Ástin mín, Emma Auðbergur Gíslason skrifar 19. september 2023 08:00 Elsku Emma. Þó hálf ævi mín sé liðin síðan ég hitti þig fyrst er eins og það hafi gerst í gær. Ég var ungur en þú ívið eldri. Ástin spyr víst ekki um það svo ég fluttist landshluta á milli til að vera með þér og úr varð mitt fyrsta langtímasamband. Og þó við höfum bara verið saman í örfá ár varir ást mín til þín að eilífu. Hjá þér fann ég alltaf til öryggis, hlýju og virðingar og fannst ég í fyrsta sinn tilheyra. Þú veittir mér traust sem ég vildi rísa undir og frelsi til að læra það sem ég varð að fá að læra á eigin spýtur. Þú hélst í höndina á mér þegar þess var þörf en hvattir mig stöðugt til að standa á eigin fótum. Þú sýndir mér ætíð sanngirni, sama hvað gekk á. Ég missteig mig oft en þú gafst mér ótal tækifæri til að læra af því. Ég aðlagaðist þér en fann hvernig þú lagðir þig fram við að koma til móts við mig. Þú slóst á fingurna á mér þegar ég hafði gott af því en klappaðir mér alltaf á bakið þegar ég átti það skilið. Þú dróst mig niður á jörðina þegar þess þurfti en kenndir mér líka að sjá og stefna á stjörnurnar. Þú kenndir mér að ná árangri og sýna auðmýkt í kjölfarið. Með þér kynntist ég meðbyr og mótlæti, sigrum og ósigrum. Með þér óx ég sem einstaklingur. Ég lærði að taka tillit. Ég lærði gagnrýna hugsun. Ég lærði skoðanaskipti. Og ég lærði að skipta um skoðun—nokkuð sem sumir mættu tileinka sér. Þú kenndir mér víðsýni, opnaðir heimsmynd mína upp á gátt og varpaðir nýju ljósi á allt. Ég kynntist þér, kynntist öðrum og kynntist sjálfum mér. Þú breyttir lífi mínu og bjóst mig undir næstu kafla þess. Þú mótaðir mig og ég vona að ég hafi sett mitt mark á þig. Við upplifðum og gengum í gegnum margt saman og ég tileinkaði þér allar mínar vökustundir og frítíma. Þetta var ekki alltaf auðvelt en ég efaðist aldrei um að þú værir sú rétta fyrir mig. Þó við höfum slitið samvistum okkar fyrir áratug og sjáumst nú aðeins á nokkurra ára fresti breytir það engu. Við skyldum sátt og þú ert enn hluti af mér og ég af þér. En elsku Emma, nú er svo komið að ég get ekki hjá setið þegar á að þvinga þig í hjónaband af hagkvæmnissjónarmiðum. Þvert gegn vilja þínum, tilvonandi makans, og okkar sem stöndum þér næst. Þú ert og verður minn skóli, mín lexía, mín menntun, mín mótun. Á hverju ári bætast við ungmenni sem fá um stutt skeið að kynnast þér á sama hátt og ég. Vonandi fá þau áfram að kynnast þér í sömu mynd um ókomin ár. Fagrir draumar rætast enn. Að eilífu þinn stúdent, Auðbergur Gíslason Höfundur er 10 ára stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Akureyri Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Elsku Emma. Þó hálf ævi mín sé liðin síðan ég hitti þig fyrst er eins og það hafi gerst í gær. Ég var ungur en þú ívið eldri. Ástin spyr víst ekki um það svo ég fluttist landshluta á milli til að vera með þér og úr varð mitt fyrsta langtímasamband. Og þó við höfum bara verið saman í örfá ár varir ást mín til þín að eilífu. Hjá þér fann ég alltaf til öryggis, hlýju og virðingar og fannst ég í fyrsta sinn tilheyra. Þú veittir mér traust sem ég vildi rísa undir og frelsi til að læra það sem ég varð að fá að læra á eigin spýtur. Þú hélst í höndina á mér þegar þess var þörf en hvattir mig stöðugt til að standa á eigin fótum. Þú sýndir mér ætíð sanngirni, sama hvað gekk á. Ég missteig mig oft en þú gafst mér ótal tækifæri til að læra af því. Ég aðlagaðist þér en fann hvernig þú lagðir þig fram við að koma til móts við mig. Þú slóst á fingurna á mér þegar ég hafði gott af því en klappaðir mér alltaf á bakið þegar ég átti það skilið. Þú dróst mig niður á jörðina þegar þess þurfti en kenndir mér líka að sjá og stefna á stjörnurnar. Þú kenndir mér að ná árangri og sýna auðmýkt í kjölfarið. Með þér kynntist ég meðbyr og mótlæti, sigrum og ósigrum. Með þér óx ég sem einstaklingur. Ég lærði að taka tillit. Ég lærði gagnrýna hugsun. Ég lærði skoðanaskipti. Og ég lærði að skipta um skoðun—nokkuð sem sumir mættu tileinka sér. Þú kenndir mér víðsýni, opnaðir heimsmynd mína upp á gátt og varpaðir nýju ljósi á allt. Ég kynntist þér, kynntist öðrum og kynntist sjálfum mér. Þú breyttir lífi mínu og bjóst mig undir næstu kafla þess. Þú mótaðir mig og ég vona að ég hafi sett mitt mark á þig. Við upplifðum og gengum í gegnum margt saman og ég tileinkaði þér allar mínar vökustundir og frítíma. Þetta var ekki alltaf auðvelt en ég efaðist aldrei um að þú værir sú rétta fyrir mig. Þó við höfum slitið samvistum okkar fyrir áratug og sjáumst nú aðeins á nokkurra ára fresti breytir það engu. Við skyldum sátt og þú ert enn hluti af mér og ég af þér. En elsku Emma, nú er svo komið að ég get ekki hjá setið þegar á að þvinga þig í hjónaband af hagkvæmnissjónarmiðum. Þvert gegn vilja þínum, tilvonandi makans, og okkar sem stöndum þér næst. Þú ert og verður minn skóli, mín lexía, mín menntun, mín mótun. Á hverju ári bætast við ungmenni sem fá um stutt skeið að kynnast þér á sama hátt og ég. Vonandi fá þau áfram að kynnast þér í sömu mynd um ókomin ár. Fagrir draumar rætast enn. Að eilífu þinn stúdent, Auðbergur Gíslason Höfundur er 10 ára stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar