Frekari vaxtahækkanir óþarfar Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 21. ágúst 2023 15:00 Það bárust jákvæð tíðindi í lok júlí þegar verðbólga hjaðnaði nokkuð milli mánaða og mældist 7,6%. Ljóst er að verðbólga er enn óásættanlega mikil en tölurnar gefa þó væntingar um að toppnum sé náð, verðbólga hafi náð hámarki og stýrivextir einnig. Sú þróun myndi styðja við gerð langtímasamnings á vinnumarkaði. Peningastefnunefnd mun á miðvikudag tilkynna ákvörðun sína um breytingu stýrivaxta. Bankarnir og fjármálakerfið munu án vafa vilja sjá enn aðra vaxtahækkunina. Hinsvegar er erfitt að finna rök fyrir áframhaldandi hækkun stýrivaxta. Undirliggjandi verðbólga hefur hjaðnað og sjá má merki um kólnun í hagkerfinu. Seðlabankinn hefur þó gefið til kynna að fjölgun ferðamanna umfram grunnspá bankans kunni að leiða til frekari vaxtahækkana. Eðlilegt að halda stýrivöxtum óbreyttum Stýrivextir voru hækkaðir um 1,25 prósentur í maí og eru í dag 8,75%. Peningastefnunefnd rökstuddi hækkunina með vísan í 9,9% verðbólgumælingu, háa undirliggjandi verðbólgu og mikla þenslu í hagkerfinu. Ljóst er að tíma tekur fyrir stýrivexti að hafa áhrif á verðlag og eftirspurn. Áhrif undangenginna vaxtahækkana bankans eru því ekki að fullu komin fram. Skýr merki eru um að nú dragi úr þenslu í hagkerfinu. Þetta sést meðal annars í minni undirliggjandi verðbólgu, samdrætti í kortaveltu heimila og hægagangi á húsnæðismarkaði. Þó hefur þróun í ferðaþjónustu verið í aðra átt, þar hefur fjölgun ferðamanna verið umfram væntingar flestra spáaðila. Hætta er á því að verði gengið of langt í hækkun vaxta muni það ekki einungis þrengja enn frekar að heimilum heldur einnig skapa vanda á framboðshlið, þ.e. verktakar muni draga úr nýbyggingum húsnæðis. Þar með yrði tímabundið dregið úr þenslu en vandanum og verðbólgunni frestað þar til síðar. Nú þegar er hætta á því að metnaðarfull áform stjórnvalda að stuðla að byggingu 35 þúsund íbúða á næstu 10 árum gangi ekki eftir. Skapa þarf forsendur fyrir langtímasamningum Þeir samningar sem undirritaðir voru á almennum vinnumarkaði í desember miðuðu að því að verja kaupmátt launafólks á verðbólgutímum, auka fyrirsjáanleika og leggja þannig grunn að gerð langtímasamnings. Samningarnir tóku mið af sterkri afkomu fyrirtækja sem búið hafa við methagnað undanfarin ár. Að mörgu leyti hefur markmið samningana gengið eftir, tekist hefur að verja kaupmátt og verðbólga fer nú lækkandi. Nú er verkefnið að skapa forsendur fyrir gerð langtímasamnings. Þar leika stjórnvöld lykilhlutverk með aðgerðum sem stuðla að stöðugleika á húsnæðismarkaði og bættum lífskjörum launafólks. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson ASÍ Verðlag Seðlabankinn Íslenska krónan Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Það bárust jákvæð tíðindi í lok júlí þegar verðbólga hjaðnaði nokkuð milli mánaða og mældist 7,6%. Ljóst er að verðbólga er enn óásættanlega mikil en tölurnar gefa þó væntingar um að toppnum sé náð, verðbólga hafi náð hámarki og stýrivextir einnig. Sú þróun myndi styðja við gerð langtímasamnings á vinnumarkaði. Peningastefnunefnd mun á miðvikudag tilkynna ákvörðun sína um breytingu stýrivaxta. Bankarnir og fjármálakerfið munu án vafa vilja sjá enn aðra vaxtahækkunina. Hinsvegar er erfitt að finna rök fyrir áframhaldandi hækkun stýrivaxta. Undirliggjandi verðbólga hefur hjaðnað og sjá má merki um kólnun í hagkerfinu. Seðlabankinn hefur þó gefið til kynna að fjölgun ferðamanna umfram grunnspá bankans kunni að leiða til frekari vaxtahækkana. Eðlilegt að halda stýrivöxtum óbreyttum Stýrivextir voru hækkaðir um 1,25 prósentur í maí og eru í dag 8,75%. Peningastefnunefnd rökstuddi hækkunina með vísan í 9,9% verðbólgumælingu, háa undirliggjandi verðbólgu og mikla þenslu í hagkerfinu. Ljóst er að tíma tekur fyrir stýrivexti að hafa áhrif á verðlag og eftirspurn. Áhrif undangenginna vaxtahækkana bankans eru því ekki að fullu komin fram. Skýr merki eru um að nú dragi úr þenslu í hagkerfinu. Þetta sést meðal annars í minni undirliggjandi verðbólgu, samdrætti í kortaveltu heimila og hægagangi á húsnæðismarkaði. Þó hefur þróun í ferðaþjónustu verið í aðra átt, þar hefur fjölgun ferðamanna verið umfram væntingar flestra spáaðila. Hætta er á því að verði gengið of langt í hækkun vaxta muni það ekki einungis þrengja enn frekar að heimilum heldur einnig skapa vanda á framboðshlið, þ.e. verktakar muni draga úr nýbyggingum húsnæðis. Þar með yrði tímabundið dregið úr þenslu en vandanum og verðbólgunni frestað þar til síðar. Nú þegar er hætta á því að metnaðarfull áform stjórnvalda að stuðla að byggingu 35 þúsund íbúða á næstu 10 árum gangi ekki eftir. Skapa þarf forsendur fyrir langtímasamningum Þeir samningar sem undirritaðir voru á almennum vinnumarkaði í desember miðuðu að því að verja kaupmátt launafólks á verðbólgutímum, auka fyrirsjáanleika og leggja þannig grunn að gerð langtímasamnings. Samningarnir tóku mið af sterkri afkomu fyrirtækja sem búið hafa við methagnað undanfarin ár. Að mörgu leyti hefur markmið samningana gengið eftir, tekist hefur að verja kaupmátt og verðbólga fer nú lækkandi. Nú er verkefnið að skapa forsendur fyrir gerð langtímasamnings. Þar leika stjórnvöld lykilhlutverk með aðgerðum sem stuðla að stöðugleika á húsnæðismarkaði og bættum lífskjörum launafólks. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun