Martröð um framhaldsskóla Guðjón Hreinn Hauksson skrifar 6. október 2023 07:30 Mig dreymdi verulega illa síðustu nótt: Ég er staddur í Hogwartsskólanum í miðri flokkunarathöfn þar sem nemendum er skipt niður í þá fjóra framhaldsskóla sem eftir eru í landinu; Gryffindor, Hufflepuff, Ravenclaw og Slytherin. Ekkert sést til Harry Potter, Hermione eða Rons því þau eru löngu útskrifuð og komin í þægilega innivinnu einhvers staðar. En þarna er Ásmundur Einar Daðason, núverandi mennta- og barnamálaráðherra, í gervi skólameistarans Dumbledore og með honum allur stýrihópurinn um „eflingu“ framhaldsskólastigsins við háborðið. Nærri flokkunarstólnum situr forstjóri Menntamálastofnunar og stýrir flokkunarathöfninni annars hugar. Í flokkunarstólnum situr Dimmalimm og er að kafna undan þungum hattinum. Hún með tyggjó og reikandi augnaráð því hún man ekki alveg hvers vegna hún situr þarna en flettir í örvæntingu í símanum sínum eftir vísbendingum um hvort hún vilji frekar vera nýja eða gamla Dimmalimm eða kannski jafnvel einhvers staðar þar á milli. Flokkunarhatturinn hangir slitinn og lúinn á höfði hennar og tuldrar, "Eni, meni, ming, mang – litlir kassar á lækjarbakka, allir búnir til úr dinga-linga – ússí bússí bakka dæ – enda eru þeir…". Úff! Sem betur fer var þetta bara ljótur og asnalegur draumur en sprettur væntanlega af áhyggjum mínum af því hvað íslenskt þjóðfélag ætlar sér með framhaldsskóla landsins. Núverandi ráðherra hefur sett fram vægast sagt afleit markmið um að fjármagna þokukenndar farsældarhugmyndir með því að tálga innan úr kerfi sem þegar er fjársvelt. Núverandi ríkisstjórn virðist ekki ætla að fjármagna eigin menntastefnu og stjórnarsáttmála. Það er alveg sama hvar við grípum niður í fjármögnun framhaldsskólastigsins, það er einfaldlega allt á niðurleið og hefur verið lengi. Sem dæmi fara útgjöld ríkisins til málaflokksins, deilt niður á hvern Íslending, hratt og örugglega lækkandi. Samdrátturinn er um 19% frá árinu 2015. Hlutfall útgjalda af vergri landsframleiðslu til framhaldsskólastigsins fór í fyrsta sinn síðan 1980 undir 1% í fyrra, árið 2022. Það hefur aðeins gerst einu sinni áður, árið 1984. Slagorð ríkisstjórnarinnar „Stórsókn í menntamálum“ ómar því ákaflega dauflega í tómri tunnu sem hefur verið rúllað aftur fyrir Stjórnarráðið og ryðgar þar ásamt ýmsu öðru. Alþjóðadagur kennara var haldinn hátíðlegur í gær. Kennarasamband Íslands hefur notað þessa viku októbermánaðar sérstaklega til þess að vekja athygli á mikilvægi kennara undir myllumerkinu #kennaravikan. Fjölmargt annað fólk hefur lagt sitt fram í umræðuna og sérlega vænt þykir mér um kveðju forsætisráðherra til kennara í gær. Margt gott hefur verið dregið fram. Rauði þráðurinn er sá að gott og farsælt skólastarf byggir algerlega á því að kennarar nái að mynda tengsl við nemendur sína og nálgist þá með hvetjandi hætti og hæfilegum áskorunum. Kennarar verða að njóta trausts og faglegs frelsis og starfa í traustu og samheldnu samfélagi innan skóla sem hefur skýrt umboð til að setja sér sjálfstæða stefnu. Skólar verða að hafa svigrúm og frelsi til þess að laga sig að aðstæðum og þróa sig innan frá. Þá má alls ekki setja alla undir einn og sama hattinn, því enginn einn hattur passar á alla skóla. Ég skora á menntayfirvöld – og þjóðina alla – að fjárfesta í framtíð framhaldsskólastigsins og gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að framhaldsskólar haldi sjálfstæði sínu og fái svigrúm til að dafna sem farsæl samfélög um þroska unga fólksins okkar sem mun þurfa að taka við keflinu. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framhaldsskólar Stéttarfélög Skóla - og menntamál Guðjón H. Hauksson Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Mig dreymdi verulega illa síðustu nótt: Ég er staddur í Hogwartsskólanum í miðri flokkunarathöfn þar sem nemendum er skipt niður í þá fjóra framhaldsskóla sem eftir eru í landinu; Gryffindor, Hufflepuff, Ravenclaw og Slytherin. Ekkert sést til Harry Potter, Hermione eða Rons því þau eru löngu útskrifuð og komin í þægilega innivinnu einhvers staðar. En þarna er Ásmundur Einar Daðason, núverandi mennta- og barnamálaráðherra, í gervi skólameistarans Dumbledore og með honum allur stýrihópurinn um „eflingu“ framhaldsskólastigsins við háborðið. Nærri flokkunarstólnum situr forstjóri Menntamálastofnunar og stýrir flokkunarathöfninni annars hugar. Í flokkunarstólnum situr Dimmalimm og er að kafna undan þungum hattinum. Hún með tyggjó og reikandi augnaráð því hún man ekki alveg hvers vegna hún situr þarna en flettir í örvæntingu í símanum sínum eftir vísbendingum um hvort hún vilji frekar vera nýja eða gamla Dimmalimm eða kannski jafnvel einhvers staðar þar á milli. Flokkunarhatturinn hangir slitinn og lúinn á höfði hennar og tuldrar, "Eni, meni, ming, mang – litlir kassar á lækjarbakka, allir búnir til úr dinga-linga – ússí bússí bakka dæ – enda eru þeir…". Úff! Sem betur fer var þetta bara ljótur og asnalegur draumur en sprettur væntanlega af áhyggjum mínum af því hvað íslenskt þjóðfélag ætlar sér með framhaldsskóla landsins. Núverandi ráðherra hefur sett fram vægast sagt afleit markmið um að fjármagna þokukenndar farsældarhugmyndir með því að tálga innan úr kerfi sem þegar er fjársvelt. Núverandi ríkisstjórn virðist ekki ætla að fjármagna eigin menntastefnu og stjórnarsáttmála. Það er alveg sama hvar við grípum niður í fjármögnun framhaldsskólastigsins, það er einfaldlega allt á niðurleið og hefur verið lengi. Sem dæmi fara útgjöld ríkisins til málaflokksins, deilt niður á hvern Íslending, hratt og örugglega lækkandi. Samdrátturinn er um 19% frá árinu 2015. Hlutfall útgjalda af vergri landsframleiðslu til framhaldsskólastigsins fór í fyrsta sinn síðan 1980 undir 1% í fyrra, árið 2022. Það hefur aðeins gerst einu sinni áður, árið 1984. Slagorð ríkisstjórnarinnar „Stórsókn í menntamálum“ ómar því ákaflega dauflega í tómri tunnu sem hefur verið rúllað aftur fyrir Stjórnarráðið og ryðgar þar ásamt ýmsu öðru. Alþjóðadagur kennara var haldinn hátíðlegur í gær. Kennarasamband Íslands hefur notað þessa viku októbermánaðar sérstaklega til þess að vekja athygli á mikilvægi kennara undir myllumerkinu #kennaravikan. Fjölmargt annað fólk hefur lagt sitt fram í umræðuna og sérlega vænt þykir mér um kveðju forsætisráðherra til kennara í gær. Margt gott hefur verið dregið fram. Rauði þráðurinn er sá að gott og farsælt skólastarf byggir algerlega á því að kennarar nái að mynda tengsl við nemendur sína og nálgist þá með hvetjandi hætti og hæfilegum áskorunum. Kennarar verða að njóta trausts og faglegs frelsis og starfa í traustu og samheldnu samfélagi innan skóla sem hefur skýrt umboð til að setja sér sjálfstæða stefnu. Skólar verða að hafa svigrúm og frelsi til þess að laga sig að aðstæðum og þróa sig innan frá. Þá má alls ekki setja alla undir einn og sama hattinn, því enginn einn hattur passar á alla skóla. Ég skora á menntayfirvöld – og þjóðina alla – að fjárfesta í framtíð framhaldsskólastigsins og gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að framhaldsskólar haldi sjálfstæði sínu og fái svigrúm til að dafna sem farsæl samfélög um þroska unga fólksins okkar sem mun þurfa að taka við keflinu. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun