Hvaða snillingur fann þetta upp? Jón Daníelsson skrifar 30. september 2023 20:00 Dóttir mín er fíkill. Eftir nokkur ár á götunni fékk hún úthlutað íbúð hjá Félagsbústöðum. Hún fékk skráningu sem öryrki og af því leiðir að TR greiðir henni mánaðarlega eitthvað yfir 300 þúsund á mánuði inn á bankareikning til frjálsrar ráðstöfunar. Þessir peningar duga vel til að greiða lága húsaleigu, sem hún gerir auðvitað ekki. Hún er fíkill. Það sem eftir verður dugar ljómandi vel til að greiða reikninga fyrir rafmagn og hita, sem hún gerir auðvitað ekki. Hún er fíkill. Fyrir þessa peninga er líka gert ráð fyrir að hún kaupi sér eitthvað að éta, sem hún gerir sjaldnast. Hún er fíkill. Fimmtudaginn 28. september var hún útskrifuð af Landspítalanum með lögregluvaldi. Hún fékk með sér göngugrind, sem átti víst að gegna því hlutverki að styðja hana upp stigann að leiguíbúðinni hjá Félagsbústöðum, sem er á fjórðu hæð í lyftulausu húsi. Þegar ég nefndi þetta við doktorinn, sneri hann sér að fíklinum í sjúkrarúminu og sagði: „Heldurðu að þú getir ekki hökt upp stigann.“ Ég heyrði ekkert spurningarmerki í röddinni. Undanfarinn mánuð hef ég reynt að fá þessa dóttur mína flutta í íbúð, þar sem hún gæti mögulega komist inn með aðstöð göngugrindar. Ég var ekki virtur viðlits, fyrr en sama dag og lögreglan færði hana út af Landspítalunum í hjólastól, sem öryggisvörður gerði síðan upptækan. Þennan sama dag gekk ég inn í starfsstöð Velverferðarráðs Reykjavíkur, settist niður og tilkynnti að út færi ég ekki án skýringa. Ég var búinn að tala við vegg í vel á annan mánuð. Þegar mér var nú loksins nóg boðið og fór í þetta setuverkfall, kom í ljós að auðvitað er biðlisti eftir íbúðaskiptum. Og þótt formleg umsókn liggi fyrir, kemst dóttir mín ekki einu sinni á þann biðlista fyrr en hún er búin að gera upp milljónaskuld sína við Félagsbústaði. Með hvaða peningum? Ef við reynum að draga þetta saman og máta við veruleikann, sýnist mér að aðferðafræðin sem við beitum til að þjónusta fárveika fíkla sé nokkurn veginn þessi: Við sjáum þeim ekki fyrir húsnæði, rafmagni né upphitun. Við gefum þeim ekki að éta. Og við sjáum þeim að sjálfsögðu ekki fyrir fíkniefnum. En við afhendum þeim fúslega peninga til að fíkniefnakaupa á svörtum markaði. Nú mega allir verða eins hissa og þeir vilja á þeirri sérvisku fíkla að kaupa sér dóp fyrir húsaleigu- og matarpeningana. Útborgunin frá TR dugar fíklunum að vísu ekki nema í nokkra daga. Eftir það þurfa þeir að sjá fyrir brýnustu lífsnauðsynjum sínum – sem að sjálfsögðu eru fíkniefnin - með ýmiskonar minniháttar verktakastarfsemi svo sem þjófnaði, innbrotum eða vændi. En það er allt í besta lagi, því við höfum líka byggt upp þetta fína fangelsiskerfi. Að vísu lenda fíklarnir líka á biðlista þar. Maður tekur auðvitað ofan fyrir þeim snillingi sem fann upp þetta kerfi. Hver var það eiginlega? Veit það einhver? Höfundur er aldraður faðir miðaldra fíkils. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Sjá meira
Dóttir mín er fíkill. Eftir nokkur ár á götunni fékk hún úthlutað íbúð hjá Félagsbústöðum. Hún fékk skráningu sem öryrki og af því leiðir að TR greiðir henni mánaðarlega eitthvað yfir 300 þúsund á mánuði inn á bankareikning til frjálsrar ráðstöfunar. Þessir peningar duga vel til að greiða lága húsaleigu, sem hún gerir auðvitað ekki. Hún er fíkill. Það sem eftir verður dugar ljómandi vel til að greiða reikninga fyrir rafmagn og hita, sem hún gerir auðvitað ekki. Hún er fíkill. Fyrir þessa peninga er líka gert ráð fyrir að hún kaupi sér eitthvað að éta, sem hún gerir sjaldnast. Hún er fíkill. Fimmtudaginn 28. september var hún útskrifuð af Landspítalanum með lögregluvaldi. Hún fékk með sér göngugrind, sem átti víst að gegna því hlutverki að styðja hana upp stigann að leiguíbúðinni hjá Félagsbústöðum, sem er á fjórðu hæð í lyftulausu húsi. Þegar ég nefndi þetta við doktorinn, sneri hann sér að fíklinum í sjúkrarúminu og sagði: „Heldurðu að þú getir ekki hökt upp stigann.“ Ég heyrði ekkert spurningarmerki í röddinni. Undanfarinn mánuð hef ég reynt að fá þessa dóttur mína flutta í íbúð, þar sem hún gæti mögulega komist inn með aðstöð göngugrindar. Ég var ekki virtur viðlits, fyrr en sama dag og lögreglan færði hana út af Landspítalunum í hjólastól, sem öryggisvörður gerði síðan upptækan. Þennan sama dag gekk ég inn í starfsstöð Velverferðarráðs Reykjavíkur, settist niður og tilkynnti að út færi ég ekki án skýringa. Ég var búinn að tala við vegg í vel á annan mánuð. Þegar mér var nú loksins nóg boðið og fór í þetta setuverkfall, kom í ljós að auðvitað er biðlisti eftir íbúðaskiptum. Og þótt formleg umsókn liggi fyrir, kemst dóttir mín ekki einu sinni á þann biðlista fyrr en hún er búin að gera upp milljónaskuld sína við Félagsbústaði. Með hvaða peningum? Ef við reynum að draga þetta saman og máta við veruleikann, sýnist mér að aðferðafræðin sem við beitum til að þjónusta fárveika fíkla sé nokkurn veginn þessi: Við sjáum þeim ekki fyrir húsnæði, rafmagni né upphitun. Við gefum þeim ekki að éta. Og við sjáum þeim að sjálfsögðu ekki fyrir fíkniefnum. En við afhendum þeim fúslega peninga til að fíkniefnakaupa á svörtum markaði. Nú mega allir verða eins hissa og þeir vilja á þeirri sérvisku fíkla að kaupa sér dóp fyrir húsaleigu- og matarpeningana. Útborgunin frá TR dugar fíklunum að vísu ekki nema í nokkra daga. Eftir það þurfa þeir að sjá fyrir brýnustu lífsnauðsynjum sínum – sem að sjálfsögðu eru fíkniefnin - með ýmiskonar minniháttar verktakastarfsemi svo sem þjófnaði, innbrotum eða vændi. En það er allt í besta lagi, því við höfum líka byggt upp þetta fína fangelsiskerfi. Að vísu lenda fíklarnir líka á biðlista þar. Maður tekur auðvitað ofan fyrir þeim snillingi sem fann upp þetta kerfi. Hver var það eiginlega? Veit það einhver? Höfundur er aldraður faðir miðaldra fíkils.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun