Tvö til fjögur Sævar Þór Halldórsson skrifar 23. ágúst 2023 12:00 Nei þetta er ekki grein um aukagjald vegna leikskóladvalar í Kópavogi, þetta er heldur ekki grein um opnunartíma Vínbúðarinnar á Djúpavogi. Mæli samt með Djúpavogi, bjó þar um stund. Þetta er grein um númerakerfi húsa, eins spennandi og það hljómar. Í mín eyru hljómar það að minnsta kosti spennandi. Þetta er kallað í fasteignaskrá og reglugerðum staðföng sem samanstanda af staðvísi (t.d. götuheiti) sem vísar þér á staðinn, staðgreini sem greinir staðinn frá öðrum með sama staðvísi og svo hniti sem er staðsetningin á korti. Eins og alþjóð veit, eða kannski veit ekki þá er Harpa, eitt helsta kennileiti Reykjavíkur, staðsett við Austurbakka 2. Það er þó gaman að segja frá því að innan sömu lóðar eru einnig Bryggjugata 2, 4, 6 og 8, Geirsgata 2, 4 og 17 og mörg fleiri húsnúmer t.d. Tryggvagata 23. Á þessari lóð er ásamt Hörpu, EDITION hótel, Landsbankinn og tvö ráðuneyti (bráðum), H&M og mathöll svo sumt sé nefnt. Svo erum við með Kringluna, sem er annaðhvort númer 4-6, 4-12 eða 8-12. Við erum þó með marga innganga þar merkta t.d. A, B, C o.s.fv. sem fólk vill eflaust frekar rata til. Þetta eru tvö mismunandi dæmi um staðfanganotkun á lóðum. Fyrra er talsvert þægilegra fyrir notandann en það síðara. Lóðir heita jú eitthvað í skipulagi en svo þegar teikningar eru gerðar og farið að byggja þá kemur oft í ljós að fólk þarf að rata á einhvern sérstakan inngang, ekki bara á lóðina 2-4. Hvert okkar vill líka búa í númerabili, það minnir á Kaffibrúsakallaatriðið þar sem maður varð fyrir valtara og lá á nokkrum sjúkrastofum. Það er þó ekki út af einhverri gamla kalla gremju sem ég skrifa þennan pistil. Ástæðan er frekar vitundavakning, því eigendur húsa geta nefnilega óskað eftir breytingum til sveitarfélags. Þannig að ef húsið þitt er merkt öðruvísi en lóðin er skráð í landeignaskrá þá klárlega mæli ég með því að þið sækið um breytingar til sveitarfélags. Vill maður t.d. ekki að sjúkrabíllinn rati á réttan stað þegar á honum þarf að halda. Heitir sumarbústaðurinn þinn bara eftir jörðinni sem lóð hans er stofnuð úr en skeytt er lóð aftan við nafnið, eins og "Hóll lóð". Þá mæli ég með því að fá sveitarfélagið til að setja frekar upp eitthvað skilvirkt rötunarkerfi. Til þess að virka þurfa sumarbústaðasvæði að vera eins og götur innanbæjar, þar sem rökrétt númeraröðun gildir og götur hafa nöfn. Aftur er hér gott að hugsa þetta út frá rötun sjúkrabíls. Þú mátt síðan kalla bústaðinn þinn það sem þú vilt, en það þarf ekki endilega að skrá það í fasteignaskrá. Hvert og eitt heimilisfang fær einnig hnitapunkt sem nýttur er til rötunar, sá punktur þarf að vera á réttum stað, svo sem við innganginn að húsinu. Svo geta einnig verið fleiri staðföng á öðrum inngöngum, t.d. ef betra er að koma að einhverjum íbúðum annarstaðarfrá og jafnvel staðfang fyrir ruslabílinn sem mikið hefur verið í umræðunni upp á síðkastið. Það eru fleiri en við sem búum á Íslandi sem notum þetta, það eru fullt af alþjóðlegum fyrirtækjum að nýta okkar kerfi. Google Maps, Apple Maps, TomTom, Garmin og fleiri. Viljum við ekki að ef að einhver vill finna ferðaþjónustuna okkar eða jafnvel sumarbústaðinn að gögnin séu rétt og það sé sem auðveldast fyrir aðilann að finna okkur? Höfundur er landfræðingur og áhugamaður um rötun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Leikskólar Börn og uppeldi Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Nei þetta er ekki grein um aukagjald vegna leikskóladvalar í Kópavogi, þetta er heldur ekki grein um opnunartíma Vínbúðarinnar á Djúpavogi. Mæli samt með Djúpavogi, bjó þar um stund. Þetta er grein um númerakerfi húsa, eins spennandi og það hljómar. Í mín eyru hljómar það að minnsta kosti spennandi. Þetta er kallað í fasteignaskrá og reglugerðum staðföng sem samanstanda af staðvísi (t.d. götuheiti) sem vísar þér á staðinn, staðgreini sem greinir staðinn frá öðrum með sama staðvísi og svo hniti sem er staðsetningin á korti. Eins og alþjóð veit, eða kannski veit ekki þá er Harpa, eitt helsta kennileiti Reykjavíkur, staðsett við Austurbakka 2. Það er þó gaman að segja frá því að innan sömu lóðar eru einnig Bryggjugata 2, 4, 6 og 8, Geirsgata 2, 4 og 17 og mörg fleiri húsnúmer t.d. Tryggvagata 23. Á þessari lóð er ásamt Hörpu, EDITION hótel, Landsbankinn og tvö ráðuneyti (bráðum), H&M og mathöll svo sumt sé nefnt. Svo erum við með Kringluna, sem er annaðhvort númer 4-6, 4-12 eða 8-12. Við erum þó með marga innganga þar merkta t.d. A, B, C o.s.fv. sem fólk vill eflaust frekar rata til. Þetta eru tvö mismunandi dæmi um staðfanganotkun á lóðum. Fyrra er talsvert þægilegra fyrir notandann en það síðara. Lóðir heita jú eitthvað í skipulagi en svo þegar teikningar eru gerðar og farið að byggja þá kemur oft í ljós að fólk þarf að rata á einhvern sérstakan inngang, ekki bara á lóðina 2-4. Hvert okkar vill líka búa í númerabili, það minnir á Kaffibrúsakallaatriðið þar sem maður varð fyrir valtara og lá á nokkrum sjúkrastofum. Það er þó ekki út af einhverri gamla kalla gremju sem ég skrifa þennan pistil. Ástæðan er frekar vitundavakning, því eigendur húsa geta nefnilega óskað eftir breytingum til sveitarfélags. Þannig að ef húsið þitt er merkt öðruvísi en lóðin er skráð í landeignaskrá þá klárlega mæli ég með því að þið sækið um breytingar til sveitarfélags. Vill maður t.d. ekki að sjúkrabíllinn rati á réttan stað þegar á honum þarf að halda. Heitir sumarbústaðurinn þinn bara eftir jörðinni sem lóð hans er stofnuð úr en skeytt er lóð aftan við nafnið, eins og "Hóll lóð". Þá mæli ég með því að fá sveitarfélagið til að setja frekar upp eitthvað skilvirkt rötunarkerfi. Til þess að virka þurfa sumarbústaðasvæði að vera eins og götur innanbæjar, þar sem rökrétt númeraröðun gildir og götur hafa nöfn. Aftur er hér gott að hugsa þetta út frá rötun sjúkrabíls. Þú mátt síðan kalla bústaðinn þinn það sem þú vilt, en það þarf ekki endilega að skrá það í fasteignaskrá. Hvert og eitt heimilisfang fær einnig hnitapunkt sem nýttur er til rötunar, sá punktur þarf að vera á réttum stað, svo sem við innganginn að húsinu. Svo geta einnig verið fleiri staðföng á öðrum inngöngum, t.d. ef betra er að koma að einhverjum íbúðum annarstaðarfrá og jafnvel staðfang fyrir ruslabílinn sem mikið hefur verið í umræðunni upp á síðkastið. Það eru fleiri en við sem búum á Íslandi sem notum þetta, það eru fullt af alþjóðlegum fyrirtækjum að nýta okkar kerfi. Google Maps, Apple Maps, TomTom, Garmin og fleiri. Viljum við ekki að ef að einhver vill finna ferðaþjónustuna okkar eða jafnvel sumarbústaðinn að gögnin séu rétt og það sé sem auðveldast fyrir aðilann að finna okkur? Höfundur er landfræðingur og áhugamaður um rötun.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun