Skrum um ferðaþjónustu Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 5. október 2023 18:31 Það er óumdeilt að stóra verkefnið fram undan er að ná niður verðbólgu og vaxtastigi í landinu. Til þess að vinna bug á vandamálum er nauðsynlegt að þekkja og horfast í augu við rót þeirra. Það er á hinn bóginn alveg ljóst að það er verulegur skortur á sameiginlegri sýn á rótum þess vanda sem við nú glímum við og hvað þá lausninni á honum. Margir hafa stígið fram undanfarið og telja sig vera búna að finna hinn fullkomna sökudólg og rót allra hremminga samfélagsins - það er ferðaþjónustan, stærsta útflutningsgrein okkar Íslendinga. Það er auðvitað frábært, að í stað þess að horfast í augu við óþægilegar staðreyndir, sem jafnvel krefjast einhvers af manni sjálfum, að finna einfalda skýringu og um leið sameiginlegan óvin til að skella skuldinni á. Jafnt lærðir sem leikir hafa í ræðu og riti beint spjótum sínum að ferðaþjónustu og rakið til hennar meðal annars húsnæðisvandann, ofþenslu í hagkerfinu, of mikla einkaneyslu, of hátt atvinnustig, hnignun íslenskunnar og nú síðast var hún gerð ábyrg fyrir atgervisflótta úr landbúnaði. Á morgunvakt Rásar eitt síðastliðinn þriðjudag steig hinn afkastamikli greinandi Þórður Snær Júlíusson fram og talaði fjálglega um „lágframleiðni greinina“ ferðaþjónustu og að sú krafa væri gerð til almennings, að hún drægi úr neyslu sinni til að „koma ferðaþjónustunni fyrir“. Það væru mistök, að ekki væri búið að setja „hömlur“ og „gjöld“ á greinina. Ferðaþjónustan var stærri árið 2018, án verðbólguvandræða Ferðaþjónustan hefur vissulega vaxið hratt eftir að heimsfaraldri lauk, sem var markmið stjórnvalda líkt og atvinnugreinarinnar. Endurreisn ferðaþjónustunnar var og er lykilþáttur í endurreisn hagkerfisins eftir samdráttinn, sem varð þá. Hins vegar hefur hún ekki enn náð þeim hæðum hvað varðar fjölda ferðamanna, sem raunin var metárið 2018. Ekki minnist ég þess að hún hafi á því ári og árunum meðan á hinum mikla vexti hennar stóð, valdið jafnmiklum usla og vandræðum og hún er sögð gera núna. Hvernig ætli standi á því? Getur verið að aðrir þættir efnahagsmála hafi verið með öðrum hætti þá? Fjöldi starfandi í ferðaþjónustu og fjöldi ferðamanna virðist haldast vel í hendur og ekki skýra hvers vegna verðbólga er meiri nú en árin 2015 til 2018. Fjöldi einstaklinga starfandi í aðalstarfi í júní árið 2018 var 31.500 en er nú árið 2023 um 30.100. Atvinnugreinin er jafnframt betur í stakk búin til að taka á móti sama fjölda gesta og áður. Fjöldi erlendra ferðamanna fyrstu sjö mánuði ársins árið 2018 var 1,3 milljónir, nú árið 2023 var sá fjöldi 1,2 milljónir á sama tímabili. Innviðir eru enn til staðar og uppbygging þeirra er enn og hefur verið í hóflegum vexti. Því liggur fyrir að umsvif ferðaþjónustu hér á landi eru að minnsta kosti ekki meiri nú en árið 2018, án verðbólguvandræða. Að sjálfsögðu hefur jafn stór atvinnugrein og ferðaþjónustan er áhrif á umhverfi sitt og samfélag. Sum góð, önnur ekki eins góð. Nákvæmlega eins og aðrar atvinnugreinar gera. En það að gera hana ábyrga fyrir efnahagsástandinu og öllu hinu veseninu er fullkomlega galið og ekkert annað en lýðskrum af verstu sort. Fullyrðingar rifnar úr samhengi og enginn látinn rökstyðja. Ferðaþjónusta skapar tækifæri um land allt Ferðaþjónustan reif okkur upp úr öldudal eftirhrunsáranna og byggði upp myndarlegan gjaldeyrisforða, sem hefur á undanförnum árum viðhaldið stöðugleika og skapað aukið traust á efnahag landsins. Ferðaþjónusta hefur reynst besta byggðastefna sögunnar og stutt myndarlega við brothættar byggðir með því að skapa tækifæri fyrir fjárfestingu og atvinnusköpun um land allt. Ferðaþjónusta skapar tugþúsundir beinna og óbeinna starfa þvert á atvinnugreinar. Ferðaþjónusta er ástæðan fyrir frábærum samgöngum Íslands við umheiminn. Ferðaþjónusta er ástæðan fyrir gríðarlegri fjölbreytni í veitingarekstri og afþreyingu um land allt. Á þessum víðsjárverðu tímum, sem við lifum nú má færa sterk rök fyrir því að það sé fyrst og fremst ferðaþjónusta sem, gegn eigin hagsmunum, hefur stutt við krónuna og komið í veg fyrir veikingu hennar. Þannig hefur ferðaþjónustan beinlínis unnið gegn verðbólgu sem að öðrum kosti hefði verið enn meiri. Erum við tilbúin til að kippa fótunum undan öllum þessu jákvæðu áhrifum með því að beita arfavitlausum meðulum á rangan sjúkling? Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Bjarnheiður Hallsdóttir Verðlag Vinnumarkaður Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Trúin á samvinnupólitík Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Það er óumdeilt að stóra verkefnið fram undan er að ná niður verðbólgu og vaxtastigi í landinu. Til þess að vinna bug á vandamálum er nauðsynlegt að þekkja og horfast í augu við rót þeirra. Það er á hinn bóginn alveg ljóst að það er verulegur skortur á sameiginlegri sýn á rótum þess vanda sem við nú glímum við og hvað þá lausninni á honum. Margir hafa stígið fram undanfarið og telja sig vera búna að finna hinn fullkomna sökudólg og rót allra hremminga samfélagsins - það er ferðaþjónustan, stærsta útflutningsgrein okkar Íslendinga. Það er auðvitað frábært, að í stað þess að horfast í augu við óþægilegar staðreyndir, sem jafnvel krefjast einhvers af manni sjálfum, að finna einfalda skýringu og um leið sameiginlegan óvin til að skella skuldinni á. Jafnt lærðir sem leikir hafa í ræðu og riti beint spjótum sínum að ferðaþjónustu og rakið til hennar meðal annars húsnæðisvandann, ofþenslu í hagkerfinu, of mikla einkaneyslu, of hátt atvinnustig, hnignun íslenskunnar og nú síðast var hún gerð ábyrg fyrir atgervisflótta úr landbúnaði. Á morgunvakt Rásar eitt síðastliðinn þriðjudag steig hinn afkastamikli greinandi Þórður Snær Júlíusson fram og talaði fjálglega um „lágframleiðni greinina“ ferðaþjónustu og að sú krafa væri gerð til almennings, að hún drægi úr neyslu sinni til að „koma ferðaþjónustunni fyrir“. Það væru mistök, að ekki væri búið að setja „hömlur“ og „gjöld“ á greinina. Ferðaþjónustan var stærri árið 2018, án verðbólguvandræða Ferðaþjónustan hefur vissulega vaxið hratt eftir að heimsfaraldri lauk, sem var markmið stjórnvalda líkt og atvinnugreinarinnar. Endurreisn ferðaþjónustunnar var og er lykilþáttur í endurreisn hagkerfisins eftir samdráttinn, sem varð þá. Hins vegar hefur hún ekki enn náð þeim hæðum hvað varðar fjölda ferðamanna, sem raunin var metárið 2018. Ekki minnist ég þess að hún hafi á því ári og árunum meðan á hinum mikla vexti hennar stóð, valdið jafnmiklum usla og vandræðum og hún er sögð gera núna. Hvernig ætli standi á því? Getur verið að aðrir þættir efnahagsmála hafi verið með öðrum hætti þá? Fjöldi starfandi í ferðaþjónustu og fjöldi ferðamanna virðist haldast vel í hendur og ekki skýra hvers vegna verðbólga er meiri nú en árin 2015 til 2018. Fjöldi einstaklinga starfandi í aðalstarfi í júní árið 2018 var 31.500 en er nú árið 2023 um 30.100. Atvinnugreinin er jafnframt betur í stakk búin til að taka á móti sama fjölda gesta og áður. Fjöldi erlendra ferðamanna fyrstu sjö mánuði ársins árið 2018 var 1,3 milljónir, nú árið 2023 var sá fjöldi 1,2 milljónir á sama tímabili. Innviðir eru enn til staðar og uppbygging þeirra er enn og hefur verið í hóflegum vexti. Því liggur fyrir að umsvif ferðaþjónustu hér á landi eru að minnsta kosti ekki meiri nú en árið 2018, án verðbólguvandræða. Að sjálfsögðu hefur jafn stór atvinnugrein og ferðaþjónustan er áhrif á umhverfi sitt og samfélag. Sum góð, önnur ekki eins góð. Nákvæmlega eins og aðrar atvinnugreinar gera. En það að gera hana ábyrga fyrir efnahagsástandinu og öllu hinu veseninu er fullkomlega galið og ekkert annað en lýðskrum af verstu sort. Fullyrðingar rifnar úr samhengi og enginn látinn rökstyðja. Ferðaþjónusta skapar tækifæri um land allt Ferðaþjónustan reif okkur upp úr öldudal eftirhrunsáranna og byggði upp myndarlegan gjaldeyrisforða, sem hefur á undanförnum árum viðhaldið stöðugleika og skapað aukið traust á efnahag landsins. Ferðaþjónusta hefur reynst besta byggðastefna sögunnar og stutt myndarlega við brothættar byggðir með því að skapa tækifæri fyrir fjárfestingu og atvinnusköpun um land allt. Ferðaþjónusta skapar tugþúsundir beinna og óbeinna starfa þvert á atvinnugreinar. Ferðaþjónusta er ástæðan fyrir frábærum samgöngum Íslands við umheiminn. Ferðaþjónusta er ástæðan fyrir gríðarlegri fjölbreytni í veitingarekstri og afþreyingu um land allt. Á þessum víðsjárverðu tímum, sem við lifum nú má færa sterk rök fyrir því að það sé fyrst og fremst ferðaþjónusta sem, gegn eigin hagsmunum, hefur stutt við krónuna og komið í veg fyrir veikingu hennar. Þannig hefur ferðaþjónustan beinlínis unnið gegn verðbólgu sem að öðrum kosti hefði verið enn meiri. Erum við tilbúin til að kippa fótunum undan öllum þessu jákvæðu áhrifum með því að beita arfavitlausum meðulum á rangan sjúkling? Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun