Persónuvernd og skólamál Helga Þórisdóttir og Steinunn Birna Magnúsdóttir skrifa 19. október 2023 13:30 Nokkur umræða hefur verið í þjóðfélaginu undanfarin misseri þar sem fram hafa komið rangfærslur sem lúta að því að Persónuvernd hafi, með niðurstöðum sínum, sett tækninotkun og framþróun í skólastarfi í upplausn. Persónuvernd er ekki hafin yfir málefnalega gagnrýni en gildishlaðnar alhæfingar og að skjóta sendiboðann hefur sjaldan reynst vel. Lögbundið hlutverk Persónuverndar er að gæta að persónuvernd almennings þannig að stjórnarskrárvarin mannréttindi séu ekki fyrir borð borin við meðferð persónuupplýsinga. Í störfum sínum er Persónuvernd bundin af almennum reglum stjórnsýsluréttarins, þ. á m. reglunni um að viðhafa málefnaleg sjónarmið við beitingu matskenndra ákvæða, auk þess sem lögbundið er að gæta samræmis í beitingu persónuverndarlöggjafarinnar innan Evrópska efnahagssvæðisins. Bentu á þann sem þér þykir bestur, eða hvað? Íslendingar eru það lánsamir að búa í réttarríki, samfélagi þar sem lög gilda og mannréttindi eru virt. Í þannig samfélagi virka lög ekki eins og kræsingar á jólahlaðborði þar sem þú velur hvað þér líst best á og hverju þú ákveður að sleppa. Fæst okkar fara t.d. í búðina og ganga út með matvöru án þess að borga þó að okkur þyki matarverð orðið of hátt. Fjármálafyrirtæki landsins búa við afar strangt og flókið regluverk og höfum við sem samfélag talið brýnt að því sé fylgt til hins ýtrasta. Ekki ætti að gera minni kröfur til að tryggja hagsmuni barna. Við getum haft skoðanir á lögum en við getum ekki valið að fara ekki eftir þeim án afleiðinga – af því að okkur finnst þau óréttlát eða flókin að framfylgja. Börn eiga rétt til persónuverndar og friðhelgi einkalífs. Börn eiga líka rétt til menntunar. Öll réttindi barna ber að virða og því mikilvægt að ekki sé valið á milli þeirra eins og kræsinga á jólahlaðborði. Endirinn skyldi í upphafi skoða Það er ekki svo að samkvæmt niðurstöðum Persónuverndar sé allt bannað þegar kemur að notkun tæknilausna í skólastarfi, en það þarf að vanda sig. Eins og með svo margt annað skiptir undirbúningurinn öllu máli. Lögin gera vissulega ríkar kröfur varðandi persónuvernd og upplýsingaöryggi, og þeim mun ríkari þegar um börn er að ræða. Þess vegna er nauðsynlegt að við undirbúning sé leitað til persónuverndarfulltrúa sveitarfélaganna og, eftir atvikum, annarra fagaðila á þessum sviðum. Ef rétt er að verki staðið í upphafi takmarkar það líkur á því að kippa þurfi einhverju úr sambandi sem keyrt var í gang án fullnægjandi undirbúnings. Saman í liði Framþróun í menntun og skólastarfi er nauðsynleg og óumdeilt að tæknin færir okkur mörg stórkostleg tækifæri, jafnt í skólastarfi sem og öðru. Í ljósi þess sem fram hefur komið í almennri umræðu um þessi mál er tilefni til að leiðrétta þann misskilning að Persónuvernd sé helsti ógnvaldurinn við framþróun skólakerfisins. Það er enda ekki í samræmi við kröfur persónuverndarlaga eða niðurstöður stofnunarinnar. Ekki má þó gleyma því að notkun tækni í skólastarfi er skilyrðum háð og nýrri tækni fylgir fjöldi áskorana. Óháð skoðunum hvers og eins eiga börnin okkar rétt á því að farið sé með persónuupplýsingar þeirra samkvæmt lögum. Rétt er það, að persónuverndarlöggjöfin setur tækninni ákveðnar skorður í því skyni að tryggja rétt einstaklinga til friðhelgi einkalífs. Framþróun í menntun og skólastarfi með aukinni tækninotkun annars vegar og friðhelgi einkalífs hins vegar eru þó ekki andstæðir pólar og sjónarmið þar að lútandi þurfa ekki að stangast á. Það er því óþarfi að stilla fólki upp í lið hvað þetta varðar, með eða á móti. Þegar grannt er skoðað er um sama markmið að ræða, þ.e. að tryggja réttindi og hagsmuni barna. Samtalið Málefni barna, sér í lagi tengd skólastarfi, hafa verið í forgrunni hjá Persónuvernd til lengri tíma. Frá árinu 2017 hafa verið haldin málþing, fræðsluerindi og gefin út tilmæli, leiðbeiningar og fræðsla á vefsíðu. Tvívegis hafa verið sendir fræðslubæklingar fyrir börn og starfsmenn í alla grunnskóla landsins. Þá hefur stofnunin átt góð samtöl við ráðuneyti barna- og menntamála. Um þessar mundir stendur yfir fræðsluferð um land allt, í samstarfi við Fjölmiðlanefnd, um mikilvægi persónuverndar, miðlalæsis og netöryggis barna í stafrænni tilveru. Fræðsluerindin eru annars vegar fyrir börn í 4.-7. bekk og hins vegar fyrir kennara og foreldra, þar sem því verður við komið, skólum að kostnaðarlausu. Viðtökurnar hafa verið frábærar og samtal við bæði börn og starfsmenn grunnskólanna til fyrirmyndar. Höfundar eru forstjóri Persónuverndar og sviðsstjóri erlends samstarfs og fræðslu hjá Persónuvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Þórisdóttir Persónuvernd Grunnskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Nokkur umræða hefur verið í þjóðfélaginu undanfarin misseri þar sem fram hafa komið rangfærslur sem lúta að því að Persónuvernd hafi, með niðurstöðum sínum, sett tækninotkun og framþróun í skólastarfi í upplausn. Persónuvernd er ekki hafin yfir málefnalega gagnrýni en gildishlaðnar alhæfingar og að skjóta sendiboðann hefur sjaldan reynst vel. Lögbundið hlutverk Persónuverndar er að gæta að persónuvernd almennings þannig að stjórnarskrárvarin mannréttindi séu ekki fyrir borð borin við meðferð persónuupplýsinga. Í störfum sínum er Persónuvernd bundin af almennum reglum stjórnsýsluréttarins, þ. á m. reglunni um að viðhafa málefnaleg sjónarmið við beitingu matskenndra ákvæða, auk þess sem lögbundið er að gæta samræmis í beitingu persónuverndarlöggjafarinnar innan Evrópska efnahagssvæðisins. Bentu á þann sem þér þykir bestur, eða hvað? Íslendingar eru það lánsamir að búa í réttarríki, samfélagi þar sem lög gilda og mannréttindi eru virt. Í þannig samfélagi virka lög ekki eins og kræsingar á jólahlaðborði þar sem þú velur hvað þér líst best á og hverju þú ákveður að sleppa. Fæst okkar fara t.d. í búðina og ganga út með matvöru án þess að borga þó að okkur þyki matarverð orðið of hátt. Fjármálafyrirtæki landsins búa við afar strangt og flókið regluverk og höfum við sem samfélag talið brýnt að því sé fylgt til hins ýtrasta. Ekki ætti að gera minni kröfur til að tryggja hagsmuni barna. Við getum haft skoðanir á lögum en við getum ekki valið að fara ekki eftir þeim án afleiðinga – af því að okkur finnst þau óréttlát eða flókin að framfylgja. Börn eiga rétt til persónuverndar og friðhelgi einkalífs. Börn eiga líka rétt til menntunar. Öll réttindi barna ber að virða og því mikilvægt að ekki sé valið á milli þeirra eins og kræsinga á jólahlaðborði. Endirinn skyldi í upphafi skoða Það er ekki svo að samkvæmt niðurstöðum Persónuverndar sé allt bannað þegar kemur að notkun tæknilausna í skólastarfi, en það þarf að vanda sig. Eins og með svo margt annað skiptir undirbúningurinn öllu máli. Lögin gera vissulega ríkar kröfur varðandi persónuvernd og upplýsingaöryggi, og þeim mun ríkari þegar um börn er að ræða. Þess vegna er nauðsynlegt að við undirbúning sé leitað til persónuverndarfulltrúa sveitarfélaganna og, eftir atvikum, annarra fagaðila á þessum sviðum. Ef rétt er að verki staðið í upphafi takmarkar það líkur á því að kippa þurfi einhverju úr sambandi sem keyrt var í gang án fullnægjandi undirbúnings. Saman í liði Framþróun í menntun og skólastarfi er nauðsynleg og óumdeilt að tæknin færir okkur mörg stórkostleg tækifæri, jafnt í skólastarfi sem og öðru. Í ljósi þess sem fram hefur komið í almennri umræðu um þessi mál er tilefni til að leiðrétta þann misskilning að Persónuvernd sé helsti ógnvaldurinn við framþróun skólakerfisins. Það er enda ekki í samræmi við kröfur persónuverndarlaga eða niðurstöður stofnunarinnar. Ekki má þó gleyma því að notkun tækni í skólastarfi er skilyrðum háð og nýrri tækni fylgir fjöldi áskorana. Óháð skoðunum hvers og eins eiga börnin okkar rétt á því að farið sé með persónuupplýsingar þeirra samkvæmt lögum. Rétt er það, að persónuverndarlöggjöfin setur tækninni ákveðnar skorður í því skyni að tryggja rétt einstaklinga til friðhelgi einkalífs. Framþróun í menntun og skólastarfi með aukinni tækninotkun annars vegar og friðhelgi einkalífs hins vegar eru þó ekki andstæðir pólar og sjónarmið þar að lútandi þurfa ekki að stangast á. Það er því óþarfi að stilla fólki upp í lið hvað þetta varðar, með eða á móti. Þegar grannt er skoðað er um sama markmið að ræða, þ.e. að tryggja réttindi og hagsmuni barna. Samtalið Málefni barna, sér í lagi tengd skólastarfi, hafa verið í forgrunni hjá Persónuvernd til lengri tíma. Frá árinu 2017 hafa verið haldin málþing, fræðsluerindi og gefin út tilmæli, leiðbeiningar og fræðsla á vefsíðu. Tvívegis hafa verið sendir fræðslubæklingar fyrir börn og starfsmenn í alla grunnskóla landsins. Þá hefur stofnunin átt góð samtöl við ráðuneyti barna- og menntamála. Um þessar mundir stendur yfir fræðsluferð um land allt, í samstarfi við Fjölmiðlanefnd, um mikilvægi persónuverndar, miðlalæsis og netöryggis barna í stafrænni tilveru. Fræðsluerindin eru annars vegar fyrir börn í 4.-7. bekk og hins vegar fyrir kennara og foreldra, þar sem því verður við komið, skólum að kostnaðarlausu. Viðtökurnar hafa verið frábærar og samtal við bæði börn og starfsmenn grunnskólanna til fyrirmyndar. Höfundar eru forstjóri Persónuverndar og sviðsstjóri erlends samstarfs og fræðslu hjá Persónuvernd.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun