Fyrirbyggjum áreitni og ofbeldi innan ferðaþjónustunnar Bryndís Skarphéðinsdóttir, Margrét Wendt og Ólína Laxdal skrifa 28. september 2023 10:01 Það hefur sýnt sig að áreitni og ofbeldi á vinnustað geta haft veruleg áhrif á heilsu og vellíðan starfsfólks. Þolendur geta meðal annars upplifað streitu, þunglyndi, lágt sjálfsmat og minni starfsánægju. Allt getur þetta leitt til aukinnar fjarveru, ýtt undir starfsmannaveltu, og skapað neikvæðan starfsanda. Samkvæmt rannsókn frá síðasta ári eru konur á opinberum vettvangi, í ferðaþjónustutengdum störfum (öðrum en veitingageiranum), og í löggæslu og öryggisþjónustu í mestri hættu á að verða fyrir kynferðislegri áreitni og ofbeldi í vinnunni. Edda Björk Þórðardóttir, lektor við HÍ, bendir á að „konur sem vinna á slíkum stöðum eru líklegri til þess að vera einar að störfum með mögulegum gerendum og því engin vitni að áreitninni eða ofbeldinu. Að þessu þarf að huga þegar öryggi á vinnustöðum er til skoðunar“. Stjórnendur í ferðaþjónustu þurfa að takast á við margvíslegar aðstæður á vinnustöðum þar sem brýnt er að hafa stefnu og viðbragðsáætlun til staðar til að skapa umhverfi sem setur velferð starfsfólks í forgang. Einnig er lagaleg skylda að atvinnurekendur geri skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði fyrir starfsfólk. Hæfnisetur ferðaþjónustunnar vill auðvelda stjórnendum að innleiða slíka áætlun og hefur því tekið saman gagnlegt fræðsluefni sem er aðgengilegt öllum á hæfni.is. Jafnframt bjóða Hæfnisetrið og Samtök ferðaþjónustunnar til rafræns fundar 3. október n.k. þar sem fjallað verður um samskipti og líðan á vinnustað, með áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir gegn ofbeldi og áreitni. Fundinum verður streymt frá Facebook síðu Hæfnisetursins. Ferðaþjónustan hefur tekist á við margar áskoranir síðustu ár en er að ná sínum fyrri styrk þar sem rými myndast til að huga að gæðamálum, fræðslu og forvörnum til að tryggja jákvætt og öruggt vinnuumhverfi innan ferðaþjónustunnar. Höfundar eru starfsfólk Hæfniseturs ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur sýnt sig að áreitni og ofbeldi á vinnustað geta haft veruleg áhrif á heilsu og vellíðan starfsfólks. Þolendur geta meðal annars upplifað streitu, þunglyndi, lágt sjálfsmat og minni starfsánægju. Allt getur þetta leitt til aukinnar fjarveru, ýtt undir starfsmannaveltu, og skapað neikvæðan starfsanda. Samkvæmt rannsókn frá síðasta ári eru konur á opinberum vettvangi, í ferðaþjónustutengdum störfum (öðrum en veitingageiranum), og í löggæslu og öryggisþjónustu í mestri hættu á að verða fyrir kynferðislegri áreitni og ofbeldi í vinnunni. Edda Björk Þórðardóttir, lektor við HÍ, bendir á að „konur sem vinna á slíkum stöðum eru líklegri til þess að vera einar að störfum með mögulegum gerendum og því engin vitni að áreitninni eða ofbeldinu. Að þessu þarf að huga þegar öryggi á vinnustöðum er til skoðunar“. Stjórnendur í ferðaþjónustu þurfa að takast á við margvíslegar aðstæður á vinnustöðum þar sem brýnt er að hafa stefnu og viðbragðsáætlun til staðar til að skapa umhverfi sem setur velferð starfsfólks í forgang. Einnig er lagaleg skylda að atvinnurekendur geri skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði fyrir starfsfólk. Hæfnisetur ferðaþjónustunnar vill auðvelda stjórnendum að innleiða slíka áætlun og hefur því tekið saman gagnlegt fræðsluefni sem er aðgengilegt öllum á hæfni.is. Jafnframt bjóða Hæfnisetrið og Samtök ferðaþjónustunnar til rafræns fundar 3. október n.k. þar sem fjallað verður um samskipti og líðan á vinnustað, með áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir gegn ofbeldi og áreitni. Fundinum verður streymt frá Facebook síðu Hæfnisetursins. Ferðaþjónustan hefur tekist á við margar áskoranir síðustu ár en er að ná sínum fyrri styrk þar sem rými myndast til að huga að gæðamálum, fræðslu og forvörnum til að tryggja jákvætt og öruggt vinnuumhverfi innan ferðaþjónustunnar. Höfundar eru starfsfólk Hæfniseturs ferðaþjónustunnar.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun