Minna áreiti í skólum Sighvatur Jónsson skrifar 18. ágúst 2023 09:00 Nú þegar skólastarf er að hefjast eftir sumarið hefur mikið verið rætt og ritað um þá sýn UNESCO, Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, að snjallsímar verði ekki leyfðir í grunnskólum. Samkvæmt skýrslu UNESCO sem gefin var út í lok júlí er lögð áhersla á að tækni sé eingöngu nýtt við nám þegar hún bætir námsárangur. Ein af lykilniðurstöðum skýrslunnar er að nálægð við snjalltæki ein og sér hefur truflandi áhrif á nemendur og neikvæð áhrif á nám þeirra. Vísað er til þess að þetta hafi verið skoðað í 14 löndum. Samt sem áður sé notkun snjallsíma ekki leyfð í skólum í einu af hverjum fjórum ríkjum heims. Byrjum á orðfærinu. Snýst þetta um að „banna snjallsíma“? Eða að „leyfa snjallsíma ekki“? Eða eigum við að einbeita okkur að reglum varðandi „notkun snjallsíma“ í skólum? Ýmsar tilraunir hafa verið gerðar í mörgum skólum landsins. Ég nefni sem dæmi Álftamýrarskóla í Reykjavík, þar sem ég dvaldi ásamt fótboltastelpum frá Njarðvík á knattspyrnumótinu Rey Cup í sumar. Þar vakti athygli mína miði á hurð sem á stóð: „Símanotkun nemenda er óheimil í Álftamýrarskóla“. Í kjölfarið fylgdu leiðbeiningar um hvernig tekið er á málum ef nemandi notar síma. Símar nemenda eiga að vera í skólatösku, og það á að vera slökkt á þeim eða þeir stilltir á flugstillingu á meðan á skóladegi stendur. Sérstaklega er tekið fram að öll svæði skólans eru símalaus, skólalóðin þar með talin. Í Reykjanesbæ hefur Háaleitisskóli á Ásbrú verið snjallsímalaus frá 2018. Snjallsíma má ekki nota á skólatíma. Ef nemandi virðir það ekki verður hann að afhenda kennara eða starfsmanni skólans símann. Að loknum skóladegi má nemandi sækja símann á skrifstofu skólans. Á fundi menntaráðs 15. júní síðastliðinn greindi Friðþjófur Helgi Karlsson, skólastjóri Háaleitisskóla, frá jákvæðri reynslu kennara, starfsfólks og nemenda af snjallsímaleysinu. Helsti kosturinn er sagður vera að losna við mikið áreiti sem fylgir notkun snjallsíma. Stundum er það áreiti reyndar vegna skeytasendinga frá foreldrum og forráðamönnum til barna sinna. Áhugavert var að heyra að notkun snjallsíma var á tímabili leyfð á ný í Háaleitisskóla. En aðeins nokkrum mánuðum síðar voru fyrri reglur teknir upp aftur, meðal annars vegna óska nemenda þar um. Málið snýst um velferð barna okkar. Hvað finnst þeim? Daníel Örn Gunnarsson, formaður nemendaráðs Myllubakkaskóla, greindi frá sínum skoðunum á fundi menntaráðs Reykjanesbæjar 26. maí síðastliðinn. Daníel er fulltrúi í ungmennaráði Reykjanesbæjar og hafði áður kynnt hugmyndir sínar um snjallsímalausa grunnskóla á fundi með bæjarstjórn. Í bókun menntaráðs er nemendum hrósað fyrir að sýna frumkvæði. Kveikjan að hugmyndinni er meðal annars áhyggjur nemenda af áhrifum snjallsímanotkunar á félagslíf. Nemendur verða sem sagt sjálfir varir við dvínandi áhuga á félagslífi og minni samskipti þeirra á milli í frímínútum. Á fyrsta fundi menntaráðs eftir sumarfrí höldum við áfram að fjalla um málið í samstarfi við skólaumhverfið - nemendur, starfsfólk og foreldra og forráðamenn. Með vísan í fyrrgreinda menntaskýrslu Sameinuðu þjóðanna er áhugavert að sjá að það hafi bætt námsárangur í löndum eins og Belgíu, Spáni og Bretlandi að „fjarlægja snjallsíma úr skólum“, eins og það er orðað. Betri námsárangur, gott og vel. En fyrir mitt leyti er líðan barna okkar næg ástæða til að ræða notkun snjallsíma í skólum. Börnin okkar eiga skilið að njóta náms og félagslífs án truflandi áreitis. Vanmetum ekki áhrifin af miklu áreiti snjallsíma. Höfundur er varaformaður menntaráðs Reykjanesbæjar. Ítarefni: https://www.unesco.org/gem-report/en/articles/unesco-issues-urgent-call-appropriate-use-technology-education https://www.unesco.org/en/articles/smartphones-school-only-when-they-clearly-support-learning Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Reykjanesbær Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar skólastarf er að hefjast eftir sumarið hefur mikið verið rætt og ritað um þá sýn UNESCO, Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, að snjallsímar verði ekki leyfðir í grunnskólum. Samkvæmt skýrslu UNESCO sem gefin var út í lok júlí er lögð áhersla á að tækni sé eingöngu nýtt við nám þegar hún bætir námsárangur. Ein af lykilniðurstöðum skýrslunnar er að nálægð við snjalltæki ein og sér hefur truflandi áhrif á nemendur og neikvæð áhrif á nám þeirra. Vísað er til þess að þetta hafi verið skoðað í 14 löndum. Samt sem áður sé notkun snjallsíma ekki leyfð í skólum í einu af hverjum fjórum ríkjum heims. Byrjum á orðfærinu. Snýst þetta um að „banna snjallsíma“? Eða að „leyfa snjallsíma ekki“? Eða eigum við að einbeita okkur að reglum varðandi „notkun snjallsíma“ í skólum? Ýmsar tilraunir hafa verið gerðar í mörgum skólum landsins. Ég nefni sem dæmi Álftamýrarskóla í Reykjavík, þar sem ég dvaldi ásamt fótboltastelpum frá Njarðvík á knattspyrnumótinu Rey Cup í sumar. Þar vakti athygli mína miði á hurð sem á stóð: „Símanotkun nemenda er óheimil í Álftamýrarskóla“. Í kjölfarið fylgdu leiðbeiningar um hvernig tekið er á málum ef nemandi notar síma. Símar nemenda eiga að vera í skólatösku, og það á að vera slökkt á þeim eða þeir stilltir á flugstillingu á meðan á skóladegi stendur. Sérstaklega er tekið fram að öll svæði skólans eru símalaus, skólalóðin þar með talin. Í Reykjanesbæ hefur Háaleitisskóli á Ásbrú verið snjallsímalaus frá 2018. Snjallsíma má ekki nota á skólatíma. Ef nemandi virðir það ekki verður hann að afhenda kennara eða starfsmanni skólans símann. Að loknum skóladegi má nemandi sækja símann á skrifstofu skólans. Á fundi menntaráðs 15. júní síðastliðinn greindi Friðþjófur Helgi Karlsson, skólastjóri Háaleitisskóla, frá jákvæðri reynslu kennara, starfsfólks og nemenda af snjallsímaleysinu. Helsti kosturinn er sagður vera að losna við mikið áreiti sem fylgir notkun snjallsíma. Stundum er það áreiti reyndar vegna skeytasendinga frá foreldrum og forráðamönnum til barna sinna. Áhugavert var að heyra að notkun snjallsíma var á tímabili leyfð á ný í Háaleitisskóla. En aðeins nokkrum mánuðum síðar voru fyrri reglur teknir upp aftur, meðal annars vegna óska nemenda þar um. Málið snýst um velferð barna okkar. Hvað finnst þeim? Daníel Örn Gunnarsson, formaður nemendaráðs Myllubakkaskóla, greindi frá sínum skoðunum á fundi menntaráðs Reykjanesbæjar 26. maí síðastliðinn. Daníel er fulltrúi í ungmennaráði Reykjanesbæjar og hafði áður kynnt hugmyndir sínar um snjallsímalausa grunnskóla á fundi með bæjarstjórn. Í bókun menntaráðs er nemendum hrósað fyrir að sýna frumkvæði. Kveikjan að hugmyndinni er meðal annars áhyggjur nemenda af áhrifum snjallsímanotkunar á félagslíf. Nemendur verða sem sagt sjálfir varir við dvínandi áhuga á félagslífi og minni samskipti þeirra á milli í frímínútum. Á fyrsta fundi menntaráðs eftir sumarfrí höldum við áfram að fjalla um málið í samstarfi við skólaumhverfið - nemendur, starfsfólk og foreldra og forráðamenn. Með vísan í fyrrgreinda menntaskýrslu Sameinuðu þjóðanna er áhugavert að sjá að það hafi bætt námsárangur í löndum eins og Belgíu, Spáni og Bretlandi að „fjarlægja snjallsíma úr skólum“, eins og það er orðað. Betri námsárangur, gott og vel. En fyrir mitt leyti er líðan barna okkar næg ástæða til að ræða notkun snjallsíma í skólum. Börnin okkar eiga skilið að njóta náms og félagslífs án truflandi áreitis. Vanmetum ekki áhrifin af miklu áreiti snjallsíma. Höfundur er varaformaður menntaráðs Reykjanesbæjar. Ítarefni: https://www.unesco.org/gem-report/en/articles/unesco-issues-urgent-call-appropriate-use-technology-education https://www.unesco.org/en/articles/smartphones-school-only-when-they-clearly-support-learning
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun