Undir skólans menntamerki Andri Már Þórarinsson skrifar 12. september 2023 12:31 Við þúsundir sem höfum numið undir skólans menntamerki getum ekki annað en mótmælt af einurð og festu þeim vanhugsuðu breytingum stungið hefur verið upp á að gera á sterkasta menntaskóla landsins.Þar hafa gegnum yfir 140 ár vinir mæst og mætast enn í dag.Á öllum sviðum íslensks samfélags hafa nemendur þessa skóla sýnt í vilja og verki að ætíð er hægt að vinna í þágu samborgara sinna, ýtt undir vöxt og trú og bræðralag. Eins mikilvægt og það er vera í framkanti allrar þróunar, sem án efa verður hraðari með ári hverju, er alltaf fremd að rækja forna dáð. Skólinn hefur í alla þessa tíð hjálpað konum og körlum að láta drauma sína rætast, fagrir draumar rætast enn.Skólinn hefur frá stofnun á Möðruvöllum 1880 skapað nemendum sínum heill sem þangað sækja.Ein af grunnþörfum mannsins er sú að tilheyra hóp. Skólinn hefur gríðarlega sterkar hefðir og sjálfímynd sem MA stúdentar er afar sterk hjá þeim er numið hafa við skólann, fólki sem hefur í gegnum tíðina komið frá öllum landshornum. Við höldum því ekki einungis saman Norðanmenn, heldur öll, sem stolt höfum útskrifast úr skólanum. Lýðræðislegt samfélag og gildi byggjast á vilja þeirra sem þar taka þátt. Einstaklingar eru kosnir sem fulltrúar almennings, en það er ekki bara skylda okkar að einungis á kosningadag velja þessa, heldur er jafn mikilvægt að hægt sé að hafa áhrif á fulltrúanna, alla daga þar á milli. Enda skal ekki allt lúta einum vilja. Ef hins vegar þessar algerlega misráðnu breytingar verða pressaðar í gegn, meiri hagsmunum fórnað fyrir minni og mennta- og menningarlegt uppbyggingarstarf rifið niður með deigum fjaðurpenna, þá skuli allt muna þennan dag. Því víst er að stúdentar frá Menntaskólanum á Akureyri munu öll halda áfram að sýna á sjó og landi, sigurþrek hins vitra manns. Við mótmælum þessu af festu og ákveðni, við viljum sýna að afl og andi, eigi, eins og fyrr, skólann norðanlands. Höfundur var Inspector Scholae 1991 - 1992. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Við þúsundir sem höfum numið undir skólans menntamerki getum ekki annað en mótmælt af einurð og festu þeim vanhugsuðu breytingum stungið hefur verið upp á að gera á sterkasta menntaskóla landsins.Þar hafa gegnum yfir 140 ár vinir mæst og mætast enn í dag.Á öllum sviðum íslensks samfélags hafa nemendur þessa skóla sýnt í vilja og verki að ætíð er hægt að vinna í þágu samborgara sinna, ýtt undir vöxt og trú og bræðralag. Eins mikilvægt og það er vera í framkanti allrar þróunar, sem án efa verður hraðari með ári hverju, er alltaf fremd að rækja forna dáð. Skólinn hefur í alla þessa tíð hjálpað konum og körlum að láta drauma sína rætast, fagrir draumar rætast enn.Skólinn hefur frá stofnun á Möðruvöllum 1880 skapað nemendum sínum heill sem þangað sækja.Ein af grunnþörfum mannsins er sú að tilheyra hóp. Skólinn hefur gríðarlega sterkar hefðir og sjálfímynd sem MA stúdentar er afar sterk hjá þeim er numið hafa við skólann, fólki sem hefur í gegnum tíðina komið frá öllum landshornum. Við höldum því ekki einungis saman Norðanmenn, heldur öll, sem stolt höfum útskrifast úr skólanum. Lýðræðislegt samfélag og gildi byggjast á vilja þeirra sem þar taka þátt. Einstaklingar eru kosnir sem fulltrúar almennings, en það er ekki bara skylda okkar að einungis á kosningadag velja þessa, heldur er jafn mikilvægt að hægt sé að hafa áhrif á fulltrúanna, alla daga þar á milli. Enda skal ekki allt lúta einum vilja. Ef hins vegar þessar algerlega misráðnu breytingar verða pressaðar í gegn, meiri hagsmunum fórnað fyrir minni og mennta- og menningarlegt uppbyggingarstarf rifið niður með deigum fjaðurpenna, þá skuli allt muna þennan dag. Því víst er að stúdentar frá Menntaskólanum á Akureyri munu öll halda áfram að sýna á sjó og landi, sigurþrek hins vitra manns. Við mótmælum þessu af festu og ákveðni, við viljum sýna að afl og andi, eigi, eins og fyrr, skólann norðanlands. Höfundur var Inspector Scholae 1991 - 1992.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar