Að fara og vera, að halda og sleppa, að lifa og deyja Kristjana Atladóttir skrifar 18. september 2023 08:01 Elsku mamma fæddist árið 1947 og verður því 77 ára bráðum. Í dag er það ekki hár aldur, sérstaklega ekki fyrir atorkusama konu sem elskar fjallgöngur og hreyfingu. Stundum, aðallega í fjallgöngum, hitti ég konur á hennar aldri og tek spjallið. Þá hugsa ég um hve gaman væri að geta spjallað við mömmu og hve mikið ég sakna hennar því mamma er ekki sú kona sem við systur þekktum og elskuðum. Við elskum hana enn en konan sem ól okkur upp er horfin í svarthol Alzheimers. Ég get engan veginn sett fingurinn á upphaf einkenna hjá mömmu. Líf hennar einkenndist af streitu árum saman og algengir fylgikvillar streitu eru minnistruflanir og depurð. Þegar ég lít til baka man ég að mamma notaði alltaf minnismiða. Hún hafði jafnan marga bolta á lofti. Hún rak stórt heimili, vann utan heimilis og sinnti ávallt starfi sínu vel, hún var virk í félagsstörfum og tók að sér að bæði sauma- og prjónaverkefni fyrir fólk í bæjarfélaginu. Minnismiðunum fjölgaði með árunum og þegar við systur komum í heimsókn á æskuheimilið veittum við því athygli að hún átti sífellt erfiðara með að ná utan um verkefnin. Hún hætti að taka þátt í félagsstörfum, tók ekki að sér ýmis verkefni lengur og átti erfitt með að takast á við skipulag og álag í kringum hátíðir. Fyrir 25 árum vorum við systur farnar að sjá ýmislegt sem benti til þess að mamma væri að eldast. Hún var þá rétt rúmlega fimmtug. Nú þegar ég nálgast fimmtugsaldurinn sé ég að ástandið var alls ekki eðlilegt hvort sem um var að kenna streitu, andlegum erfiðleikum eða fyrstu einkennum alzheimers. Líklega var um einhvers konar samþættingu á einkennum að ræða og hefði hún tvímælalaust þurft meiri aðstoð en hún fékk. Mamma var greind með alzheimer fyrir 5 árum. Fyrir mér var greiningin eðlilegur hluti af ferli sem hafði verið lengi að þróast og kom mér ekki á óvart. Ég vissum að mamma var með alvarlegar minnistruflanir, nú höfðu þær nafn. Mamma mín breyttist heldur ekki við að fá greininguna, hún var löngu horfin mér. Erfiðustu stundirnar voru tvímælalaust í kringum andlát pabba. Ein af okkur systrum tók að sér að annast mömmu sérstaklega á þessum tíma. Hún þurfti því að segja mömmu oft á dag, í marga daga að eiginmaður hennar til fimmtíu ára væri látinn. Þetta voru gríðarlega erfiðir tímar, fréttin kom mömmu alltaf á óvart og sorgin var sár. Hægt og rólega tókst að flytja þessar fréttir í langtímaminnið. Það kemur samt enn fyrir að mamma bíður eftir að pabbi komi heim og undrast um fjarveru hans. Hún hefur hringt að kvöldi, orðin áhyggjufull um hann og þá er erfitt að vera ekki á staðnum til að færa henni fréttir af láti hans. Slíkar fréttir ætti enginn að fá í síma og fyrir henni er andlátsfregnin ný á þessum tímapunkti. Það sem nú er eftir af mömmu okkar er jákvæðnin og hjálpsemin sem hafa alltaf verið hennar aðalsmerki. Hún hefur sýnt ótrúlega jákvæðni í gegnum veikindin og hefur þann eiginleika að geta hlegið að sjálfum sér þegar sjúkdómurinn hefur leitt hana í ógöngur. Fyrir nokkru fór hún inní hús hjá ókunnugu fólki og fór að taka til. Hún taldi sig vera heima hjá mér. Eftir á gat hún hlegið að uppákomunni og það er svo dýrmætt. Því hvað er annað hægt að gera? Setjast niður og gráta? Hún mundi þá ekki gera neitt annað. Það hefur verið svo sárt að kveðja hana. Og þessi langa kveðja tekur á. Hún þekkir okkur dæturnar ennþá og hún man eftir einstaka hlutum sem hafa ekki breyst mjög lengi. En oftast talar hún bara í hringi eða hreinlega skáldar upp frásagnir. Hún fer í dagvist á hverjum degi og segir hún mér að hún fari í vinnuna. Hún segir mér að hún vinni við að hugsa um gamla fólkið en um árabil starfaði hún á dvalarheimili aldraðra. Mamma býr enn heima hjá sér en það er aðeins gerlegt þar sem systir okkar býr á efri hæðinni og hefur augu með henni og hugsar um hana af ómældri alúð og kærleika. Sjúkdómurinn tekur sífellt meira af getu hennar til daglegs lífs. Mamma fær orku úr náttúrunni og útivist og hún snýst endalaust í kringum hund barnabarnsins sem er mikið hjá henni. En senn verður ekki komist hjá vistaskiptum. Ég vek athygli á ráðstefnu Alzheimersamtakanna sem haldin verður í Hofi á Akureyri fimmtudaginn 21. september frá kl. 13.00 til 16.00, í tilefni af alþjóðlega Alzheimerdeginum. Einnig verður hægt að fylgjast með í beinu streymi á vefsíðu Alzheimersamtakanna á alzheimer.is Höfundur er aðstandandi Alzheimer-sjúklings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Heilbrigðismál Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
Elsku mamma fæddist árið 1947 og verður því 77 ára bráðum. Í dag er það ekki hár aldur, sérstaklega ekki fyrir atorkusama konu sem elskar fjallgöngur og hreyfingu. Stundum, aðallega í fjallgöngum, hitti ég konur á hennar aldri og tek spjallið. Þá hugsa ég um hve gaman væri að geta spjallað við mömmu og hve mikið ég sakna hennar því mamma er ekki sú kona sem við systur þekktum og elskuðum. Við elskum hana enn en konan sem ól okkur upp er horfin í svarthol Alzheimers. Ég get engan veginn sett fingurinn á upphaf einkenna hjá mömmu. Líf hennar einkenndist af streitu árum saman og algengir fylgikvillar streitu eru minnistruflanir og depurð. Þegar ég lít til baka man ég að mamma notaði alltaf minnismiða. Hún hafði jafnan marga bolta á lofti. Hún rak stórt heimili, vann utan heimilis og sinnti ávallt starfi sínu vel, hún var virk í félagsstörfum og tók að sér að bæði sauma- og prjónaverkefni fyrir fólk í bæjarfélaginu. Minnismiðunum fjölgaði með árunum og þegar við systur komum í heimsókn á æskuheimilið veittum við því athygli að hún átti sífellt erfiðara með að ná utan um verkefnin. Hún hætti að taka þátt í félagsstörfum, tók ekki að sér ýmis verkefni lengur og átti erfitt með að takast á við skipulag og álag í kringum hátíðir. Fyrir 25 árum vorum við systur farnar að sjá ýmislegt sem benti til þess að mamma væri að eldast. Hún var þá rétt rúmlega fimmtug. Nú þegar ég nálgast fimmtugsaldurinn sé ég að ástandið var alls ekki eðlilegt hvort sem um var að kenna streitu, andlegum erfiðleikum eða fyrstu einkennum alzheimers. Líklega var um einhvers konar samþættingu á einkennum að ræða og hefði hún tvímælalaust þurft meiri aðstoð en hún fékk. Mamma var greind með alzheimer fyrir 5 árum. Fyrir mér var greiningin eðlilegur hluti af ferli sem hafði verið lengi að þróast og kom mér ekki á óvart. Ég vissum að mamma var með alvarlegar minnistruflanir, nú höfðu þær nafn. Mamma mín breyttist heldur ekki við að fá greininguna, hún var löngu horfin mér. Erfiðustu stundirnar voru tvímælalaust í kringum andlát pabba. Ein af okkur systrum tók að sér að annast mömmu sérstaklega á þessum tíma. Hún þurfti því að segja mömmu oft á dag, í marga daga að eiginmaður hennar til fimmtíu ára væri látinn. Þetta voru gríðarlega erfiðir tímar, fréttin kom mömmu alltaf á óvart og sorgin var sár. Hægt og rólega tókst að flytja þessar fréttir í langtímaminnið. Það kemur samt enn fyrir að mamma bíður eftir að pabbi komi heim og undrast um fjarveru hans. Hún hefur hringt að kvöldi, orðin áhyggjufull um hann og þá er erfitt að vera ekki á staðnum til að færa henni fréttir af láti hans. Slíkar fréttir ætti enginn að fá í síma og fyrir henni er andlátsfregnin ný á þessum tímapunkti. Það sem nú er eftir af mömmu okkar er jákvæðnin og hjálpsemin sem hafa alltaf verið hennar aðalsmerki. Hún hefur sýnt ótrúlega jákvæðni í gegnum veikindin og hefur þann eiginleika að geta hlegið að sjálfum sér þegar sjúkdómurinn hefur leitt hana í ógöngur. Fyrir nokkru fór hún inní hús hjá ókunnugu fólki og fór að taka til. Hún taldi sig vera heima hjá mér. Eftir á gat hún hlegið að uppákomunni og það er svo dýrmætt. Því hvað er annað hægt að gera? Setjast niður og gráta? Hún mundi þá ekki gera neitt annað. Það hefur verið svo sárt að kveðja hana. Og þessi langa kveðja tekur á. Hún þekkir okkur dæturnar ennþá og hún man eftir einstaka hlutum sem hafa ekki breyst mjög lengi. En oftast talar hún bara í hringi eða hreinlega skáldar upp frásagnir. Hún fer í dagvist á hverjum degi og segir hún mér að hún fari í vinnuna. Hún segir mér að hún vinni við að hugsa um gamla fólkið en um árabil starfaði hún á dvalarheimili aldraðra. Mamma býr enn heima hjá sér en það er aðeins gerlegt þar sem systir okkar býr á efri hæðinni og hefur augu með henni og hugsar um hana af ómældri alúð og kærleika. Sjúkdómurinn tekur sífellt meira af getu hennar til daglegs lífs. Mamma fær orku úr náttúrunni og útivist og hún snýst endalaust í kringum hund barnabarnsins sem er mikið hjá henni. En senn verður ekki komist hjá vistaskiptum. Ég vek athygli á ráðstefnu Alzheimersamtakanna sem haldin verður í Hofi á Akureyri fimmtudaginn 21. september frá kl. 13.00 til 16.00, í tilefni af alþjóðlega Alzheimerdeginum. Einnig verður hægt að fylgjast með í beinu streymi á vefsíðu Alzheimersamtakanna á alzheimer.is Höfundur er aðstandandi Alzheimer-sjúklings.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar