Skrum um ferðaþjónustu Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 5. október 2023 18:31 Það er óumdeilt að stóra verkefnið fram undan er að ná niður verðbólgu og vaxtastigi í landinu. Til þess að vinna bug á vandamálum er nauðsynlegt að þekkja og horfast í augu við rót þeirra. Það er á hinn bóginn alveg ljóst að það er verulegur skortur á sameiginlegri sýn á rótum þess vanda sem við nú glímum við og hvað þá lausninni á honum. Margir hafa stígið fram undanfarið og telja sig vera búna að finna hinn fullkomna sökudólg og rót allra hremminga samfélagsins - það er ferðaþjónustan, stærsta útflutningsgrein okkar Íslendinga. Það er auðvitað frábært, að í stað þess að horfast í augu við óþægilegar staðreyndir, sem jafnvel krefjast einhvers af manni sjálfum, að finna einfalda skýringu og um leið sameiginlegan óvin til að skella skuldinni á. Jafnt lærðir sem leikir hafa í ræðu og riti beint spjótum sínum að ferðaþjónustu og rakið til hennar meðal annars húsnæðisvandann, ofþenslu í hagkerfinu, of mikla einkaneyslu, of hátt atvinnustig, hnignun íslenskunnar og nú síðast var hún gerð ábyrg fyrir atgervisflótta úr landbúnaði. Á morgunvakt Rásar eitt síðastliðinn þriðjudag steig hinn afkastamikli greinandi Þórður Snær Júlíusson fram og talaði fjálglega um „lágframleiðni greinina“ ferðaþjónustu og að sú krafa væri gerð til almennings, að hún drægi úr neyslu sinni til að „koma ferðaþjónustunni fyrir“. Það væru mistök, að ekki væri búið að setja „hömlur“ og „gjöld“ á greinina. Ferðaþjónustan var stærri árið 2018, án verðbólguvandræða Ferðaþjónustan hefur vissulega vaxið hratt eftir að heimsfaraldri lauk, sem var markmið stjórnvalda líkt og atvinnugreinarinnar. Endurreisn ferðaþjónustunnar var og er lykilþáttur í endurreisn hagkerfisins eftir samdráttinn, sem varð þá. Hins vegar hefur hún ekki enn náð þeim hæðum hvað varðar fjölda ferðamanna, sem raunin var metárið 2018. Ekki minnist ég þess að hún hafi á því ári og árunum meðan á hinum mikla vexti hennar stóð, valdið jafnmiklum usla og vandræðum og hún er sögð gera núna. Hvernig ætli standi á því? Getur verið að aðrir þættir efnahagsmála hafi verið með öðrum hætti þá? Fjöldi starfandi í ferðaþjónustu og fjöldi ferðamanna virðist haldast vel í hendur og ekki skýra hvers vegna verðbólga er meiri nú en árin 2015 til 2018. Fjöldi einstaklinga starfandi í aðalstarfi í júní árið 2018 var 31.500 en er nú árið 2023 um 30.100. Atvinnugreinin er jafnframt betur í stakk búin til að taka á móti sama fjölda gesta og áður. Fjöldi erlendra ferðamanna fyrstu sjö mánuði ársins árið 2018 var 1,3 milljónir, nú árið 2023 var sá fjöldi 1,2 milljónir á sama tímabili. Innviðir eru enn til staðar og uppbygging þeirra er enn og hefur verið í hóflegum vexti. Því liggur fyrir að umsvif ferðaþjónustu hér á landi eru að minnsta kosti ekki meiri nú en árið 2018, án verðbólguvandræða. Að sjálfsögðu hefur jafn stór atvinnugrein og ferðaþjónustan er áhrif á umhverfi sitt og samfélag. Sum góð, önnur ekki eins góð. Nákvæmlega eins og aðrar atvinnugreinar gera. En það að gera hana ábyrga fyrir efnahagsástandinu og öllu hinu veseninu er fullkomlega galið og ekkert annað en lýðskrum af verstu sort. Fullyrðingar rifnar úr samhengi og enginn látinn rökstyðja. Ferðaþjónusta skapar tækifæri um land allt Ferðaþjónustan reif okkur upp úr öldudal eftirhrunsáranna og byggði upp myndarlegan gjaldeyrisforða, sem hefur á undanförnum árum viðhaldið stöðugleika og skapað aukið traust á efnahag landsins. Ferðaþjónusta hefur reynst besta byggðastefna sögunnar og stutt myndarlega við brothættar byggðir með því að skapa tækifæri fyrir fjárfestingu og atvinnusköpun um land allt. Ferðaþjónusta skapar tugþúsundir beinna og óbeinna starfa þvert á atvinnugreinar. Ferðaþjónusta er ástæðan fyrir frábærum samgöngum Íslands við umheiminn. Ferðaþjónusta er ástæðan fyrir gríðarlegri fjölbreytni í veitingarekstri og afþreyingu um land allt. Á þessum víðsjárverðu tímum, sem við lifum nú má færa sterk rök fyrir því að það sé fyrst og fremst ferðaþjónusta sem, gegn eigin hagsmunum, hefur stutt við krónuna og komið í veg fyrir veikingu hennar. Þannig hefur ferðaþjónustan beinlínis unnið gegn verðbólgu sem að öðrum kosti hefði verið enn meiri. Erum við tilbúin til að kippa fótunum undan öllum þessu jákvæðu áhrifum með því að beita arfavitlausum meðulum á rangan sjúkling? Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Bjarnheiður Hallsdóttir Verðlag Vinnumarkaður Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Það er óumdeilt að stóra verkefnið fram undan er að ná niður verðbólgu og vaxtastigi í landinu. Til þess að vinna bug á vandamálum er nauðsynlegt að þekkja og horfast í augu við rót þeirra. Það er á hinn bóginn alveg ljóst að það er verulegur skortur á sameiginlegri sýn á rótum þess vanda sem við nú glímum við og hvað þá lausninni á honum. Margir hafa stígið fram undanfarið og telja sig vera búna að finna hinn fullkomna sökudólg og rót allra hremminga samfélagsins - það er ferðaþjónustan, stærsta útflutningsgrein okkar Íslendinga. Það er auðvitað frábært, að í stað þess að horfast í augu við óþægilegar staðreyndir, sem jafnvel krefjast einhvers af manni sjálfum, að finna einfalda skýringu og um leið sameiginlegan óvin til að skella skuldinni á. Jafnt lærðir sem leikir hafa í ræðu og riti beint spjótum sínum að ferðaþjónustu og rakið til hennar meðal annars húsnæðisvandann, ofþenslu í hagkerfinu, of mikla einkaneyslu, of hátt atvinnustig, hnignun íslenskunnar og nú síðast var hún gerð ábyrg fyrir atgervisflótta úr landbúnaði. Á morgunvakt Rásar eitt síðastliðinn þriðjudag steig hinn afkastamikli greinandi Þórður Snær Júlíusson fram og talaði fjálglega um „lágframleiðni greinina“ ferðaþjónustu og að sú krafa væri gerð til almennings, að hún drægi úr neyslu sinni til að „koma ferðaþjónustunni fyrir“. Það væru mistök, að ekki væri búið að setja „hömlur“ og „gjöld“ á greinina. Ferðaþjónustan var stærri árið 2018, án verðbólguvandræða Ferðaþjónustan hefur vissulega vaxið hratt eftir að heimsfaraldri lauk, sem var markmið stjórnvalda líkt og atvinnugreinarinnar. Endurreisn ferðaþjónustunnar var og er lykilþáttur í endurreisn hagkerfisins eftir samdráttinn, sem varð þá. Hins vegar hefur hún ekki enn náð þeim hæðum hvað varðar fjölda ferðamanna, sem raunin var metárið 2018. Ekki minnist ég þess að hún hafi á því ári og árunum meðan á hinum mikla vexti hennar stóð, valdið jafnmiklum usla og vandræðum og hún er sögð gera núna. Hvernig ætli standi á því? Getur verið að aðrir þættir efnahagsmála hafi verið með öðrum hætti þá? Fjöldi starfandi í ferðaþjónustu og fjöldi ferðamanna virðist haldast vel í hendur og ekki skýra hvers vegna verðbólga er meiri nú en árin 2015 til 2018. Fjöldi einstaklinga starfandi í aðalstarfi í júní árið 2018 var 31.500 en er nú árið 2023 um 30.100. Atvinnugreinin er jafnframt betur í stakk búin til að taka á móti sama fjölda gesta og áður. Fjöldi erlendra ferðamanna fyrstu sjö mánuði ársins árið 2018 var 1,3 milljónir, nú árið 2023 var sá fjöldi 1,2 milljónir á sama tímabili. Innviðir eru enn til staðar og uppbygging þeirra er enn og hefur verið í hóflegum vexti. Því liggur fyrir að umsvif ferðaþjónustu hér á landi eru að minnsta kosti ekki meiri nú en árið 2018, án verðbólguvandræða. Að sjálfsögðu hefur jafn stór atvinnugrein og ferðaþjónustan er áhrif á umhverfi sitt og samfélag. Sum góð, önnur ekki eins góð. Nákvæmlega eins og aðrar atvinnugreinar gera. En það að gera hana ábyrga fyrir efnahagsástandinu og öllu hinu veseninu er fullkomlega galið og ekkert annað en lýðskrum af verstu sort. Fullyrðingar rifnar úr samhengi og enginn látinn rökstyðja. Ferðaþjónusta skapar tækifæri um land allt Ferðaþjónustan reif okkur upp úr öldudal eftirhrunsáranna og byggði upp myndarlegan gjaldeyrisforða, sem hefur á undanförnum árum viðhaldið stöðugleika og skapað aukið traust á efnahag landsins. Ferðaþjónusta hefur reynst besta byggðastefna sögunnar og stutt myndarlega við brothættar byggðir með því að skapa tækifæri fyrir fjárfestingu og atvinnusköpun um land allt. Ferðaþjónusta skapar tugþúsundir beinna og óbeinna starfa þvert á atvinnugreinar. Ferðaþjónusta er ástæðan fyrir frábærum samgöngum Íslands við umheiminn. Ferðaþjónusta er ástæðan fyrir gríðarlegri fjölbreytni í veitingarekstri og afþreyingu um land allt. Á þessum víðsjárverðu tímum, sem við lifum nú má færa sterk rök fyrir því að það sé fyrst og fremst ferðaþjónusta sem, gegn eigin hagsmunum, hefur stutt við krónuna og komið í veg fyrir veikingu hennar. Þannig hefur ferðaþjónustan beinlínis unnið gegn verðbólgu sem að öðrum kosti hefði verið enn meiri. Erum við tilbúin til að kippa fótunum undan öllum þessu jákvæðu áhrifum með því að beita arfavitlausum meðulum á rangan sjúkling? Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun