Íran hafi komið að skipulagningu árásanna yfir nokkurra vikna skeið Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. október 2023 23:58 Yfirmaður ICGC sveitar Írans, Esmail Qaani, ræðir málin á minningarathöfn herdeildarinnar árið 2022. Háttsettir yfirmenn hersins eru sagðir hafa hjálpað Hamas-samtökunum við skipulagningu árásarinnar á Ísrael. Getty Yfirmenn íranska hersins hjálpuðu til við að skipuleggja óvænta árásarhrinu Hamassveita á Ísrael yfir nokkurra vikna skeið, og gáfu grænt ljós á árásina síðasta mánudag. Þetta hefur Wall Street Journal eftir háttsettum yfirmönnum Hamas- og Hezbollah vígasveita, sem eru báðar styrktar af stjórnvöldum í Íran. Í umfjöllun WSJ kemur fram að yfirmenn Byltingarvarða Írans (IRGC), deildar innan íranska hersins, hafi unnið með Hamas-samtökunum frá því í ágúst við að skipuleggja árásir úr lofti, á landi og í sjó. Vígamönnum tókst að brjóta niður varnarlínur Ísraela og hafa raunar ekki komist jafn langt inn í land Ísraels frá Yom Kippur stríðinu svokallaða árið 1973. Höfðu ekki tengt Íran við árásina Smáatriðum árásarinnar var lýst á fundum þar sem viðstaddir voru fulltrúar íranska hersins, Hamas og Hezbollah í Beitut, höfuðborg Líbanon. Þetta hefur WSJ eftir yfirmönnum innan vígasveitanna. Bandarískum yfirvöldum hafði ekki tekist að tengja Íran við árásir Hamas. CNN hafði eftir Antony Blinken í dag að vísbendingar þess efnis lægju ekki fyrir enn. Hann kvaðst hins vegar meðvitaður um langt samband vígahópa og Írans. Haft er eftir Mahmoud Mirdawi, háttsettum yfirmanni innan Hamas, að sveitin hafi skipulagt árásina eins síns liðs. „Þetta er ákvörðun Palestínu og Hamas,“ segir hann. Í kvöld kom öryggisráð Sameinuðu þjóðanna saman vegna ástandsins. Öryggisráðinu tókst ekki að koma sér saman um fordæmingu árásanna en sendifulltrúi Bandaríkjanna gaf það sterklega til kynna að Rússar hefðu staðið því í vegi. Sendifulltrúi Írans vildi ekki tjá sig við fjölmiðla um aðkomu Írans að árásunum. Sagðir vilja sækja að Ísrael úr öllum áttum Æðsti leiðtogi Írans, Ayatollah Ali Khamenei, fagnar árás Hamas-liða á X, áður Twitter, og segir ljóst að yfirráð Zíonista á landssvæðinu muni brátt líða undir lok. Bein þátttaka Írans í stríðinu sem nú geisar myndi færa átök Ísraels og Írans á yfirborðið. Með því eru líkur taldar á að átökin við landamæri Ísraels, úr öllum áttum, myndu stigmagnast. Háttsettir yfirmenn ísraelska hersins hafa heitið því að láta til skarar skríða gegn íranska hernum og æðstu yfirmönnum hans, verði írönsk yfirvöld fundin sek um að drepa Ísraela. Til lengri tíma litið er áætlun herdeildarinnar írönsku, Byltingarvarða Írans, að sækja að Ísrael úr öllum áttum, að því er fram kemur í umfjöllun WSJ. Hezbollah úr norðri, ásamt öðrum palestínskum vígahópum, og Hamas frá Vesturbakkanum, með aðstoð íslanmska Jihad. Ísrael Palestína Íran Hernaður Átök Ísraela og Palestínumanna Tengdar fréttir „Þetta verður langvinnt, erfitt og blóðugt“ Veruleg hætta er á því að átökin sem nú standa yfir í Ísrael og á Gaza-svæðinu muni dreifa sér víðar. Þetta segir Arnór Sigurjónossn sérfræðingur í varnarmálum. Innrás Ísrael á Gaza-svæðið sé óhjákvæmileg enda hafi yfirvöld þar heitið því að uppræta Hamas-samtökin. 8. október 2023 20:33 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Þetta hefur Wall Street Journal eftir háttsettum yfirmönnum Hamas- og Hezbollah vígasveita, sem eru báðar styrktar af stjórnvöldum í Íran. Í umfjöllun WSJ kemur fram að yfirmenn Byltingarvarða Írans (IRGC), deildar innan íranska hersins, hafi unnið með Hamas-samtökunum frá því í ágúst við að skipuleggja árásir úr lofti, á landi og í sjó. Vígamönnum tókst að brjóta niður varnarlínur Ísraela og hafa raunar ekki komist jafn langt inn í land Ísraels frá Yom Kippur stríðinu svokallaða árið 1973. Höfðu ekki tengt Íran við árásina Smáatriðum árásarinnar var lýst á fundum þar sem viðstaddir voru fulltrúar íranska hersins, Hamas og Hezbollah í Beitut, höfuðborg Líbanon. Þetta hefur WSJ eftir yfirmönnum innan vígasveitanna. Bandarískum yfirvöldum hafði ekki tekist að tengja Íran við árásir Hamas. CNN hafði eftir Antony Blinken í dag að vísbendingar þess efnis lægju ekki fyrir enn. Hann kvaðst hins vegar meðvitaður um langt samband vígahópa og Írans. Haft er eftir Mahmoud Mirdawi, háttsettum yfirmanni innan Hamas, að sveitin hafi skipulagt árásina eins síns liðs. „Þetta er ákvörðun Palestínu og Hamas,“ segir hann. Í kvöld kom öryggisráð Sameinuðu þjóðanna saman vegna ástandsins. Öryggisráðinu tókst ekki að koma sér saman um fordæmingu árásanna en sendifulltrúi Bandaríkjanna gaf það sterklega til kynna að Rússar hefðu staðið því í vegi. Sendifulltrúi Írans vildi ekki tjá sig við fjölmiðla um aðkomu Írans að árásunum. Sagðir vilja sækja að Ísrael úr öllum áttum Æðsti leiðtogi Írans, Ayatollah Ali Khamenei, fagnar árás Hamas-liða á X, áður Twitter, og segir ljóst að yfirráð Zíonista á landssvæðinu muni brátt líða undir lok. Bein þátttaka Írans í stríðinu sem nú geisar myndi færa átök Ísraels og Írans á yfirborðið. Með því eru líkur taldar á að átökin við landamæri Ísraels, úr öllum áttum, myndu stigmagnast. Háttsettir yfirmenn ísraelska hersins hafa heitið því að láta til skarar skríða gegn íranska hernum og æðstu yfirmönnum hans, verði írönsk yfirvöld fundin sek um að drepa Ísraela. Til lengri tíma litið er áætlun herdeildarinnar írönsku, Byltingarvarða Írans, að sækja að Ísrael úr öllum áttum, að því er fram kemur í umfjöllun WSJ. Hezbollah úr norðri, ásamt öðrum palestínskum vígahópum, og Hamas frá Vesturbakkanum, með aðstoð íslanmska Jihad.
Ísrael Palestína Íran Hernaður Átök Ísraela og Palestínumanna Tengdar fréttir „Þetta verður langvinnt, erfitt og blóðugt“ Veruleg hætta er á því að átökin sem nú standa yfir í Ísrael og á Gaza-svæðinu muni dreifa sér víðar. Þetta segir Arnór Sigurjónossn sérfræðingur í varnarmálum. Innrás Ísrael á Gaza-svæðið sé óhjákvæmileg enda hafi yfirvöld þar heitið því að uppræta Hamas-samtökin. 8. október 2023 20:33 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
„Þetta verður langvinnt, erfitt og blóðugt“ Veruleg hætta er á því að átökin sem nú standa yfir í Ísrael og á Gaza-svæðinu muni dreifa sér víðar. Þetta segir Arnór Sigurjónossn sérfræðingur í varnarmálum. Innrás Ísrael á Gaza-svæðið sé óhjákvæmileg enda hafi yfirvöld þar heitið því að uppræta Hamas-samtökin. 8. október 2023 20:33