Hagsmuni borgarbúa í fyrsta sæti Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar 20. september 2023 14:01 Sósíalistar lögðu í gær fram tillögu þess efnis að fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði hækki í sama hlutfall og þeir voru í áður en borgarstjórn lækkaði þá í miðjum covid faraldri. Vegna þeirrar ákvörðunar hefur borgin orðið af 1,4 milljörðum króna sem nýta hefði mátt í grunnþjónustu við íbúa eða til að bæta fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar. Á sama tíma er skorið niður á leikskólum og í félagsmiðstöðvum, sem bitnar á börnum. Tilvonandi borgarstjóri sýndi varnartilburði Eftir að sósíalistar höfðu flutt tillöguna reis oddviti Framsóknar, Einar Þorsteinsson, upp og greip til varna. Hann lagðist alfarið gegn tillögunni. Taldi hana vera of róttæka og sagði að sósíalistar beittu sér fyrir „stórfelldri skattahækkun,“ en hafa skal í huga að til umræðu var tillaga um 0,05% hækkun. Varnartilburðirnir hans voru miklir og þeim beitt af krafti. Slíkar varnir hafa ekki sést lengi og eru þær til marks um nýjar áherslur sem tilvonandi borgarstjóri hyggst innleiða í borginni. Hagsmunir fyrirtækja skulu vera settir framar þörfum íbúa. Það sást skýrt í gær, því andstaða Einars og félaga gegn tillögu sósíalista mun kosta borgina nokkra milljarða á næstu árum. Milljarða sem nýta hefði mátt í uppbyggingu grunnþjónustu. Í staðinn verður sú þjónusta áfram skorin niður því 0,05% hækkun á fyrirtækin er of erfiður biti til að kyngja. Gjaldskrárhækkanir á almenning Þegar fjármagn vantar í borgarsjóð er grunnþjónustan gjarnan skorin niður. Bara á síðustu mánuðum hefur fjármagn til matarinnkaupa á leikskólum verið skert um 100 milljónir, tækjakaup til skóla skorin niður um helming og opnunartími félagsmiðstöðva skertur. Við sjáum skýrar afleiðingar þess þegar borgin sækir ekki tekjurnar hjá þeim sem eru aflögufær. Í stað þess telur borgarstjórn ákjósanlegra að fara í niðurskurði sem bitnar ekki síst á börnum. Úreltir frasar um að lækkun gjalda á fyrirtæki auki hagsæld almennings hafa ekki staðist. Áhugavert var í samanburði að sjá áhugaleysi borgarstjórnarmeirihlutans þegar kom að gjaldskrárhækkunum á almenning, sem samþykktar voru á fundinum í gær án athugasemda. Fulltrúar meirihlutans sýndu með þessu sitt rétta andlit sem fulltrúar fyrirtækja í borgarstjórn, frekar en íbúa. Þessi forgangsröðun er ólýðræðisleg. Það voru íbúar, ekki fyrirtækin, sem kusu til borgarstjórnar og okkur ber að vinna að þeirra hagsmunum. Að sjá hlutina öðruvísi er til marks um brenglaða sýn á lýðræðið. Svigrúmið er til staðar Staða fyrirtækja er almennt mjög góð. Tölur um gjaldþrot fyrirtækja sýna að áhrif þeirra á fjölda starfa hafa minnkað frá því fyrir tveimur árum. Í ár eru áhrifin minni en þau voru fyrir covid, árið 2018. Á þeim tíma voru fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði hærri en í dag. Ekki verður því séð að hækkun um 0,05% muni kollvarpa fyrirtækjum. Svigrúmið er til staðar. Sósíalistar með aðra sýn en hinir flokkarnir Í borgarstjórn er mikið talað um að velta verði við hverjum steini til að koma fjárhagsstöðu borgarinnar í betra horf. Staðan sé slæm og því verði að færa fórnir, og vinsælt að tala fyrir „erfiðum ákvörðunum“ sem ekki megi víkja sér undan. Það sé nauðsynlegt að skerða grunnþjónustu til að redda slæmum fjárhag. Það sé engin önnur leið og þetta sé í raun óumflýjanlegt. Við sósíalistar tökum ekki undir slíkan málflutning og komum með aðra sýn í borgarstjórn. Sækja á tekjurnar þangað sem hægt er að fá þær, í stað þess að skerða þjónustu. Skattalækkanir á fyrirtæki hafa ekki virkað. Né hafa þær aukið hagsæld íbúa. Brauðmolahagfræðin virkar ekki. Ríkjandi stefna meirihlutans í þágu fyrirtækja hefur leitt til skertrar þjónustu sem bitnar á íbúum. Við verðum að snúa taflinu við og forgangsraða í þágu íbúa. Hingað til hefur það ekki verið gert af nægum krafti. Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trausti Breiðfjörð Magnússon Reykjavík Borgarstjórn Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Sósíalistar lögðu í gær fram tillögu þess efnis að fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði hækki í sama hlutfall og þeir voru í áður en borgarstjórn lækkaði þá í miðjum covid faraldri. Vegna þeirrar ákvörðunar hefur borgin orðið af 1,4 milljörðum króna sem nýta hefði mátt í grunnþjónustu við íbúa eða til að bæta fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar. Á sama tíma er skorið niður á leikskólum og í félagsmiðstöðvum, sem bitnar á börnum. Tilvonandi borgarstjóri sýndi varnartilburði Eftir að sósíalistar höfðu flutt tillöguna reis oddviti Framsóknar, Einar Þorsteinsson, upp og greip til varna. Hann lagðist alfarið gegn tillögunni. Taldi hana vera of róttæka og sagði að sósíalistar beittu sér fyrir „stórfelldri skattahækkun,“ en hafa skal í huga að til umræðu var tillaga um 0,05% hækkun. Varnartilburðirnir hans voru miklir og þeim beitt af krafti. Slíkar varnir hafa ekki sést lengi og eru þær til marks um nýjar áherslur sem tilvonandi borgarstjóri hyggst innleiða í borginni. Hagsmunir fyrirtækja skulu vera settir framar þörfum íbúa. Það sást skýrt í gær, því andstaða Einars og félaga gegn tillögu sósíalista mun kosta borgina nokkra milljarða á næstu árum. Milljarða sem nýta hefði mátt í uppbyggingu grunnþjónustu. Í staðinn verður sú þjónusta áfram skorin niður því 0,05% hækkun á fyrirtækin er of erfiður biti til að kyngja. Gjaldskrárhækkanir á almenning Þegar fjármagn vantar í borgarsjóð er grunnþjónustan gjarnan skorin niður. Bara á síðustu mánuðum hefur fjármagn til matarinnkaupa á leikskólum verið skert um 100 milljónir, tækjakaup til skóla skorin niður um helming og opnunartími félagsmiðstöðva skertur. Við sjáum skýrar afleiðingar þess þegar borgin sækir ekki tekjurnar hjá þeim sem eru aflögufær. Í stað þess telur borgarstjórn ákjósanlegra að fara í niðurskurði sem bitnar ekki síst á börnum. Úreltir frasar um að lækkun gjalda á fyrirtæki auki hagsæld almennings hafa ekki staðist. Áhugavert var í samanburði að sjá áhugaleysi borgarstjórnarmeirihlutans þegar kom að gjaldskrárhækkunum á almenning, sem samþykktar voru á fundinum í gær án athugasemda. Fulltrúar meirihlutans sýndu með þessu sitt rétta andlit sem fulltrúar fyrirtækja í borgarstjórn, frekar en íbúa. Þessi forgangsröðun er ólýðræðisleg. Það voru íbúar, ekki fyrirtækin, sem kusu til borgarstjórnar og okkur ber að vinna að þeirra hagsmunum. Að sjá hlutina öðruvísi er til marks um brenglaða sýn á lýðræðið. Svigrúmið er til staðar Staða fyrirtækja er almennt mjög góð. Tölur um gjaldþrot fyrirtækja sýna að áhrif þeirra á fjölda starfa hafa minnkað frá því fyrir tveimur árum. Í ár eru áhrifin minni en þau voru fyrir covid, árið 2018. Á þeim tíma voru fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði hærri en í dag. Ekki verður því séð að hækkun um 0,05% muni kollvarpa fyrirtækjum. Svigrúmið er til staðar. Sósíalistar með aðra sýn en hinir flokkarnir Í borgarstjórn er mikið talað um að velta verði við hverjum steini til að koma fjárhagsstöðu borgarinnar í betra horf. Staðan sé slæm og því verði að færa fórnir, og vinsælt að tala fyrir „erfiðum ákvörðunum“ sem ekki megi víkja sér undan. Það sé nauðsynlegt að skerða grunnþjónustu til að redda slæmum fjárhag. Það sé engin önnur leið og þetta sé í raun óumflýjanlegt. Við sósíalistar tökum ekki undir slíkan málflutning og komum með aðra sýn í borgarstjórn. Sækja á tekjurnar þangað sem hægt er að fá þær, í stað þess að skerða þjónustu. Skattalækkanir á fyrirtæki hafa ekki virkað. Né hafa þær aukið hagsæld íbúa. Brauðmolahagfræðin virkar ekki. Ríkjandi stefna meirihlutans í þágu fyrirtækja hefur leitt til skertrar þjónustu sem bitnar á íbúum. Við verðum að snúa taflinu við og forgangsraða í þágu íbúa. Hingað til hefur það ekki verið gert af nægum krafti. Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun