Erum við virkilega svona fátæk? Guðrún Sævarsdóttir skrifar 17. september 2023 14:01 Menntaskólinn á Akureyri hefur mjög gott orðspor. Sem prófessor í verkfræði veit ég til dæmis að hann er einn af þeim framhaldsskólum sem best undirbýr nemendur fyrir háskólanám í verkfræði. MA á sér um hundrað ára sögu sem menntaskóli, og er mikilvægur burðastólpi mennta og menningar utan höfuðborgarsvæðisins. Akureyri er sá byggðakjarni sem helst myndar mótvægi við hið altumlykjandi aðdráttarafl Reykjavíkur. Sveitafélagið er nægjanlega burðugt til að hafa bæði háskóla, sögulegan menntaskóla, öflugan verkmenntaskóla, leikfélag og ótal margt annað sem hefur aðdráttarafl. Akureyri hefur því burði til að vaxa sem mótvægi við höfuðborgarsvæðið, og styðja við alla byggð á norðan og austanverðu landinu. Það er ekki sjálfgefið, í okkar strjálbýla landi, að hafa þetta mótvægi. MA og öll þau verðmæti sem skólinn færir svæðinu og landinu í heild varð ekki til sem hluti af byggðastefnu, heldur er hann afrakstur heillar aldar sögu og þróunar. Það þarf bara eitt pennastrik í ráðuneyti í Reykjavík til að þurrka þau verðmæti út. Það kemur á óvart að Framsóknarflokkurinn vilji veikja Akureyri með þessum hætti. Ég tala oft fyrir mikilvægi verkmenntunar, en það hentar ekki öllum framhaldsskólanemum að fara í fjölbrautakerfi. Það að bæta við nokkrum námskeiðum svo hægt sé að segja að hinn nýji VMA bjóði sömu námsbrautir, er bara svo langt frá því að koma í staðinn. Verði sameining MA og VMA keyrð í gegn veikjum við Norðurland sem búsetukost, við fækkum valmöguleikum á landsbyggðinni og Ísland verður fábreyttara, flatara, leiðinlegra. Erum við virkilega svo fátæk að við þurfum að gera þetta? Höfundur er verkfræðingur og prófessor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Akureyri Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Menntaskólinn á Akureyri hefur mjög gott orðspor. Sem prófessor í verkfræði veit ég til dæmis að hann er einn af þeim framhaldsskólum sem best undirbýr nemendur fyrir háskólanám í verkfræði. MA á sér um hundrað ára sögu sem menntaskóli, og er mikilvægur burðastólpi mennta og menningar utan höfuðborgarsvæðisins. Akureyri er sá byggðakjarni sem helst myndar mótvægi við hið altumlykjandi aðdráttarafl Reykjavíkur. Sveitafélagið er nægjanlega burðugt til að hafa bæði háskóla, sögulegan menntaskóla, öflugan verkmenntaskóla, leikfélag og ótal margt annað sem hefur aðdráttarafl. Akureyri hefur því burði til að vaxa sem mótvægi við höfuðborgarsvæðið, og styðja við alla byggð á norðan og austanverðu landinu. Það er ekki sjálfgefið, í okkar strjálbýla landi, að hafa þetta mótvægi. MA og öll þau verðmæti sem skólinn færir svæðinu og landinu í heild varð ekki til sem hluti af byggðastefnu, heldur er hann afrakstur heillar aldar sögu og þróunar. Það þarf bara eitt pennastrik í ráðuneyti í Reykjavík til að þurrka þau verðmæti út. Það kemur á óvart að Framsóknarflokkurinn vilji veikja Akureyri með þessum hætti. Ég tala oft fyrir mikilvægi verkmenntunar, en það hentar ekki öllum framhaldsskólanemum að fara í fjölbrautakerfi. Það að bæta við nokkrum námskeiðum svo hægt sé að segja að hinn nýji VMA bjóði sömu námsbrautir, er bara svo langt frá því að koma í staðinn. Verði sameining MA og VMA keyrð í gegn veikjum við Norðurland sem búsetukost, við fækkum valmöguleikum á landsbyggðinni og Ísland verður fábreyttara, flatara, leiðinlegra. Erum við virkilega svo fátæk að við þurfum að gera þetta? Höfundur er verkfræðingur og prófessor.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun