Um raforkumál á Vestfjörðum Elías Jónatansson skrifar 22. ágúst 2023 08:01 Á dögunum birtist á Vísi grein eftir Tómas Guðbjartsson um virkjunarhugmyndir Orkubús Vestfjarða. Undirritaður telur nauðsynlegt að bregðast við þessum skrifum og gera grein fyrir þeirri stöðu sem uppi er í orkumálum á Vestfjörðum og hvaða orkukostir eru raunhæfir horft til næstu ára frá sjónarhóli Orkubús Vestfjarða. Aflskortur og veikburða orkuöryggi Orkumál á Vestfjörðum einkennast af tvennu. Annars vegar er mikill aflskortur til staðar og hins vegar er orkuöryggi veikburða og tryggt með dísilrafstöðvum. Staðan í raforkumálum á Vestfjörðum er því ósjálfbær. Sérstaða orkumála á Vestfjörðum í samanburði við aðra landshluta felst í viðvarandi aflskorti og takmörkunum á afhendingaröryggi um flutningsnet. Um 50% af orkunni sem í dag er notuð á Vestfjörðum er flutt inn frá virkjunum í meira en 250 km fjarlægð frá notendum. Hin 50% orkunnar eru frá virkjunum á Vestfjörðum. Aflgeta virkjana á Vestfjörðum er mest um 21 MW ef þær hafa nægt vatn, en getur á köldum vetrardögum farið niður í 11 MW. Það gerist þegar aðrennsli að virkjunum er lítið og treysta þarf nær alfarið á rennsli úr tiltölulega litlum miðlunarlónum við virkjanir í Mjólká í Arnarfirði, 11 MW og Þverá í Steingrímsfirði 2,4 MW. Afl þeirra er bara brot af mestu heildaraflþörf á Vestfjörðum í dag sem er 44 MW. Um sjö þúsund íbúar Vestfjarða nota rafmagn á við 50 þúsund íbúa á höfuðborgarsvæðinu vegna þess að hús eru víðast hvar kynt með rafmagni þar sem enn er ekki kostur á jarðhitaveitu. Afhendingargeta flutningskerfis raforku er takmörkuð við eina ótrygga flutningslínu sem tengir raforkukerfi Vestfjarða við aðra hluta landsins (Byggðalínuhringinn). Mikil notkun jarðefnaeldsneytis Til að tryggja afhendingaröryggi fyrir samfélag og atvinnulíf á Vestfjörðum þarf nú að reiða sig á varafl sem framleitt er með jarðefnaeldsneyti. Varaafl til raforkuframleiðslu og til rafkyntra hitaveitna er dísilknúið. Á árinu 2022 þurfti að framleiða varmaorku í olíukötlum í 54 daga með jarðefnaeldsneyti. Þannig voru tvær milljónir lítra af olíu notaðar í varaafl fyrir rafkyntar hitaveitur á síðasta ári. Það samsvarar eldsneytisáfyllingu á 42 þúsund bíla. Staða raforkumála á Vestfjörðum er því með öllu óásættanleg og kallar á aðgerðir strax. Háleit markmið í loftslagsmálum verða hjáróma þegar heill landshluti byggir orkuöryggi sitt á jarðefnaeldsneyti. Það er borðleggjandi að þörf fyrir orkuframleiðslu úr jarðefnaeldsneyti mun aukast komi ekki til aðgerða strax. Vatnsdalsvirkjun leysir orkuskort á Vestfjörðum Orkubú Vestfjarða hefur horft til þess að reisa 20-30 MW virkjun í Vatnsfirði, svonefnda Vatnsdalsvirkjun. Vatnsdalsvirkjun er raunhæfur kostur og myndi bæta afhendingaröryggi mikið, enda er hún staðsett tiltölulega nálægt notendum. Virkjunin mun hafa jákvæð umhverfisleg áhrif á orkubúskap á Vestfjörðum og munar þar mest um að mikið drægi úr notkun olíuknúins varaafls. Í hönnun virkjunarinnar yrði líka gætt að umhverfislegum þáttum í umhverfismati auk þess sem þessi kostur ætti eftir að fara í gegnum umfjöllun í Rammaáætlun. Það er algjörlega nauðsynlegt að skoða þennan kost mjög ítarlega frá öllum hliðum, enda virðist hann hafa margt jákvæða kosti umfram aðrar leiðir. Vatnsdalsvirkjun er lykillinn að því að minnka líkur á straumleysi á Vestfjörðum um 90%. Það sýna hermilíkön fyrir kerfið. Aðrir kostir mun síðri Í grein Tómasar Guðbjartssonar leggur hann til tvær lausnir við orkuvanda Vestfjarða. Annars vegar smávirkjanir og hins vegar að rafmagnið verði tekið út af flutningsnetinu með nýrri línu frá Hrútafirði í Mjólká. Tómas telur þannig betra að leysa vanda Vestfirðinga með smávirkjunum sem þyrftu þá kannski að vera 50 til 60 að tölu til að mæta sömu aflþörf og Vatnsdalsvirkjun myndi gera. Þær þyrftu allar að hafa eigið uppistöðulón því annars væru þær gagnslausar til að mæta þeim vanda sem blasir við Vestfirðingum - aflskorti. En jafnvel þótt þær yrðu byggðar þá yrði áfram flókið að stýra raforkukerfinu með svo mörgum og litlum einingum. Þá má ekki gleyma því að aukinn kostnaður við að hafa við þær uppistöðulón og gera þær stýranlegar gerir þær svo dýrar að þær stæðu ekki undir fjárfestingunni við byggingu þeirra. Ég tel að þessi lausn sé því miður algjörlega óraunhæf. Hin leiðin væri að mati Tómasar að byggja nýja 160 km langa flutningslínu sem við gætum kallað Vestfjarðalínu 2, sem færi óumflýjanlega um hluta þeirra svæða sem skilgreind eru ósnert víðerni á Vestfjörðum. Rétt er að hafa í huga að núverandi Vesturlína er 45 ára gömul tréstauralína og mun innan tíðar þarfnast endurnýjunar. Lausnin felst þá óhjákvæmilega í að byggja nýja línu „strax“ og endurnýja þá væntanlega gömlu línuna á næstu tveimur áratugum. Orkubúið útilokar að sjálfsögðu ekki lausn með tvöfaldri línu, en hefur þó ákveðnar efasemdir um að auðvelt verði að leysa vandann nægilega fljótt með þeim hætti því þá þarf að finna leið til að semja við 70 landeigendur á þeirri 160 km löngu leið sem er úr Hrútatungu í Mjólká, á mettíma, auk þess sem tryggja þarf fjármagn, ekki bara í eina heldur í tvær línur á næstu 20 árum. Bygging fleiri dísilorkuvera leysir heldur ekki vandann. Lang raunhæfasti valkosturinn til lausnar er því uppbygging raforkuframleiðslu með vatnsaflsvirkjunum innan Vestfjarða. Höfundur er orkubússtjóri Orkubús Vestfjarða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Umhverfismál Vesturbyggð Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum birtist á Vísi grein eftir Tómas Guðbjartsson um virkjunarhugmyndir Orkubús Vestfjarða. Undirritaður telur nauðsynlegt að bregðast við þessum skrifum og gera grein fyrir þeirri stöðu sem uppi er í orkumálum á Vestfjörðum og hvaða orkukostir eru raunhæfir horft til næstu ára frá sjónarhóli Orkubús Vestfjarða. Aflskortur og veikburða orkuöryggi Orkumál á Vestfjörðum einkennast af tvennu. Annars vegar er mikill aflskortur til staðar og hins vegar er orkuöryggi veikburða og tryggt með dísilrafstöðvum. Staðan í raforkumálum á Vestfjörðum er því ósjálfbær. Sérstaða orkumála á Vestfjörðum í samanburði við aðra landshluta felst í viðvarandi aflskorti og takmörkunum á afhendingaröryggi um flutningsnet. Um 50% af orkunni sem í dag er notuð á Vestfjörðum er flutt inn frá virkjunum í meira en 250 km fjarlægð frá notendum. Hin 50% orkunnar eru frá virkjunum á Vestfjörðum. Aflgeta virkjana á Vestfjörðum er mest um 21 MW ef þær hafa nægt vatn, en getur á köldum vetrardögum farið niður í 11 MW. Það gerist þegar aðrennsli að virkjunum er lítið og treysta þarf nær alfarið á rennsli úr tiltölulega litlum miðlunarlónum við virkjanir í Mjólká í Arnarfirði, 11 MW og Þverá í Steingrímsfirði 2,4 MW. Afl þeirra er bara brot af mestu heildaraflþörf á Vestfjörðum í dag sem er 44 MW. Um sjö þúsund íbúar Vestfjarða nota rafmagn á við 50 þúsund íbúa á höfuðborgarsvæðinu vegna þess að hús eru víðast hvar kynt með rafmagni þar sem enn er ekki kostur á jarðhitaveitu. Afhendingargeta flutningskerfis raforku er takmörkuð við eina ótrygga flutningslínu sem tengir raforkukerfi Vestfjarða við aðra hluta landsins (Byggðalínuhringinn). Mikil notkun jarðefnaeldsneytis Til að tryggja afhendingaröryggi fyrir samfélag og atvinnulíf á Vestfjörðum þarf nú að reiða sig á varafl sem framleitt er með jarðefnaeldsneyti. Varaafl til raforkuframleiðslu og til rafkyntra hitaveitna er dísilknúið. Á árinu 2022 þurfti að framleiða varmaorku í olíukötlum í 54 daga með jarðefnaeldsneyti. Þannig voru tvær milljónir lítra af olíu notaðar í varaafl fyrir rafkyntar hitaveitur á síðasta ári. Það samsvarar eldsneytisáfyllingu á 42 þúsund bíla. Staða raforkumála á Vestfjörðum er því með öllu óásættanleg og kallar á aðgerðir strax. Háleit markmið í loftslagsmálum verða hjáróma þegar heill landshluti byggir orkuöryggi sitt á jarðefnaeldsneyti. Það er borðleggjandi að þörf fyrir orkuframleiðslu úr jarðefnaeldsneyti mun aukast komi ekki til aðgerða strax. Vatnsdalsvirkjun leysir orkuskort á Vestfjörðum Orkubú Vestfjarða hefur horft til þess að reisa 20-30 MW virkjun í Vatnsfirði, svonefnda Vatnsdalsvirkjun. Vatnsdalsvirkjun er raunhæfur kostur og myndi bæta afhendingaröryggi mikið, enda er hún staðsett tiltölulega nálægt notendum. Virkjunin mun hafa jákvæð umhverfisleg áhrif á orkubúskap á Vestfjörðum og munar þar mest um að mikið drægi úr notkun olíuknúins varaafls. Í hönnun virkjunarinnar yrði líka gætt að umhverfislegum þáttum í umhverfismati auk þess sem þessi kostur ætti eftir að fara í gegnum umfjöllun í Rammaáætlun. Það er algjörlega nauðsynlegt að skoða þennan kost mjög ítarlega frá öllum hliðum, enda virðist hann hafa margt jákvæða kosti umfram aðrar leiðir. Vatnsdalsvirkjun er lykillinn að því að minnka líkur á straumleysi á Vestfjörðum um 90%. Það sýna hermilíkön fyrir kerfið. Aðrir kostir mun síðri Í grein Tómasar Guðbjartssonar leggur hann til tvær lausnir við orkuvanda Vestfjarða. Annars vegar smávirkjanir og hins vegar að rafmagnið verði tekið út af flutningsnetinu með nýrri línu frá Hrútafirði í Mjólká. Tómas telur þannig betra að leysa vanda Vestfirðinga með smávirkjunum sem þyrftu þá kannski að vera 50 til 60 að tölu til að mæta sömu aflþörf og Vatnsdalsvirkjun myndi gera. Þær þyrftu allar að hafa eigið uppistöðulón því annars væru þær gagnslausar til að mæta þeim vanda sem blasir við Vestfirðingum - aflskorti. En jafnvel þótt þær yrðu byggðar þá yrði áfram flókið að stýra raforkukerfinu með svo mörgum og litlum einingum. Þá má ekki gleyma því að aukinn kostnaður við að hafa við þær uppistöðulón og gera þær stýranlegar gerir þær svo dýrar að þær stæðu ekki undir fjárfestingunni við byggingu þeirra. Ég tel að þessi lausn sé því miður algjörlega óraunhæf. Hin leiðin væri að mati Tómasar að byggja nýja 160 km langa flutningslínu sem við gætum kallað Vestfjarðalínu 2, sem færi óumflýjanlega um hluta þeirra svæða sem skilgreind eru ósnert víðerni á Vestfjörðum. Rétt er að hafa í huga að núverandi Vesturlína er 45 ára gömul tréstauralína og mun innan tíðar þarfnast endurnýjunar. Lausnin felst þá óhjákvæmilega í að byggja nýja línu „strax“ og endurnýja þá væntanlega gömlu línuna á næstu tveimur áratugum. Orkubúið útilokar að sjálfsögðu ekki lausn með tvöfaldri línu, en hefur þó ákveðnar efasemdir um að auðvelt verði að leysa vandann nægilega fljótt með þeim hætti því þá þarf að finna leið til að semja við 70 landeigendur á þeirri 160 km löngu leið sem er úr Hrútatungu í Mjólká, á mettíma, auk þess sem tryggja þarf fjármagn, ekki bara í eina heldur í tvær línur á næstu 20 árum. Bygging fleiri dísilorkuvera leysir heldur ekki vandann. Lang raunhæfasti valkosturinn til lausnar er því uppbygging raforkuframleiðslu með vatnsaflsvirkjunum innan Vestfjarða. Höfundur er orkubússtjóri Orkubús Vestfjarða.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar