Drögum vagninn í mark Hildur Hauksdóttir skrifar 25. ágúst 2023 11:30 Loftlagsmálin hafa verið í brennidepli undanfarin ár og snerta í raun alla anga samfélagsins á einn eða annan hátt. Öll erum við til dæmis látin flokka heimilissorpið með ítarlegri hætti en áður og atvinnulífið vinnur af miklum móð til að mæta metnaðarfullum og lögfestum markmiðum stjórnvalda um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040. Stjórnvöld settu sér einnig markmið um 55% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030. Verkefnið er því ærið. Sjávarútvegurinn hefur ekki látið sitt eftir liggja í þessum málum og hefur náð markverðum árangri á síðustu árum þegar kemur að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Mikill samdráttur hefur orðið í olíunotkun fiskiskipa og flestar fiskimjölsverksmiðjur eru nú rafvæddar. Olíunotkun hefur undan farin ár verið um 40% minni en hún var að jafnaði á fyrsta áratug þessarar aldar. Á meðan hefur olíunotkun í heild vaxið á Íslandi. Þetta hefur sjávarútveginum tekist án þess að draga úr framleiðslu eða verðmætasköpun - þvert á móti hefur greininni tekist að búa til meiri verðmæti en áður á sama tíma og hún hefur minnkað kolefnisspor sitt. Þriðjungur af kolefnisgjaldi Stjórnvöld leggja einnig margvísleg gjöld á atvinnulífið til að knýja á um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og er kolefnisgjaldið eitt þeirra. Kolefnisgjald greiðist af notkun eldsneytis sem inniheldur kolefni af jarðefnauppruna en við notkun þess losnar koltvísýringur út í andrúmsloftið. Gjaldið hefur hækkað um 348% frá árinu 2010 en stendur í dag í 13 kr. á lítrann af gas- og dísilolíu. Sjávarútvegurinn greiðir kolefnisgjald líkt og aðrar atvinnugreinar á Íslandi að undanskildu flugi og stóriðju sem falla undir viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir. Frá árinu 2010 hefur íslenski fiskiskipaflotinn greitt um 18 milljarða í kolefnisgjald en samtals hafa tekjur ríkissjóðs af gjaldinu numið 57 milljörðum króna, hvort tveggja á verðlagi ársins 2022. Með öðrum orðum hefur íslenski fiskiskipaflotinn greitt um þriðjung af kolefnisgjaldinu. Kolefnisgjaldið, sem rennur í ríkissjóð, er ekki markað til sérstakrar notkunar - enda hefur mörkun skatttekna að mestu verið aflögð. Markmið gjaldsins er að hvetja til orkusparnaðar, notkunar á vistvænni ökutækjum, samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og aukinnar notkunar á innlendum orkugjöfum. Hófleg gjaldtaka er þó lykillinn því of íþyngjandi gjöld draga úr samkeppnishæfni fyrirtækjanna og eyða því svigrúmi sem fyrirtækin hafa til fjárfestinga. Fyrir dyrum stendur að skipta út eldri skipum í flotanum og fjárfesta í nýrri, sparneytnari og afkastameiri skipum eða vistvænni búnaði. Of íþyngjandi kolefnisgjald getur því á endanum gert fyrirtækjunum erfiðara fyrir að draga úr losun koltvísýrings og þá sérstaklega hjá atvinnugreinum þar sem innviðir og lausnir til orkuskipta eru ekki til reiðu. Einnig mættu stjórnvöld huga að því að þeir fjármunir sem fást með innheimtu kolefnisgjaldsins rynnu beint til uppbyggingu innviða sem styðja umhverfisvænar lausnir. Til dæmis þarf að treysta innviði raforku um land allt, einnig tryggja sterkari landtengingar í höfnum landsins svo hægt sé aðnýta rafmagn í stað olíu við löndun á stærri skipum. Þá þarf einnig að tryggja að raforka sé til staðar til að knýja fiskimjölsverksmiðjur hér á landi því þær eru nær allar rafvæddar en gátu ekki sagt skilið við olíuna árið 2022 því raforkuna einfaldlega þvarr. Vísum veginn Fyrr í sumar gaf sjávarútvegurinn ásamt tíu öðrum greinum atvinnulífsins út Loftlagsvegvísi. Vegvísirinn kveður á um fjölmargar tillögur til úrbóta þegar kemur að auknum samdræti í losun gróðurhúsalofttegunda. Þá er jafnframt farið yfir þann mikla árangur sem sjávartúvegurinn hefur náð í þeim efnum. Til þess að áfram megi draga úr olíunotkun þarf að tryggja svigrúm til fjárfestinga í nýjum skipum svo endurnýja megi flota sem kominn er á aldur með bætta orkunýtingu að leiðarljósi. Tryggja þarf orku og innviði og mikil tækifæri felast einnig í því að styrkja stoðir hafrannsókna svo vakta megi með öflugum hætti helstu nytjastofnana. Þá hefur fiskveiðistjórnunarkerfið, sem veiðar Íslendinga byggja á, leitt til framþróunar í sjávarútvegi og haft mikil áhrif á samdrátt í eldsneytisnotkun flotans. Það dylst engum sem á horfir að sjávarútvegurinn hefur dregið vagninn þegar kemur að samdrætti í kolefnislosun og mun halda því áfram. Nauðsynlegt er að ekki sé þrengt að fyrirtækjum og fyrirsjáanleiki í rekstrarumhverfi sé tryggður. Það er hlutverk stjórnvalda að skapa umgjörð og jarðveg til að fyrirtæki geti vaxið og dafnað – það er lykilforsenda þess að fyrirtæki séu í færum til að fjárfesta í umhverfisvænni lausnum og orkuskiptum. Frekari gjaldheimta, dregur úr því svigrúmi og minnkar möguleikann á því að sjávarútvegurinn dragi vagninn í mark þegar kemur að háleitum lofstlagsmarkmiðum stjórnvalda fyrir næstu árin. Höfundur er sérfræðingur í umhverfismálum hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Loftslagsmál Mest lesið Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Sjá meira
Loftlagsmálin hafa verið í brennidepli undanfarin ár og snerta í raun alla anga samfélagsins á einn eða annan hátt. Öll erum við til dæmis látin flokka heimilissorpið með ítarlegri hætti en áður og atvinnulífið vinnur af miklum móð til að mæta metnaðarfullum og lögfestum markmiðum stjórnvalda um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040. Stjórnvöld settu sér einnig markmið um 55% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030. Verkefnið er því ærið. Sjávarútvegurinn hefur ekki látið sitt eftir liggja í þessum málum og hefur náð markverðum árangri á síðustu árum þegar kemur að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Mikill samdráttur hefur orðið í olíunotkun fiskiskipa og flestar fiskimjölsverksmiðjur eru nú rafvæddar. Olíunotkun hefur undan farin ár verið um 40% minni en hún var að jafnaði á fyrsta áratug þessarar aldar. Á meðan hefur olíunotkun í heild vaxið á Íslandi. Þetta hefur sjávarútveginum tekist án þess að draga úr framleiðslu eða verðmætasköpun - þvert á móti hefur greininni tekist að búa til meiri verðmæti en áður á sama tíma og hún hefur minnkað kolefnisspor sitt. Þriðjungur af kolefnisgjaldi Stjórnvöld leggja einnig margvísleg gjöld á atvinnulífið til að knýja á um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og er kolefnisgjaldið eitt þeirra. Kolefnisgjald greiðist af notkun eldsneytis sem inniheldur kolefni af jarðefnauppruna en við notkun þess losnar koltvísýringur út í andrúmsloftið. Gjaldið hefur hækkað um 348% frá árinu 2010 en stendur í dag í 13 kr. á lítrann af gas- og dísilolíu. Sjávarútvegurinn greiðir kolefnisgjald líkt og aðrar atvinnugreinar á Íslandi að undanskildu flugi og stóriðju sem falla undir viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir. Frá árinu 2010 hefur íslenski fiskiskipaflotinn greitt um 18 milljarða í kolefnisgjald en samtals hafa tekjur ríkissjóðs af gjaldinu numið 57 milljörðum króna, hvort tveggja á verðlagi ársins 2022. Með öðrum orðum hefur íslenski fiskiskipaflotinn greitt um þriðjung af kolefnisgjaldinu. Kolefnisgjaldið, sem rennur í ríkissjóð, er ekki markað til sérstakrar notkunar - enda hefur mörkun skatttekna að mestu verið aflögð. Markmið gjaldsins er að hvetja til orkusparnaðar, notkunar á vistvænni ökutækjum, samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og aukinnar notkunar á innlendum orkugjöfum. Hófleg gjaldtaka er þó lykillinn því of íþyngjandi gjöld draga úr samkeppnishæfni fyrirtækjanna og eyða því svigrúmi sem fyrirtækin hafa til fjárfestinga. Fyrir dyrum stendur að skipta út eldri skipum í flotanum og fjárfesta í nýrri, sparneytnari og afkastameiri skipum eða vistvænni búnaði. Of íþyngjandi kolefnisgjald getur því á endanum gert fyrirtækjunum erfiðara fyrir að draga úr losun koltvísýrings og þá sérstaklega hjá atvinnugreinum þar sem innviðir og lausnir til orkuskipta eru ekki til reiðu. Einnig mættu stjórnvöld huga að því að þeir fjármunir sem fást með innheimtu kolefnisgjaldsins rynnu beint til uppbyggingu innviða sem styðja umhverfisvænar lausnir. Til dæmis þarf að treysta innviði raforku um land allt, einnig tryggja sterkari landtengingar í höfnum landsins svo hægt sé aðnýta rafmagn í stað olíu við löndun á stærri skipum. Þá þarf einnig að tryggja að raforka sé til staðar til að knýja fiskimjölsverksmiðjur hér á landi því þær eru nær allar rafvæddar en gátu ekki sagt skilið við olíuna árið 2022 því raforkuna einfaldlega þvarr. Vísum veginn Fyrr í sumar gaf sjávarútvegurinn ásamt tíu öðrum greinum atvinnulífsins út Loftlagsvegvísi. Vegvísirinn kveður á um fjölmargar tillögur til úrbóta þegar kemur að auknum samdræti í losun gróðurhúsalofttegunda. Þá er jafnframt farið yfir þann mikla árangur sem sjávartúvegurinn hefur náð í þeim efnum. Til þess að áfram megi draga úr olíunotkun þarf að tryggja svigrúm til fjárfestinga í nýjum skipum svo endurnýja megi flota sem kominn er á aldur með bætta orkunýtingu að leiðarljósi. Tryggja þarf orku og innviði og mikil tækifæri felast einnig í því að styrkja stoðir hafrannsókna svo vakta megi með öflugum hætti helstu nytjastofnana. Þá hefur fiskveiðistjórnunarkerfið, sem veiðar Íslendinga byggja á, leitt til framþróunar í sjávarútvegi og haft mikil áhrif á samdrátt í eldsneytisnotkun flotans. Það dylst engum sem á horfir að sjávarútvegurinn hefur dregið vagninn þegar kemur að samdrætti í kolefnislosun og mun halda því áfram. Nauðsynlegt er að ekki sé þrengt að fyrirtækjum og fyrirsjáanleiki í rekstrarumhverfi sé tryggður. Það er hlutverk stjórnvalda að skapa umgjörð og jarðveg til að fyrirtæki geti vaxið og dafnað – það er lykilforsenda þess að fyrirtæki séu í færum til að fjárfesta í umhverfisvænni lausnum og orkuskiptum. Frekari gjaldheimta, dregur úr því svigrúmi og minnkar möguleikann á því að sjávarútvegurinn dragi vagninn í mark þegar kemur að háleitum lofstlagsmarkmiðum stjórnvalda fyrir næstu árin. Höfundur er sérfræðingur í umhverfismálum hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS).
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun