Ísland eftir 100 ár Einar G. Harðarson skrifar 16. september 2023 14:01 Fyrir tíu þúsund árum, voru þúsundir samfélaga á jörðinni. Í dag eru hundrað níutíu og fimm þjóðir. Línuritið er skýrt. Samkvæmt þessari þróun verður mannkynið eftir rúm tvö hundruð ár aðeins ein þjóð. Það hljómar einkennilega og einnig sem langur tími en barn sem fæðist í dag getur átt barnabarn sem mun lifa áramótin 2250. Fólksfjölgun umfram látna í heiminum er um 1.1% eða um 83 milljónir á ári. Það tekur því rétt rúm 3 ár að búa til ein Bandaríki Norður-ameríku. Eitt ár að búa til þrjú Norðurlönd Eitt stykki öll Norðurlöndin á fjórum mánuðum. Svo reynum við að bjarga heiminum með dropateljara og höfum hátt. Enginn hagnast á því nema örfáir og mest þeir sem annast umsóknir þeirra. Hér á Íslandi er fjölgun en nánast eingöngu vegna innflutnings erlendra aðila, en fæðingartíðni Íslendinga fer stöðugt minnkandi. Við flytjum menntað fólk út en flytjum láglaunafólk inn til landsins. Með svo hröðum innflutningi flóttafólks sem er margfalt hraðari en á hinum Norðurlöndunum setjum við velferðarkerfið í verulega hættu sem endar með því að engum verður hjálpað með því. Hér eru einstæðar mæður í ruslflokk þjóðfélagsins og neðar eftir því sem börnin eru fleiri. Átta þúsund börn búa við fátækt, 70% einstæðra feðra eru á vanskilaskrá sem setur þá út úr venjulegri þátttöku í þjóðfélaginu með útskúfun úr bönkum. Ungir drengir kunna ekki að reikna eða lesa. Hagfræðingar hafa reiknað út að það borgi sig engan vegin efnahagslega að eignast börn. ofl. ofl. Er í raun eftirsóknarvert AÐ EIGNAST BÖRN? Svarið er JÁ því það gefur okkur lífsgæði og hamingju. Við erum samt að stefna í það að börn verða alin upp alfarið á stofnunum. Nú þegar eru þau alin upp að mestu leiti í dagvistun, leikskólum, grunnskólum o.s.frv. Það er ekki langt þar til við þurfum að ákveða hver hefur meira vægi í uppeldi barna og jafnvel forræði - foreldrið eða skólinn. Kjarnafjölskyldan er liðin tíð og í samfélagi þar sem foreldrar lifa við einstaklingshyggju og við jöfn tækifæri passa barneignir illa inn. Danir horfa a.m.k. ár fram í tímann, Japanir gera áætlanir til fimm ára og Kínverjar horfa til næstu 100 ára. Okkar framtíðarhorfur eru til næstu mánaðamóta, hugsanlega hjá einhverjum til eins árs. Sú breyting fyrir stuttu síðan að gera fjármálastefnu ríkisins til fimm ára þótti mikið afrek. Við tölum um hagvöxt en lítið um fæðingar og fjölgun. Hagvöxtur muni hækka eða lækka t.d. vegna þess að flugfélag hættir rekstri. Hljómar það ekki einkennilega að við slys á Hringbrautinni skapast hagvöxtur? Við gætum því skapað hagvöxt með fjöldann allan af slysum, en við það skapast ekki verðmæti og síður en svo lífsgæði eða hamingja. Hagvöxtur er ekki eini mælikvarði á velgengni samfélags og ætti heldur ekki að vera eina markmiðið. Hvað um fæðingartíðnina, uppeldi barna okkar, skólana, slysin, og fjöldann allan af mannlegum vandamálum sem tengjast ekki peningum BEINT heldur lífsgæðum og hamingju fólks og þjóðar? Hvar verðum við eftir hundrað ár og hvar viljum við vera eftir hundrað ár? Ef við vitum ekki hver áfangastaðurinn er getum við ekki haft stjórn á stefnunni né ferðinni. Við þurfum eins og sagt er að vera í lausnabransanum. Ekki horfa til fortíðar en lærum samt af henni. Látum því ekki skammsýna leiðtoga villa okkur sýn. Við þurfum að vita hvert við erum að stefna og hvert við VILJUM stefna, þá getum við leitt þjóðina á rétta braut og horft þannig brosandi til framtíðar. Höfundur er lögg. fasteignasali. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar G. Harðarson Efnahagsmál Félagsmál Mest lesið Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Sjá meira
Fyrir tíu þúsund árum, voru þúsundir samfélaga á jörðinni. Í dag eru hundrað níutíu og fimm þjóðir. Línuritið er skýrt. Samkvæmt þessari þróun verður mannkynið eftir rúm tvö hundruð ár aðeins ein þjóð. Það hljómar einkennilega og einnig sem langur tími en barn sem fæðist í dag getur átt barnabarn sem mun lifa áramótin 2250. Fólksfjölgun umfram látna í heiminum er um 1.1% eða um 83 milljónir á ári. Það tekur því rétt rúm 3 ár að búa til ein Bandaríki Norður-ameríku. Eitt ár að búa til þrjú Norðurlönd Eitt stykki öll Norðurlöndin á fjórum mánuðum. Svo reynum við að bjarga heiminum með dropateljara og höfum hátt. Enginn hagnast á því nema örfáir og mest þeir sem annast umsóknir þeirra. Hér á Íslandi er fjölgun en nánast eingöngu vegna innflutnings erlendra aðila, en fæðingartíðni Íslendinga fer stöðugt minnkandi. Við flytjum menntað fólk út en flytjum láglaunafólk inn til landsins. Með svo hröðum innflutningi flóttafólks sem er margfalt hraðari en á hinum Norðurlöndunum setjum við velferðarkerfið í verulega hættu sem endar með því að engum verður hjálpað með því. Hér eru einstæðar mæður í ruslflokk þjóðfélagsins og neðar eftir því sem börnin eru fleiri. Átta þúsund börn búa við fátækt, 70% einstæðra feðra eru á vanskilaskrá sem setur þá út úr venjulegri þátttöku í þjóðfélaginu með útskúfun úr bönkum. Ungir drengir kunna ekki að reikna eða lesa. Hagfræðingar hafa reiknað út að það borgi sig engan vegin efnahagslega að eignast börn. ofl. ofl. Er í raun eftirsóknarvert AÐ EIGNAST BÖRN? Svarið er JÁ því það gefur okkur lífsgæði og hamingju. Við erum samt að stefna í það að börn verða alin upp alfarið á stofnunum. Nú þegar eru þau alin upp að mestu leiti í dagvistun, leikskólum, grunnskólum o.s.frv. Það er ekki langt þar til við þurfum að ákveða hver hefur meira vægi í uppeldi barna og jafnvel forræði - foreldrið eða skólinn. Kjarnafjölskyldan er liðin tíð og í samfélagi þar sem foreldrar lifa við einstaklingshyggju og við jöfn tækifæri passa barneignir illa inn. Danir horfa a.m.k. ár fram í tímann, Japanir gera áætlanir til fimm ára og Kínverjar horfa til næstu 100 ára. Okkar framtíðarhorfur eru til næstu mánaðamóta, hugsanlega hjá einhverjum til eins árs. Sú breyting fyrir stuttu síðan að gera fjármálastefnu ríkisins til fimm ára þótti mikið afrek. Við tölum um hagvöxt en lítið um fæðingar og fjölgun. Hagvöxtur muni hækka eða lækka t.d. vegna þess að flugfélag hættir rekstri. Hljómar það ekki einkennilega að við slys á Hringbrautinni skapast hagvöxtur? Við gætum því skapað hagvöxt með fjöldann allan af slysum, en við það skapast ekki verðmæti og síður en svo lífsgæði eða hamingja. Hagvöxtur er ekki eini mælikvarði á velgengni samfélags og ætti heldur ekki að vera eina markmiðið. Hvað um fæðingartíðnina, uppeldi barna okkar, skólana, slysin, og fjöldann allan af mannlegum vandamálum sem tengjast ekki peningum BEINT heldur lífsgæðum og hamingju fólks og þjóðar? Hvar verðum við eftir hundrað ár og hvar viljum við vera eftir hundrað ár? Ef við vitum ekki hver áfangastaðurinn er getum við ekki haft stjórn á stefnunni né ferðinni. Við þurfum eins og sagt er að vera í lausnabransanum. Ekki horfa til fortíðar en lærum samt af henni. Látum því ekki skammsýna leiðtoga villa okkur sýn. Við þurfum að vita hvert við erum að stefna og hvert við VILJUM stefna, þá getum við leitt þjóðina á rétta braut og horft þannig brosandi til framtíðar. Höfundur er lögg. fasteignasali.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun