Frekari vaxtahækkanir óþarfar Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 21. ágúst 2023 15:00 Það bárust jákvæð tíðindi í lok júlí þegar verðbólga hjaðnaði nokkuð milli mánaða og mældist 7,6%. Ljóst er að verðbólga er enn óásættanlega mikil en tölurnar gefa þó væntingar um að toppnum sé náð, verðbólga hafi náð hámarki og stýrivextir einnig. Sú þróun myndi styðja við gerð langtímasamnings á vinnumarkaði. Peningastefnunefnd mun á miðvikudag tilkynna ákvörðun sína um breytingu stýrivaxta. Bankarnir og fjármálakerfið munu án vafa vilja sjá enn aðra vaxtahækkunina. Hinsvegar er erfitt að finna rök fyrir áframhaldandi hækkun stýrivaxta. Undirliggjandi verðbólga hefur hjaðnað og sjá má merki um kólnun í hagkerfinu. Seðlabankinn hefur þó gefið til kynna að fjölgun ferðamanna umfram grunnspá bankans kunni að leiða til frekari vaxtahækkana. Eðlilegt að halda stýrivöxtum óbreyttum Stýrivextir voru hækkaðir um 1,25 prósentur í maí og eru í dag 8,75%. Peningastefnunefnd rökstuddi hækkunina með vísan í 9,9% verðbólgumælingu, háa undirliggjandi verðbólgu og mikla þenslu í hagkerfinu. Ljóst er að tíma tekur fyrir stýrivexti að hafa áhrif á verðlag og eftirspurn. Áhrif undangenginna vaxtahækkana bankans eru því ekki að fullu komin fram. Skýr merki eru um að nú dragi úr þenslu í hagkerfinu. Þetta sést meðal annars í minni undirliggjandi verðbólgu, samdrætti í kortaveltu heimila og hægagangi á húsnæðismarkaði. Þó hefur þróun í ferðaþjónustu verið í aðra átt, þar hefur fjölgun ferðamanna verið umfram væntingar flestra spáaðila. Hætta er á því að verði gengið of langt í hækkun vaxta muni það ekki einungis þrengja enn frekar að heimilum heldur einnig skapa vanda á framboðshlið, þ.e. verktakar muni draga úr nýbyggingum húsnæðis. Þar með yrði tímabundið dregið úr þenslu en vandanum og verðbólgunni frestað þar til síðar. Nú þegar er hætta á því að metnaðarfull áform stjórnvalda að stuðla að byggingu 35 þúsund íbúða á næstu 10 árum gangi ekki eftir. Skapa þarf forsendur fyrir langtímasamningum Þeir samningar sem undirritaðir voru á almennum vinnumarkaði í desember miðuðu að því að verja kaupmátt launafólks á verðbólgutímum, auka fyrirsjáanleika og leggja þannig grunn að gerð langtímasamnings. Samningarnir tóku mið af sterkri afkomu fyrirtækja sem búið hafa við methagnað undanfarin ár. Að mörgu leyti hefur markmið samningana gengið eftir, tekist hefur að verja kaupmátt og verðbólga fer nú lækkandi. Nú er verkefnið að skapa forsendur fyrir gerð langtímasamnings. Þar leika stjórnvöld lykilhlutverk með aðgerðum sem stuðla að stöðugleika á húsnæðismarkaði og bættum lífskjörum launafólks. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson ASÍ Verðlag Seðlabankinn Íslenska krónan Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það bárust jákvæð tíðindi í lok júlí þegar verðbólga hjaðnaði nokkuð milli mánaða og mældist 7,6%. Ljóst er að verðbólga er enn óásættanlega mikil en tölurnar gefa þó væntingar um að toppnum sé náð, verðbólga hafi náð hámarki og stýrivextir einnig. Sú þróun myndi styðja við gerð langtímasamnings á vinnumarkaði. Peningastefnunefnd mun á miðvikudag tilkynna ákvörðun sína um breytingu stýrivaxta. Bankarnir og fjármálakerfið munu án vafa vilja sjá enn aðra vaxtahækkunina. Hinsvegar er erfitt að finna rök fyrir áframhaldandi hækkun stýrivaxta. Undirliggjandi verðbólga hefur hjaðnað og sjá má merki um kólnun í hagkerfinu. Seðlabankinn hefur þó gefið til kynna að fjölgun ferðamanna umfram grunnspá bankans kunni að leiða til frekari vaxtahækkana. Eðlilegt að halda stýrivöxtum óbreyttum Stýrivextir voru hækkaðir um 1,25 prósentur í maí og eru í dag 8,75%. Peningastefnunefnd rökstuddi hækkunina með vísan í 9,9% verðbólgumælingu, háa undirliggjandi verðbólgu og mikla þenslu í hagkerfinu. Ljóst er að tíma tekur fyrir stýrivexti að hafa áhrif á verðlag og eftirspurn. Áhrif undangenginna vaxtahækkana bankans eru því ekki að fullu komin fram. Skýr merki eru um að nú dragi úr þenslu í hagkerfinu. Þetta sést meðal annars í minni undirliggjandi verðbólgu, samdrætti í kortaveltu heimila og hægagangi á húsnæðismarkaði. Þó hefur þróun í ferðaþjónustu verið í aðra átt, þar hefur fjölgun ferðamanna verið umfram væntingar flestra spáaðila. Hætta er á því að verði gengið of langt í hækkun vaxta muni það ekki einungis þrengja enn frekar að heimilum heldur einnig skapa vanda á framboðshlið, þ.e. verktakar muni draga úr nýbyggingum húsnæðis. Þar með yrði tímabundið dregið úr þenslu en vandanum og verðbólgunni frestað þar til síðar. Nú þegar er hætta á því að metnaðarfull áform stjórnvalda að stuðla að byggingu 35 þúsund íbúða á næstu 10 árum gangi ekki eftir. Skapa þarf forsendur fyrir langtímasamningum Þeir samningar sem undirritaðir voru á almennum vinnumarkaði í desember miðuðu að því að verja kaupmátt launafólks á verðbólgutímum, auka fyrirsjáanleika og leggja þannig grunn að gerð langtímasamnings. Samningarnir tóku mið af sterkri afkomu fyrirtækja sem búið hafa við methagnað undanfarin ár. Að mörgu leyti hefur markmið samningana gengið eftir, tekist hefur að verja kaupmátt og verðbólga fer nú lækkandi. Nú er verkefnið að skapa forsendur fyrir gerð langtímasamnings. Þar leika stjórnvöld lykilhlutverk með aðgerðum sem stuðla að stöðugleika á húsnæðismarkaði og bættum lífskjörum launafólks. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun