Körfubolti

Flutti meira en ellefu þúsund kíló­metra til að upp­lifa öðru­vísi NBA draum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hwang Intae er nú fastráðinn dómari í NBA deildinni í körfubolta.
Hwang Intae er nú fastráðinn dómari í NBA deildinni í körfubolta. AP/Jacob Kupferman

Flesta körfuboltaleikmenn dreymir um að spila í NBA-deildinni í körfubolta en aðeins einn af hverjum milljón nær að upplifa slíkan draum.

Það eru til annars konar draumar tengdir NBA-deildinni og einn slíkur rættist á dögunum hjá Intae Hwang.

Hwang hafði tekið þá róttæku ákvörðun að flytja með fjölskyldu sína hinum megin á hnöttinn. Draumurinn var að fá að dæma í NBA.

Hwang flutti alls fjölskylduna frá Suður Kóreu til New Jersey eða meira en ellefu þúsund kílómetra.

Dómarinn komst að í þróunaráætlun NBA-dómara en hafði áður dæmt lengi í heimalandi sínu og leiki á FIBA mótum.

Nú hefur þessi vinna borið árangur því hann er fastráðinn NBA dómari fyrir 2023-24 tímabilið.

„Það er eiginlega ávanabindandi að dæma, sagði Intae Hwang og lýsti svo upplifun sinni þegar hann var að byrja að dæma.

„Eftir hvern einasta leik þá líður þér illa. Fólk var að öskra á þig. Ég gleymdi líka því í leiknum sem ég las í reglubókinni. Það var hræðilegt. Ég vildi samt verða betri og betri. Ég vildi vera fullkominn en í dag hef ég lært af öllu saman og veit að við getum aldrei orðið fullkomnir. Við getum aðeins verið frábærir,“ sagði Hwang.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×