Fíknivandinn – við verðum að gera meira Alma D. Möller skrifar 17. október 2023 12:29 Fíknisjúkdómur Það er fíknisjúkdómur þegar einstaklingur hefur ekki lengur stjórn á hvötinni til að nota vímuefni hvort heldur ólögleg vímuefni, lyfseðilsskyld lyf eða áfengi, þrátt fyrir miklar og alvarlegar afleiðingar á geðheilsu, líkamlega heilsu og félagslega stöðu. Fíknivandi er ekki einsleitur og meðferðarþörfin afar breytileg eftir stigi vandans og aðstæðum einstaklings. Fíkn er hættulegur sjúkdómur og því miður hefur fólk látist um aldur fram vegna fíknisjúkdóma í áratugi. Getur verið að það hafi ekki fengið meiri athygli því samfélagið heldur að ekkert sé hægt að gera? Það eru hins vegar til mörg úrræði og hefur margt verið vel gert hérlendis en ljóst að gera þarf enn betur. Undanfarið hefur verið mikil umræða um vaxandi vanda vegna misnotkunar ópíóíða og er þessi umfjöllun af því tilefni og til brýningar fyrir okkur öll. Umfang ópíóíðavandans Misnotkun ópíóíða, löglegra og ólöglegra, er vaxandi vandamál á heimsvísu og hefur fíknivandi vegna ópíóíða vaxið jafnt og þétt hérlendis undanfarinn áratug. Sem dæmi hafa æ fleiri leitað á sjúkrahúsið Vog vegna þess. Árið 2014 voru það 203 einstaklingar en 329 árið 2022. Þá hefur hlutfall þeirra sem sækja meðferð vegna ópíóíðavanda vaxið úr 16% í 23% á sama tímabili. Sérstakt áhyggjuefni er að hlutfallið er 36% hjá þeim sem eru 25 ára og yngri og hefur það farið hækkandi. Sömuleiðis hefur þeim fjölgað sem fá viðhaldsmeðferð við ópíóíðafíkn á vegum Vogs, úr 117 einstaklingum árið 2014 í 347 árið 2022. Sjúkrahúsið Vogur hefur bent á að ríkið greiðir einungis fyrir hluta þeirrar meðferðar eða fyrir 90 manns og hefur það haldist óbreytt á þessu tímabili. Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri sinna fyrst og fremst einstaklingum með samhliða geð- og fíknisjúkdóm (tvígreiningu). Þá er einstaklingum með fíknisjúkdóma sinnt í fjölda mikilvægra úrræða utan heilbrigðiskerfisins. Mikið hefur verið rætt um fjölda ótímabærra dauðsfalla vegna ópíóíðavandans og tölur verið á reiki. Eitt dauðsfall er of mikið og er öllum þeim sem hafa misst vottuð dýpsta samúð. Embætti landlæknis færir Dánarmeinaskrá en þau gögn byggja á skráningu í dánarvottorð, sem réttarlæknir færir að beiðni lögreglu þegar um voveifleg andlát er að ræða. Almennt tekur marga mánuði að þessi dánarvottorð berist embættinu. Því hafa dánartölur einungis verið birtar einu til tvisvar sinnum á ári, sjá hér. Það sem af er ári eru skráð 18 andlát þar sem ópíóíðar eiga í hlut en oftast greinast önnur lyf og efni samhliða. Talan gæti verið hærri því embættinu hafa ekki borist öll dánarvottorð. Til samanburðar voru andlát vegna ópíóíða 25 talsins árið 2022. Skráning dánarmeina er formföst og ítarleg og ekki hentug til rauntímavöktunar. Setjum stefnu og bætum vöktun Mikilvægt væri að hafa rauntímavöktun á umfangi vandans og skörp viðbrögð til samræmis. Til þess þyrfti aðkomu margra ráðuneyta, stofnana og félagasamtaka. Því lagði landlæknir til við heilbrigðisráðherra í maí sl. að komið yrði á fót slíkum hópi sem t.d. mætti kalla Fíknivaktina. Fundir væru reglulega undir stjórn sérstaks verkefnastjóra og væri nefndinni falin vöktun, greining á stöðu mála hverju sinni og hefði nefndin nauðsynlega heimildir til að gera hlutaðeigandi stofnunum að bregðast hratt við eftir þörfum. Fíknivandi verður án efa til staðar áfram, nú eru það ópíóíðar, ekki síst oxýkódón, sem eru efstir á baugi en hver veit hvað kemur næst. Það liggur þannig á að finna lausnir til skemmri tíma. En það þarf líka að huga að málum til lengri tíma. Huga þarf að forvörnum, snemmtækri íhlutun, greiningu, vöktun, heilbrigðis- og félagsþjónustu, eftirfylgd og endurhæfingu sem og skaðaminnkandi úrræðum er varða notendur, aðstandendur og samfélagið í heild. Til var Stefnaí áfengis- og vímuvörnum til ársins 2020, frá desember 2013. Embætti landlæknis hefur margítrekað nauðsyn þess, bæði við heilbrigðisráðuneyti og Velferðarnefnd Alþingis að setja þurfi nýja og heildstæða stefnu um þennan flókna málaflokk. Það þarf að auka meðferð Fíknivandi er heilbrigðisvandi og mikilvægt að meðferð sé samkvæmt bestu þekkingu og að mestu innan heilbrigðiskerfisins. Ef látið er af slíkri kröfu er hætta á að hópur fíkniefnaneytenda verði enn jaðarsettari. Skipuleggja ætti heilbrigðisþjónustu við fíknivanda út frá stefnumörkun stjórnvalda, fagþekkingu, þarfagreiningu, mannúð, mannréttindum og reynslu notenda þjónustunnar og aðstandenda þeirra. Það þarf að auka aðgengi að faglegri meðferð við vímuefnavanda og hefur þörfinni ekki verið mætt um langa hríð eins og fram kom í úttekt sem embætti landlæknis gerði árið 2020. Þegar kemur að ópíóíðafíkn er brýnust þörf fyrir betra aðgengi að bráðameðferð; Bráðafíknimóttöku þar sem einstaklingur getur fengið mat á þörf fyrir meðferð og forgangsröðun. Slíkt mat þarf að fást án tafar, um leið og þörf kemur upp og/eða einstaklingur finnur hjá sér hvöt til að þiggja meðferð. Að sama skapi þarf að tryggja aukin úrræði til bráðameðferðar, t.d. innlögn vegna niðurtröppunar og stillingar á viðhaldsmeðferð. Einnig þarf að sjá til þess að hægt sé að auka fjölbreytni og tímalengd meðferðar og úrræða ásamt því að auka sérhæfða sálfélagslega þjónustu, t.d. áfalla- og kvíðameðferð sem og stuðning við aðstandendur. Enn fremur þarf að skilgreina eftirmeðferð, langvarandi eftirfylgd og endurhæfingu eftir því sem við á. Huga þarf að skaðaminnkun sem er mikilvægur þáttur fíknivanda, t.d. viðurkennd og skipulögð lyfjameðferð við ópíóíðafíkn (viðhaldsmeðferð), nála- og sprautuþjónusta, neyslurými sem og önnur nauðsynleg heilbrigðisþjónustu svo fátt eitt sé nefnt. Áðurnefnd úttekt embættis landlæknis benti til að sóknarfæri væru í aukinni samvinnu og samhæfingu þjónustuveitenda. Ávísanir ópíóíða Embætti landlæknis ber lögum samkvæmt að hafa eftirlit með lyfjaávísunum og stuðla að skynsamlegri lyfjanotkun. Það er afar mikilvægt að læknar ávísi ópíóíðum með mikilli gætni, sbr. leiðbeiningar sem embættið gaf út því vitað er að lyf sem er ávísað af lækni getur leitt til misnotkunar eða verið hluti af misnotkun. Ef ávísað er óvarlega getur það haft afleiðingar fyrir lækninn, í samræmi við lög um landlækni og lýðheilsu nr. 41/2007, allt frá tilmælum eða áminningu til sviptingar ávísanaleyfis eða starfsleyfis. Það er mikilvægt að læknar nýti sér Lyfjagagnagrunn og sk. Miðlægt lyfjakort sem nú er í innleiðingu og sem mun auðvelda læknum yfirsýn og aðhald. Ávallt þarf að hafa í huga hvort vægari verkjalyf eða önnur meðferð geti verði heppilegri, að skammtur sé viðeigandi, að meðferð sé veitt í eins stuttan tíma og mögulegt er og ekki ávísað meiru en sem því nemur. Notendur lyfjanna þurfa einnig að vera upplýstir, það er sameiginleg ábyrgð meðferðaraðila og notenda, sjá t.d. ágætar leiðbeiningar Landspítala fyrir notendur. Það má aldrei gleyma því að sterkir ópíóíðar eru mikilvæg lyf í meðferð við miklum verkjum eins og t.d. vegna krabbameina eða eftir stærri slys og skurðaðgerðir. Embættið birtir reglulega tölfræði um lyfjanotkun, sjá t.d. hér um ávísanir ópíóíða. Staðan er þannig að hérlendis er notað heldur minna af oxýkódoni og fleiri sterkum ópíóíðum en annars staðar á Norðurlöndum. Afgreitt magn hefur aðeins minnkað árin 2021 og 22 samanborið við árið 2020 og ekki hefur sést aukning það sem af er þessu ári. Haft hefur verið eftir lögreglu að vart hafi orðið við mikinn ólöglegan innflutning á þessum lyfjum. Þar þurfa hlutaðeigandi yfirvöld að spyrna við fótum eins og frekast er unnt. Gleymum ekki áfengi og kannabis Misnotkun áfengis er algeng og afleiðingar hennar gríðarlegar, fyrir einstaklinga, ástvini og samfélagið allt. Fyrir utan fíknivandann er áfengi áhættuþáttur ótal sjúkdóma, ekki síst krabbameina, háþrýstings, hjarta- og lifrarsjúkdóma. Notkun áfengis leggur þannig miklar byrðar á heilbrigðiskerfið. Það er ákaflega mikilvægt að áfram verði fylgt gagnreyndum ráðum og virkum forvörnum til að lágmarka notkun þess og skaðsemi. Áhyggjuefni er að í könnun embættis landlæknis um viðhorf til og notkun ólöglegra vímuefna sem fjallað er um í seinni hluta Talnabrunns kom fram frjálslyndara viðhorf til kannabis. Við skulum aldrei gleyma að vara við notkun kannabis, enda getur neysla þess haft umtalsverð áhrif á vitsmunafærni og þroska og stuðlað að annarri fíkn. Fram hefur komið, í samtölum við aðstandendur þeirra sem misnota ópíóíða, að kannabis var oft fyrsta vímuefnið. Því er brýnt að stefnumörkun nái einnig til beggja þessara vímuefna. Að lokum Alltaf þegar vandi er uppi, fer best á að byrja á að líta í eigin barm. Við hjá embætti landlæknis höfum verið að efla lyfjaeftirlit, eins og bjargir stofnunarinnar leyfa og höfum unnið að fjölmörgum verkefnum sem stuðla að því að vandað sé til lyfjaávísana. Þá munum við skoða sérstaklega hvort við getum lagt frekar að mörkum í birtingu tölfræði er lýtur að umfangi og meðferð fíknivandans. Engum dylst góður vilji heilbrigðisráðherra og fyrst og síðast eru það hlutaðeigandi ráðuneyti (heilbrigðis-, félags-, dómsmála- og fjármálaráðuneyti) og Alþingi sem þurfa, í samráði við okkar helstu sérfræðinga, að marka stefnu um vímuefnavarnir og -meðferð, ákveða hvernig bregðast skuli við og útdeila fjármagni til samræmis. Höfundur er landlæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma D. Möller Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Sjá meira
Fíknisjúkdómur Það er fíknisjúkdómur þegar einstaklingur hefur ekki lengur stjórn á hvötinni til að nota vímuefni hvort heldur ólögleg vímuefni, lyfseðilsskyld lyf eða áfengi, þrátt fyrir miklar og alvarlegar afleiðingar á geðheilsu, líkamlega heilsu og félagslega stöðu. Fíknivandi er ekki einsleitur og meðferðarþörfin afar breytileg eftir stigi vandans og aðstæðum einstaklings. Fíkn er hættulegur sjúkdómur og því miður hefur fólk látist um aldur fram vegna fíknisjúkdóma í áratugi. Getur verið að það hafi ekki fengið meiri athygli því samfélagið heldur að ekkert sé hægt að gera? Það eru hins vegar til mörg úrræði og hefur margt verið vel gert hérlendis en ljóst að gera þarf enn betur. Undanfarið hefur verið mikil umræða um vaxandi vanda vegna misnotkunar ópíóíða og er þessi umfjöllun af því tilefni og til brýningar fyrir okkur öll. Umfang ópíóíðavandans Misnotkun ópíóíða, löglegra og ólöglegra, er vaxandi vandamál á heimsvísu og hefur fíknivandi vegna ópíóíða vaxið jafnt og þétt hérlendis undanfarinn áratug. Sem dæmi hafa æ fleiri leitað á sjúkrahúsið Vog vegna þess. Árið 2014 voru það 203 einstaklingar en 329 árið 2022. Þá hefur hlutfall þeirra sem sækja meðferð vegna ópíóíðavanda vaxið úr 16% í 23% á sama tímabili. Sérstakt áhyggjuefni er að hlutfallið er 36% hjá þeim sem eru 25 ára og yngri og hefur það farið hækkandi. Sömuleiðis hefur þeim fjölgað sem fá viðhaldsmeðferð við ópíóíðafíkn á vegum Vogs, úr 117 einstaklingum árið 2014 í 347 árið 2022. Sjúkrahúsið Vogur hefur bent á að ríkið greiðir einungis fyrir hluta þeirrar meðferðar eða fyrir 90 manns og hefur það haldist óbreytt á þessu tímabili. Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri sinna fyrst og fremst einstaklingum með samhliða geð- og fíknisjúkdóm (tvígreiningu). Þá er einstaklingum með fíknisjúkdóma sinnt í fjölda mikilvægra úrræða utan heilbrigðiskerfisins. Mikið hefur verið rætt um fjölda ótímabærra dauðsfalla vegna ópíóíðavandans og tölur verið á reiki. Eitt dauðsfall er of mikið og er öllum þeim sem hafa misst vottuð dýpsta samúð. Embætti landlæknis færir Dánarmeinaskrá en þau gögn byggja á skráningu í dánarvottorð, sem réttarlæknir færir að beiðni lögreglu þegar um voveifleg andlát er að ræða. Almennt tekur marga mánuði að þessi dánarvottorð berist embættinu. Því hafa dánartölur einungis verið birtar einu til tvisvar sinnum á ári, sjá hér. Það sem af er ári eru skráð 18 andlát þar sem ópíóíðar eiga í hlut en oftast greinast önnur lyf og efni samhliða. Talan gæti verið hærri því embættinu hafa ekki borist öll dánarvottorð. Til samanburðar voru andlát vegna ópíóíða 25 talsins árið 2022. Skráning dánarmeina er formföst og ítarleg og ekki hentug til rauntímavöktunar. Setjum stefnu og bætum vöktun Mikilvægt væri að hafa rauntímavöktun á umfangi vandans og skörp viðbrögð til samræmis. Til þess þyrfti aðkomu margra ráðuneyta, stofnana og félagasamtaka. Því lagði landlæknir til við heilbrigðisráðherra í maí sl. að komið yrði á fót slíkum hópi sem t.d. mætti kalla Fíknivaktina. Fundir væru reglulega undir stjórn sérstaks verkefnastjóra og væri nefndinni falin vöktun, greining á stöðu mála hverju sinni og hefði nefndin nauðsynlega heimildir til að gera hlutaðeigandi stofnunum að bregðast hratt við eftir þörfum. Fíknivandi verður án efa til staðar áfram, nú eru það ópíóíðar, ekki síst oxýkódón, sem eru efstir á baugi en hver veit hvað kemur næst. Það liggur þannig á að finna lausnir til skemmri tíma. En það þarf líka að huga að málum til lengri tíma. Huga þarf að forvörnum, snemmtækri íhlutun, greiningu, vöktun, heilbrigðis- og félagsþjónustu, eftirfylgd og endurhæfingu sem og skaðaminnkandi úrræðum er varða notendur, aðstandendur og samfélagið í heild. Til var Stefnaí áfengis- og vímuvörnum til ársins 2020, frá desember 2013. Embætti landlæknis hefur margítrekað nauðsyn þess, bæði við heilbrigðisráðuneyti og Velferðarnefnd Alþingis að setja þurfi nýja og heildstæða stefnu um þennan flókna málaflokk. Það þarf að auka meðferð Fíknivandi er heilbrigðisvandi og mikilvægt að meðferð sé samkvæmt bestu þekkingu og að mestu innan heilbrigðiskerfisins. Ef látið er af slíkri kröfu er hætta á að hópur fíkniefnaneytenda verði enn jaðarsettari. Skipuleggja ætti heilbrigðisþjónustu við fíknivanda út frá stefnumörkun stjórnvalda, fagþekkingu, þarfagreiningu, mannúð, mannréttindum og reynslu notenda þjónustunnar og aðstandenda þeirra. Það þarf að auka aðgengi að faglegri meðferð við vímuefnavanda og hefur þörfinni ekki verið mætt um langa hríð eins og fram kom í úttekt sem embætti landlæknis gerði árið 2020. Þegar kemur að ópíóíðafíkn er brýnust þörf fyrir betra aðgengi að bráðameðferð; Bráðafíknimóttöku þar sem einstaklingur getur fengið mat á þörf fyrir meðferð og forgangsröðun. Slíkt mat þarf að fást án tafar, um leið og þörf kemur upp og/eða einstaklingur finnur hjá sér hvöt til að þiggja meðferð. Að sama skapi þarf að tryggja aukin úrræði til bráðameðferðar, t.d. innlögn vegna niðurtröppunar og stillingar á viðhaldsmeðferð. Einnig þarf að sjá til þess að hægt sé að auka fjölbreytni og tímalengd meðferðar og úrræða ásamt því að auka sérhæfða sálfélagslega þjónustu, t.d. áfalla- og kvíðameðferð sem og stuðning við aðstandendur. Enn fremur þarf að skilgreina eftirmeðferð, langvarandi eftirfylgd og endurhæfingu eftir því sem við á. Huga þarf að skaðaminnkun sem er mikilvægur þáttur fíknivanda, t.d. viðurkennd og skipulögð lyfjameðferð við ópíóíðafíkn (viðhaldsmeðferð), nála- og sprautuþjónusta, neyslurými sem og önnur nauðsynleg heilbrigðisþjónustu svo fátt eitt sé nefnt. Áðurnefnd úttekt embættis landlæknis benti til að sóknarfæri væru í aukinni samvinnu og samhæfingu þjónustuveitenda. Ávísanir ópíóíða Embætti landlæknis ber lögum samkvæmt að hafa eftirlit með lyfjaávísunum og stuðla að skynsamlegri lyfjanotkun. Það er afar mikilvægt að læknar ávísi ópíóíðum með mikilli gætni, sbr. leiðbeiningar sem embættið gaf út því vitað er að lyf sem er ávísað af lækni getur leitt til misnotkunar eða verið hluti af misnotkun. Ef ávísað er óvarlega getur það haft afleiðingar fyrir lækninn, í samræmi við lög um landlækni og lýðheilsu nr. 41/2007, allt frá tilmælum eða áminningu til sviptingar ávísanaleyfis eða starfsleyfis. Það er mikilvægt að læknar nýti sér Lyfjagagnagrunn og sk. Miðlægt lyfjakort sem nú er í innleiðingu og sem mun auðvelda læknum yfirsýn og aðhald. Ávallt þarf að hafa í huga hvort vægari verkjalyf eða önnur meðferð geti verði heppilegri, að skammtur sé viðeigandi, að meðferð sé veitt í eins stuttan tíma og mögulegt er og ekki ávísað meiru en sem því nemur. Notendur lyfjanna þurfa einnig að vera upplýstir, það er sameiginleg ábyrgð meðferðaraðila og notenda, sjá t.d. ágætar leiðbeiningar Landspítala fyrir notendur. Það má aldrei gleyma því að sterkir ópíóíðar eru mikilvæg lyf í meðferð við miklum verkjum eins og t.d. vegna krabbameina eða eftir stærri slys og skurðaðgerðir. Embættið birtir reglulega tölfræði um lyfjanotkun, sjá t.d. hér um ávísanir ópíóíða. Staðan er þannig að hérlendis er notað heldur minna af oxýkódoni og fleiri sterkum ópíóíðum en annars staðar á Norðurlöndum. Afgreitt magn hefur aðeins minnkað árin 2021 og 22 samanborið við árið 2020 og ekki hefur sést aukning það sem af er þessu ári. Haft hefur verið eftir lögreglu að vart hafi orðið við mikinn ólöglegan innflutning á þessum lyfjum. Þar þurfa hlutaðeigandi yfirvöld að spyrna við fótum eins og frekast er unnt. Gleymum ekki áfengi og kannabis Misnotkun áfengis er algeng og afleiðingar hennar gríðarlegar, fyrir einstaklinga, ástvini og samfélagið allt. Fyrir utan fíknivandann er áfengi áhættuþáttur ótal sjúkdóma, ekki síst krabbameina, háþrýstings, hjarta- og lifrarsjúkdóma. Notkun áfengis leggur þannig miklar byrðar á heilbrigðiskerfið. Það er ákaflega mikilvægt að áfram verði fylgt gagnreyndum ráðum og virkum forvörnum til að lágmarka notkun þess og skaðsemi. Áhyggjuefni er að í könnun embættis landlæknis um viðhorf til og notkun ólöglegra vímuefna sem fjallað er um í seinni hluta Talnabrunns kom fram frjálslyndara viðhorf til kannabis. Við skulum aldrei gleyma að vara við notkun kannabis, enda getur neysla þess haft umtalsverð áhrif á vitsmunafærni og þroska og stuðlað að annarri fíkn. Fram hefur komið, í samtölum við aðstandendur þeirra sem misnota ópíóíða, að kannabis var oft fyrsta vímuefnið. Því er brýnt að stefnumörkun nái einnig til beggja þessara vímuefna. Að lokum Alltaf þegar vandi er uppi, fer best á að byrja á að líta í eigin barm. Við hjá embætti landlæknis höfum verið að efla lyfjaeftirlit, eins og bjargir stofnunarinnar leyfa og höfum unnið að fjölmörgum verkefnum sem stuðla að því að vandað sé til lyfjaávísana. Þá munum við skoða sérstaklega hvort við getum lagt frekar að mörkum í birtingu tölfræði er lýtur að umfangi og meðferð fíknivandans. Engum dylst góður vilji heilbrigðisráðherra og fyrst og síðast eru það hlutaðeigandi ráðuneyti (heilbrigðis-, félags-, dómsmála- og fjármálaráðuneyti) og Alþingi sem þurfa, í samráði við okkar helstu sérfræðinga, að marka stefnu um vímuefnavarnir og -meðferð, ákveða hvernig bregðast skuli við og útdeila fjármagni til samræmis. Höfundur er landlæknir.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun