Ferðaþjónustan: Er til burðarþol? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 11. ágúst 2023 16:30 Sjálfbær ferðaþjónusta byggir meðal annars á þolmörkum heimsóknarstaða og landsvæða þar sem þjónusta og innviðir eru í lagi samkvæmt flókinni greiningu á sjálfbærninni. Grímseyingar eru teknir að ræða umbúnað og mörk ferðaþjónustu í eynni. Í Landmannalaugum verður vart ráðið við aðsókn 100 til 200 þúsund ferðamanna á heilu sumri. Talan er miðuð við gistinætur en ekki gesti sem koma og fara samdægurs. Hverjar eru lausnirnar? Við Gullfoss myndast langar biðraðir á þjónustusvæði og göngustíg niður að fossinum á háannatímum (er öryggi þar nægt?). Á þessum fjölsótta stað vantar skilvirkari og mátulegri stýringu enda bregður fyrir umræðu um stöðu ferðaþjónustu við fossinn. Oft er margfaldur hringur fólks utan um, og of nálægt, gjósandi Strokki nema áveðurs þar sem vatnsúðinn lendir, snarpheitur næst hvernum. Raunar er þar líka oftast mannskapur sem forðar sér undan vatninu. Burðarþolsgreining er farsæl Til Þingvalla komu um 1,3 milljón manna á ári þegar mest var. Þar er aðal heimsóknarsvæðið u.þ.þ. 6 ferílómetrar. Heimsóknartalan hækkar sennilega í ár. Gerð stórra bílastæða með gjaldskyldu og þolmarkagreining fyrir stýringu aðsóknar að Silfru eru dæmi um aðferðir sem eru skynsamlegar þegar stunda á sjálfbæra ferðaþjónustu. Greiningin var notuð til að ákvarða burðarþol fyrir köfun í Silfru. Rek það ferli ekki hér en tel að vel hafi tekist til. Eftirlit með áhrifum þessrar vinnu hefur sýnt það. Það gefur auga leið að bætt aðstaða, aukin þjónusta, fleiri mannvirki og há verðlagning þjónustu eru ekki sjálfkrafa og „eðlilega“ helstu svörin eða viðbrögðin við spurningum um hvenær, hvernig og hvers vegna bregðast þurfi við vandræðaástandi eða augljósri þróun áleiðis frá sjálfbærni en ekki að henni. Jákvæð upplifun sem flestra Inn í umræður um andsvör og úrbætur fléttast ákveðin, eðlileg mótsögn eða öllu heldur úrlausnarefni. Nú um stundir er orðið býsna flókið fyrir marga landsmenn að ferðast á fjölmarga staði eða landsvæði vegna þrengsla, skorts á gistirými og annarri þjónustu og vegna hás verðlags. Sums staðar þarf helst að panta þjónustu með margra mánaða fyrirvara og skyndiaðkoma að mörgum náttúruperlum veldur vonbrigðum vegna álags. Erlendir gestir, velkomnir og með miklar væntingar, upplifa það sama og heimamenn. Sjálfbær ferðamennska varðar báða þessa misstóru hópi. Þessu til viðbótar er annað úrlausnarefni morgunljóst: Á mörgum þekktum áfangastöðum þolir umhverfið ekki fleiri gesti, jafnvel þótt bætt sé úr aðgenginu. Vel að merkja hefur sums staðar ágætlega tekist til með úrbætur en ef til vill ekki lengra komist ef upplifun sem flestra gesta að vera jákvæð. Forstjóri Umhverfisstofnunar kallar réttilega eftir viðhorfskönnun meðal gesta í Landmannalaugum. Það var gert þegar unnið var að þolmarka- og burðaþolsskýrslunni fyrir Silfru. Landamannalaugar næstar? Ég tel að Landmannalaugar geti verið fyrirtaks viðfangsefni til þess að færa stærri þolmarka- og burðarþolsgreiningu frá einum, tiltölulega litlum og viðkvæmum stað yfir á miklu stærra, friðað áhrifasvæði, flóknari þjónustu og afþreyingu en hvað Silfru varðar. Í heild á viðamikil ferðaþjónusta við innlenda og erlenda ferðamenn framtíð fyrir sér með fjölþættum þolmarkagreiningum og stýringu í hennar ljósi. Næg fordæmi erum um víða veröld og Ísland er ekki eyja í mannhafinu, þótt stór sé og fremur fámenn. Höfundur er jarðvísindamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Sjá meira
Sjálfbær ferðaþjónusta byggir meðal annars á þolmörkum heimsóknarstaða og landsvæða þar sem þjónusta og innviðir eru í lagi samkvæmt flókinni greiningu á sjálfbærninni. Grímseyingar eru teknir að ræða umbúnað og mörk ferðaþjónustu í eynni. Í Landmannalaugum verður vart ráðið við aðsókn 100 til 200 þúsund ferðamanna á heilu sumri. Talan er miðuð við gistinætur en ekki gesti sem koma og fara samdægurs. Hverjar eru lausnirnar? Við Gullfoss myndast langar biðraðir á þjónustusvæði og göngustíg niður að fossinum á háannatímum (er öryggi þar nægt?). Á þessum fjölsótta stað vantar skilvirkari og mátulegri stýringu enda bregður fyrir umræðu um stöðu ferðaþjónustu við fossinn. Oft er margfaldur hringur fólks utan um, og of nálægt, gjósandi Strokki nema áveðurs þar sem vatnsúðinn lendir, snarpheitur næst hvernum. Raunar er þar líka oftast mannskapur sem forðar sér undan vatninu. Burðarþolsgreining er farsæl Til Þingvalla komu um 1,3 milljón manna á ári þegar mest var. Þar er aðal heimsóknarsvæðið u.þ.þ. 6 ferílómetrar. Heimsóknartalan hækkar sennilega í ár. Gerð stórra bílastæða með gjaldskyldu og þolmarkagreining fyrir stýringu aðsóknar að Silfru eru dæmi um aðferðir sem eru skynsamlegar þegar stunda á sjálfbæra ferðaþjónustu. Greiningin var notuð til að ákvarða burðarþol fyrir köfun í Silfru. Rek það ferli ekki hér en tel að vel hafi tekist til. Eftirlit með áhrifum þessrar vinnu hefur sýnt það. Það gefur auga leið að bætt aðstaða, aukin þjónusta, fleiri mannvirki og há verðlagning þjónustu eru ekki sjálfkrafa og „eðlilega“ helstu svörin eða viðbrögðin við spurningum um hvenær, hvernig og hvers vegna bregðast þurfi við vandræðaástandi eða augljósri þróun áleiðis frá sjálfbærni en ekki að henni. Jákvæð upplifun sem flestra Inn í umræður um andsvör og úrbætur fléttast ákveðin, eðlileg mótsögn eða öllu heldur úrlausnarefni. Nú um stundir er orðið býsna flókið fyrir marga landsmenn að ferðast á fjölmarga staði eða landsvæði vegna þrengsla, skorts á gistirými og annarri þjónustu og vegna hás verðlags. Sums staðar þarf helst að panta þjónustu með margra mánaða fyrirvara og skyndiaðkoma að mörgum náttúruperlum veldur vonbrigðum vegna álags. Erlendir gestir, velkomnir og með miklar væntingar, upplifa það sama og heimamenn. Sjálfbær ferðamennska varðar báða þessa misstóru hópi. Þessu til viðbótar er annað úrlausnarefni morgunljóst: Á mörgum þekktum áfangastöðum þolir umhverfið ekki fleiri gesti, jafnvel þótt bætt sé úr aðgenginu. Vel að merkja hefur sums staðar ágætlega tekist til með úrbætur en ef til vill ekki lengra komist ef upplifun sem flestra gesta að vera jákvæð. Forstjóri Umhverfisstofnunar kallar réttilega eftir viðhorfskönnun meðal gesta í Landmannalaugum. Það var gert þegar unnið var að þolmarka- og burðaþolsskýrslunni fyrir Silfru. Landamannalaugar næstar? Ég tel að Landmannalaugar geti verið fyrirtaks viðfangsefni til þess að færa stærri þolmarka- og burðarþolsgreiningu frá einum, tiltölulega litlum og viðkvæmum stað yfir á miklu stærra, friðað áhrifasvæði, flóknari þjónustu og afþreyingu en hvað Silfru varðar. Í heild á viðamikil ferðaþjónusta við innlenda og erlenda ferðamenn framtíð fyrir sér með fjölþættum þolmarkagreiningum og stýringu í hennar ljósi. Næg fordæmi erum um víða veröld og Ísland er ekki eyja í mannhafinu, þótt stór sé og fremur fámenn. Höfundur er jarðvísindamaður.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun