Íran hafi komið að skipulagningu árásanna yfir nokkurra vikna skeið Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. október 2023 23:58 Yfirmaður ICGC sveitar Írans, Esmail Qaani, ræðir málin á minningarathöfn herdeildarinnar árið 2022. Háttsettir yfirmenn hersins eru sagðir hafa hjálpað Hamas-samtökunum við skipulagningu árásarinnar á Ísrael. Getty Yfirmenn íranska hersins hjálpuðu til við að skipuleggja óvænta árásarhrinu Hamassveita á Ísrael yfir nokkurra vikna skeið, og gáfu grænt ljós á árásina síðasta mánudag. Þetta hefur Wall Street Journal eftir háttsettum yfirmönnum Hamas- og Hezbollah vígasveita, sem eru báðar styrktar af stjórnvöldum í Íran. Í umfjöllun WSJ kemur fram að yfirmenn Byltingarvarða Írans (IRGC), deildar innan íranska hersins, hafi unnið með Hamas-samtökunum frá því í ágúst við að skipuleggja árásir úr lofti, á landi og í sjó. Vígamönnum tókst að brjóta niður varnarlínur Ísraela og hafa raunar ekki komist jafn langt inn í land Ísraels frá Yom Kippur stríðinu svokallaða árið 1973. Höfðu ekki tengt Íran við árásina Smáatriðum árásarinnar var lýst á fundum þar sem viðstaddir voru fulltrúar íranska hersins, Hamas og Hezbollah í Beitut, höfuðborg Líbanon. Þetta hefur WSJ eftir yfirmönnum innan vígasveitanna. Bandarískum yfirvöldum hafði ekki tekist að tengja Íran við árásir Hamas. CNN hafði eftir Antony Blinken í dag að vísbendingar þess efnis lægju ekki fyrir enn. Hann kvaðst hins vegar meðvitaður um langt samband vígahópa og Írans. Haft er eftir Mahmoud Mirdawi, háttsettum yfirmanni innan Hamas, að sveitin hafi skipulagt árásina eins síns liðs. „Þetta er ákvörðun Palestínu og Hamas,“ segir hann. Í kvöld kom öryggisráð Sameinuðu þjóðanna saman vegna ástandsins. Öryggisráðinu tókst ekki að koma sér saman um fordæmingu árásanna en sendifulltrúi Bandaríkjanna gaf það sterklega til kynna að Rússar hefðu staðið því í vegi. Sendifulltrúi Írans vildi ekki tjá sig við fjölmiðla um aðkomu Írans að árásunum. Sagðir vilja sækja að Ísrael úr öllum áttum Æðsti leiðtogi Írans, Ayatollah Ali Khamenei, fagnar árás Hamas-liða á X, áður Twitter, og segir ljóst að yfirráð Zíonista á landssvæðinu muni brátt líða undir lok. Bein þátttaka Írans í stríðinu sem nú geisar myndi færa átök Ísraels og Írans á yfirborðið. Með því eru líkur taldar á að átökin við landamæri Ísraels, úr öllum áttum, myndu stigmagnast. Háttsettir yfirmenn ísraelska hersins hafa heitið því að láta til skarar skríða gegn íranska hernum og æðstu yfirmönnum hans, verði írönsk yfirvöld fundin sek um að drepa Ísraela. Til lengri tíma litið er áætlun herdeildarinnar írönsku, Byltingarvarða Írans, að sækja að Ísrael úr öllum áttum, að því er fram kemur í umfjöllun WSJ. Hezbollah úr norðri, ásamt öðrum palestínskum vígahópum, og Hamas frá Vesturbakkanum, með aðstoð íslanmska Jihad. Ísrael Palestína Íran Hernaður Átök Ísraela og Palestínumanna Tengdar fréttir „Þetta verður langvinnt, erfitt og blóðugt“ Veruleg hætta er á því að átökin sem nú standa yfir í Ísrael og á Gaza-svæðinu muni dreifa sér víðar. Þetta segir Arnór Sigurjónossn sérfræðingur í varnarmálum. Innrás Ísrael á Gaza-svæðið sé óhjákvæmileg enda hafi yfirvöld þar heitið því að uppræta Hamas-samtökin. 8. október 2023 20:33 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Þetta hefur Wall Street Journal eftir háttsettum yfirmönnum Hamas- og Hezbollah vígasveita, sem eru báðar styrktar af stjórnvöldum í Íran. Í umfjöllun WSJ kemur fram að yfirmenn Byltingarvarða Írans (IRGC), deildar innan íranska hersins, hafi unnið með Hamas-samtökunum frá því í ágúst við að skipuleggja árásir úr lofti, á landi og í sjó. Vígamönnum tókst að brjóta niður varnarlínur Ísraela og hafa raunar ekki komist jafn langt inn í land Ísraels frá Yom Kippur stríðinu svokallaða árið 1973. Höfðu ekki tengt Íran við árásina Smáatriðum árásarinnar var lýst á fundum þar sem viðstaddir voru fulltrúar íranska hersins, Hamas og Hezbollah í Beitut, höfuðborg Líbanon. Þetta hefur WSJ eftir yfirmönnum innan vígasveitanna. Bandarískum yfirvöldum hafði ekki tekist að tengja Íran við árásir Hamas. CNN hafði eftir Antony Blinken í dag að vísbendingar þess efnis lægju ekki fyrir enn. Hann kvaðst hins vegar meðvitaður um langt samband vígahópa og Írans. Haft er eftir Mahmoud Mirdawi, háttsettum yfirmanni innan Hamas, að sveitin hafi skipulagt árásina eins síns liðs. „Þetta er ákvörðun Palestínu og Hamas,“ segir hann. Í kvöld kom öryggisráð Sameinuðu þjóðanna saman vegna ástandsins. Öryggisráðinu tókst ekki að koma sér saman um fordæmingu árásanna en sendifulltrúi Bandaríkjanna gaf það sterklega til kynna að Rússar hefðu staðið því í vegi. Sendifulltrúi Írans vildi ekki tjá sig við fjölmiðla um aðkomu Írans að árásunum. Sagðir vilja sækja að Ísrael úr öllum áttum Æðsti leiðtogi Írans, Ayatollah Ali Khamenei, fagnar árás Hamas-liða á X, áður Twitter, og segir ljóst að yfirráð Zíonista á landssvæðinu muni brátt líða undir lok. Bein þátttaka Írans í stríðinu sem nú geisar myndi færa átök Ísraels og Írans á yfirborðið. Með því eru líkur taldar á að átökin við landamæri Ísraels, úr öllum áttum, myndu stigmagnast. Háttsettir yfirmenn ísraelska hersins hafa heitið því að láta til skarar skríða gegn íranska hernum og æðstu yfirmönnum hans, verði írönsk yfirvöld fundin sek um að drepa Ísraela. Til lengri tíma litið er áætlun herdeildarinnar írönsku, Byltingarvarða Írans, að sækja að Ísrael úr öllum áttum, að því er fram kemur í umfjöllun WSJ. Hezbollah úr norðri, ásamt öðrum palestínskum vígahópum, og Hamas frá Vesturbakkanum, með aðstoð íslanmska Jihad.
Ísrael Palestína Íran Hernaður Átök Ísraela og Palestínumanna Tengdar fréttir „Þetta verður langvinnt, erfitt og blóðugt“ Veruleg hætta er á því að átökin sem nú standa yfir í Ísrael og á Gaza-svæðinu muni dreifa sér víðar. Þetta segir Arnór Sigurjónossn sérfræðingur í varnarmálum. Innrás Ísrael á Gaza-svæðið sé óhjákvæmileg enda hafi yfirvöld þar heitið því að uppræta Hamas-samtökin. 8. október 2023 20:33 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
„Þetta verður langvinnt, erfitt og blóðugt“ Veruleg hætta er á því að átökin sem nú standa yfir í Ísrael og á Gaza-svæðinu muni dreifa sér víðar. Þetta segir Arnór Sigurjónossn sérfræðingur í varnarmálum. Innrás Ísrael á Gaza-svæðið sé óhjákvæmileg enda hafi yfirvöld þar heitið því að uppræta Hamas-samtökin. 8. október 2023 20:33