Þolmörkum í ferðaþjónustu víða náð Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 18. október 2023 14:00 Til að bregðast við þeim áskorunum sem hröð fjölgun ferðamanna hefur í för með sér þarf að skoða betur leiðir til virkrar álagsstýringar á ferðamannastöðum til þess að vernda náttúruna, bæta flæði, öryggi og upplifun gesta. Það er alþekkt að uppbygging innviða á ferðamannastöðum getur breytt ásýnd svæðis og í vissum tilfellum orðið svo umfangsmikil að hún dregur úr aðdráttarafli staðarins. Fjöldi ferðamanna langt yfir íbúafjölda Rannsóknir hafa sýnt að á háannatíma fer fjöldi ferðamanna gjarnan langt yfir íbúafjölda ekki síst í fámennari samfélögum. Þar spila m.a. inn stórauknar komur skemmtiferðaskipa en það er sannarlega bara einn ferðamátinn. Þetta hefur haft gríðarleg áhrif á ýmsa grunnþjónustu allt frá heilbrigðisþjónustu og húsnæði til verslana og veitingastaða. Og til viðbótar er mun meira álag sem leggst á löggæsluna og björgunarsveitir. Þá er ótalið álagið á þjóðvegum landsins og á innviðina í orku- og veitumálum og skólpmálum eins og við höfum því miður reynslu af. Aðgangsstýring nauðsynleg fyrir náttúruna Það er sannarlega hægt að reikna út þolmörk ferðamannastaða en hafa þarf í huga að þau geta tekið breytingum yfir tíma og mikilvægt að ákveða á hverjum tíma hversu nálægt þolmörkum megi ganga. Á vissum stöðum er bæði nauðsynlegt og jafnvel æskilegt að stýra álagi ferðamanna til að stuðla bæði að sjálfbærni staðarins og til að upplifun gesta sé bæði jákvæð um leið og leitast er við að tryggja öryggi þeirra. Það er morgunljóst að margir helstu áfangastaðir hér á landi munu ekki geta með góðu móti annað helstu álagstoppum án þess að náttúran beri skaða af og upplifun gesta breytist til verri vegar frá því sem verið hefur. Ýmislegt hægt að gera Við höfum heyrt af nokkrum stöðum sem komnir eru að þolmörkum og rætt hefur verið um í sumar og þar við verðum að bregðast við. Það er ýmislegt hægt að gera og hefur verið bent á í þeim skýrslum sem unnar hafa verið undanfarin misseri. Ein leið er að nýta þjónustu sem er nú þegar til staðar og eftirspurn er umfram framboð en þar mætti sjá fyrir sér kerfi þar sem bóka þarf komu á ferðamannastað fyrirfram, hvort sem greitt er fyrir heimsóknina eða ekki. Hér á landi þarf víða að bóka gistipláss í fjallaskálum. Í mörgum fjölsóttum þjóðgörðum erlendis þarf t.d. að bóka tjaldstæði fyrir fram. Einnig er þekkt að bóka þarf heimsóknir á vinsæla ferðamannastaði eða vissa tíma til að klífa ákveðin fjöll og tinda. Með markaðssetningu og fleiri gáttum inn í landið er líka hægt að dreifa ferðamönnum betur og þar með álaginu á innviði og náttúru. Það er alveg ljóst í mínum huga að það er víða brýn nauðsyn að bregðast við. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Vinstri græn Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið Halldór 4. 10. 2025 Halldór Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Til að bregðast við þeim áskorunum sem hröð fjölgun ferðamanna hefur í för með sér þarf að skoða betur leiðir til virkrar álagsstýringar á ferðamannastöðum til þess að vernda náttúruna, bæta flæði, öryggi og upplifun gesta. Það er alþekkt að uppbygging innviða á ferðamannastöðum getur breytt ásýnd svæðis og í vissum tilfellum orðið svo umfangsmikil að hún dregur úr aðdráttarafli staðarins. Fjöldi ferðamanna langt yfir íbúafjölda Rannsóknir hafa sýnt að á háannatíma fer fjöldi ferðamanna gjarnan langt yfir íbúafjölda ekki síst í fámennari samfélögum. Þar spila m.a. inn stórauknar komur skemmtiferðaskipa en það er sannarlega bara einn ferðamátinn. Þetta hefur haft gríðarleg áhrif á ýmsa grunnþjónustu allt frá heilbrigðisþjónustu og húsnæði til verslana og veitingastaða. Og til viðbótar er mun meira álag sem leggst á löggæsluna og björgunarsveitir. Þá er ótalið álagið á þjóðvegum landsins og á innviðina í orku- og veitumálum og skólpmálum eins og við höfum því miður reynslu af. Aðgangsstýring nauðsynleg fyrir náttúruna Það er sannarlega hægt að reikna út þolmörk ferðamannastaða en hafa þarf í huga að þau geta tekið breytingum yfir tíma og mikilvægt að ákveða á hverjum tíma hversu nálægt þolmörkum megi ganga. Á vissum stöðum er bæði nauðsynlegt og jafnvel æskilegt að stýra álagi ferðamanna til að stuðla bæði að sjálfbærni staðarins og til að upplifun gesta sé bæði jákvæð um leið og leitast er við að tryggja öryggi þeirra. Það er morgunljóst að margir helstu áfangastaðir hér á landi munu ekki geta með góðu móti annað helstu álagstoppum án þess að náttúran beri skaða af og upplifun gesta breytist til verri vegar frá því sem verið hefur. Ýmislegt hægt að gera Við höfum heyrt af nokkrum stöðum sem komnir eru að þolmörkum og rætt hefur verið um í sumar og þar við verðum að bregðast við. Það er ýmislegt hægt að gera og hefur verið bent á í þeim skýrslum sem unnar hafa verið undanfarin misseri. Ein leið er að nýta þjónustu sem er nú þegar til staðar og eftirspurn er umfram framboð en þar mætti sjá fyrir sér kerfi þar sem bóka þarf komu á ferðamannastað fyrirfram, hvort sem greitt er fyrir heimsóknina eða ekki. Hér á landi þarf víða að bóka gistipláss í fjallaskálum. Í mörgum fjölsóttum þjóðgörðum erlendis þarf t.d. að bóka tjaldstæði fyrir fram. Einnig er þekkt að bóka þarf heimsóknir á vinsæla ferðamannastaði eða vissa tíma til að klífa ákveðin fjöll og tinda. Með markaðssetningu og fleiri gáttum inn í landið er líka hægt að dreifa ferðamönnum betur og þar með álaginu á innviði og náttúru. Það er alveg ljóst í mínum huga að það er víða brýn nauðsyn að bregðast við. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun