skóm og finnst lífið svo skemmtilegt að hún tímir því varla að fara snemma að sofa. 9. september 2023 10:00