Erum við virkilega svona fátæk? Guðrún Sævarsdóttir skrifar 17. september 2023 14:01 Menntaskólinn á Akureyri hefur mjög gott orðspor. Sem prófessor í verkfræði veit ég til dæmis að hann er einn af þeim framhaldsskólum sem best undirbýr nemendur fyrir háskólanám í verkfræði. MA á sér um hundrað ára sögu sem menntaskóli, og er mikilvægur burðastólpi mennta og menningar utan höfuðborgarsvæðisins. Akureyri er sá byggðakjarni sem helst myndar mótvægi við hið altumlykjandi aðdráttarafl Reykjavíkur. Sveitafélagið er nægjanlega burðugt til að hafa bæði háskóla, sögulegan menntaskóla, öflugan verkmenntaskóla, leikfélag og ótal margt annað sem hefur aðdráttarafl. Akureyri hefur því burði til að vaxa sem mótvægi við höfuðborgarsvæðið, og styðja við alla byggð á norðan og austanverðu landinu. Það er ekki sjálfgefið, í okkar strjálbýla landi, að hafa þetta mótvægi. MA og öll þau verðmæti sem skólinn færir svæðinu og landinu í heild varð ekki til sem hluti af byggðastefnu, heldur er hann afrakstur heillar aldar sögu og þróunar. Það þarf bara eitt pennastrik í ráðuneyti í Reykjavík til að þurrka þau verðmæti út. Það kemur á óvart að Framsóknarflokkurinn vilji veikja Akureyri með þessum hætti. Ég tala oft fyrir mikilvægi verkmenntunar, en það hentar ekki öllum framhaldsskólanemum að fara í fjölbrautakerfi. Það að bæta við nokkrum námskeiðum svo hægt sé að segja að hinn nýji VMA bjóði sömu námsbrautir, er bara svo langt frá því að koma í staðinn. Verði sameining MA og VMA keyrð í gegn veikjum við Norðurland sem búsetukost, við fækkum valmöguleikum á landsbyggðinni og Ísland verður fábreyttara, flatara, leiðinlegra. Erum við virkilega svo fátæk að við þurfum að gera þetta? Höfundur er verkfræðingur og prófessor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Akureyri Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Menntaskólinn á Akureyri hefur mjög gott orðspor. Sem prófessor í verkfræði veit ég til dæmis að hann er einn af þeim framhaldsskólum sem best undirbýr nemendur fyrir háskólanám í verkfræði. MA á sér um hundrað ára sögu sem menntaskóli, og er mikilvægur burðastólpi mennta og menningar utan höfuðborgarsvæðisins. Akureyri er sá byggðakjarni sem helst myndar mótvægi við hið altumlykjandi aðdráttarafl Reykjavíkur. Sveitafélagið er nægjanlega burðugt til að hafa bæði háskóla, sögulegan menntaskóla, öflugan verkmenntaskóla, leikfélag og ótal margt annað sem hefur aðdráttarafl. Akureyri hefur því burði til að vaxa sem mótvægi við höfuðborgarsvæðið, og styðja við alla byggð á norðan og austanverðu landinu. Það er ekki sjálfgefið, í okkar strjálbýla landi, að hafa þetta mótvægi. MA og öll þau verðmæti sem skólinn færir svæðinu og landinu í heild varð ekki til sem hluti af byggðastefnu, heldur er hann afrakstur heillar aldar sögu og þróunar. Það þarf bara eitt pennastrik í ráðuneyti í Reykjavík til að þurrka þau verðmæti út. Það kemur á óvart að Framsóknarflokkurinn vilji veikja Akureyri með þessum hætti. Ég tala oft fyrir mikilvægi verkmenntunar, en það hentar ekki öllum framhaldsskólanemum að fara í fjölbrautakerfi. Það að bæta við nokkrum námskeiðum svo hægt sé að segja að hinn nýji VMA bjóði sömu námsbrautir, er bara svo langt frá því að koma í staðinn. Verði sameining MA og VMA keyrð í gegn veikjum við Norðurland sem búsetukost, við fækkum valmöguleikum á landsbyggðinni og Ísland verður fábreyttara, flatara, leiðinlegra. Erum við virkilega svo fátæk að við þurfum að gera þetta? Höfundur er verkfræðingur og prófessor.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar