Ferðaþjónustan: Er til burðarþol? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 11. ágúst 2023 16:30 Sjálfbær ferðaþjónusta byggir meðal annars á þolmörkum heimsóknarstaða og landsvæða þar sem þjónusta og innviðir eru í lagi samkvæmt flókinni greiningu á sjálfbærninni. Grímseyingar eru teknir að ræða umbúnað og mörk ferðaþjónustu í eynni. Í Landmannalaugum verður vart ráðið við aðsókn 100 til 200 þúsund ferðamanna á heilu sumri. Talan er miðuð við gistinætur en ekki gesti sem koma og fara samdægurs. Hverjar eru lausnirnar? Við Gullfoss myndast langar biðraðir á þjónustusvæði og göngustíg niður að fossinum á háannatímum (er öryggi þar nægt?). Á þessum fjölsótta stað vantar skilvirkari og mátulegri stýringu enda bregður fyrir umræðu um stöðu ferðaþjónustu við fossinn. Oft er margfaldur hringur fólks utan um, og of nálægt, gjósandi Strokki nema áveðurs þar sem vatnsúðinn lendir, snarpheitur næst hvernum. Raunar er þar líka oftast mannskapur sem forðar sér undan vatninu. Burðarþolsgreining er farsæl Til Þingvalla komu um 1,3 milljón manna á ári þegar mest var. Þar er aðal heimsóknarsvæðið u.þ.þ. 6 ferílómetrar. Heimsóknartalan hækkar sennilega í ár. Gerð stórra bílastæða með gjaldskyldu og þolmarkagreining fyrir stýringu aðsóknar að Silfru eru dæmi um aðferðir sem eru skynsamlegar þegar stunda á sjálfbæra ferðaþjónustu. Greiningin var notuð til að ákvarða burðarþol fyrir köfun í Silfru. Rek það ferli ekki hér en tel að vel hafi tekist til. Eftirlit með áhrifum þessrar vinnu hefur sýnt það. Það gefur auga leið að bætt aðstaða, aukin þjónusta, fleiri mannvirki og há verðlagning þjónustu eru ekki sjálfkrafa og „eðlilega“ helstu svörin eða viðbrögðin við spurningum um hvenær, hvernig og hvers vegna bregðast þurfi við vandræðaástandi eða augljósri þróun áleiðis frá sjálfbærni en ekki að henni. Jákvæð upplifun sem flestra Inn í umræður um andsvör og úrbætur fléttast ákveðin, eðlileg mótsögn eða öllu heldur úrlausnarefni. Nú um stundir er orðið býsna flókið fyrir marga landsmenn að ferðast á fjölmarga staði eða landsvæði vegna þrengsla, skorts á gistirými og annarri þjónustu og vegna hás verðlags. Sums staðar þarf helst að panta þjónustu með margra mánaða fyrirvara og skyndiaðkoma að mörgum náttúruperlum veldur vonbrigðum vegna álags. Erlendir gestir, velkomnir og með miklar væntingar, upplifa það sama og heimamenn. Sjálfbær ferðamennska varðar báða þessa misstóru hópi. Þessu til viðbótar er annað úrlausnarefni morgunljóst: Á mörgum þekktum áfangastöðum þolir umhverfið ekki fleiri gesti, jafnvel þótt bætt sé úr aðgenginu. Vel að merkja hefur sums staðar ágætlega tekist til með úrbætur en ef til vill ekki lengra komist ef upplifun sem flestra gesta að vera jákvæð. Forstjóri Umhverfisstofnunar kallar réttilega eftir viðhorfskönnun meðal gesta í Landmannalaugum. Það var gert þegar unnið var að þolmarka- og burðaþolsskýrslunni fyrir Silfru. Landamannalaugar næstar? Ég tel að Landmannalaugar geti verið fyrirtaks viðfangsefni til þess að færa stærri þolmarka- og burðarþolsgreiningu frá einum, tiltölulega litlum og viðkvæmum stað yfir á miklu stærra, friðað áhrifasvæði, flóknari þjónustu og afþreyingu en hvað Silfru varðar. Í heild á viðamikil ferðaþjónusta við innlenda og erlenda ferðamenn framtíð fyrir sér með fjölþættum þolmarkagreiningum og stýringu í hennar ljósi. Næg fordæmi erum um víða veröld og Ísland er ekki eyja í mannhafinu, þótt stór sé og fremur fámenn. Höfundur er jarðvísindamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Sjálfbær ferðaþjónusta byggir meðal annars á þolmörkum heimsóknarstaða og landsvæða þar sem þjónusta og innviðir eru í lagi samkvæmt flókinni greiningu á sjálfbærninni. Grímseyingar eru teknir að ræða umbúnað og mörk ferðaþjónustu í eynni. Í Landmannalaugum verður vart ráðið við aðsókn 100 til 200 þúsund ferðamanna á heilu sumri. Talan er miðuð við gistinætur en ekki gesti sem koma og fara samdægurs. Hverjar eru lausnirnar? Við Gullfoss myndast langar biðraðir á þjónustusvæði og göngustíg niður að fossinum á háannatímum (er öryggi þar nægt?). Á þessum fjölsótta stað vantar skilvirkari og mátulegri stýringu enda bregður fyrir umræðu um stöðu ferðaþjónustu við fossinn. Oft er margfaldur hringur fólks utan um, og of nálægt, gjósandi Strokki nema áveðurs þar sem vatnsúðinn lendir, snarpheitur næst hvernum. Raunar er þar líka oftast mannskapur sem forðar sér undan vatninu. Burðarþolsgreining er farsæl Til Þingvalla komu um 1,3 milljón manna á ári þegar mest var. Þar er aðal heimsóknarsvæðið u.þ.þ. 6 ferílómetrar. Heimsóknartalan hækkar sennilega í ár. Gerð stórra bílastæða með gjaldskyldu og þolmarkagreining fyrir stýringu aðsóknar að Silfru eru dæmi um aðferðir sem eru skynsamlegar þegar stunda á sjálfbæra ferðaþjónustu. Greiningin var notuð til að ákvarða burðarþol fyrir köfun í Silfru. Rek það ferli ekki hér en tel að vel hafi tekist til. Eftirlit með áhrifum þessrar vinnu hefur sýnt það. Það gefur auga leið að bætt aðstaða, aukin þjónusta, fleiri mannvirki og há verðlagning þjónustu eru ekki sjálfkrafa og „eðlilega“ helstu svörin eða viðbrögðin við spurningum um hvenær, hvernig og hvers vegna bregðast þurfi við vandræðaástandi eða augljósri þróun áleiðis frá sjálfbærni en ekki að henni. Jákvæð upplifun sem flestra Inn í umræður um andsvör og úrbætur fléttast ákveðin, eðlileg mótsögn eða öllu heldur úrlausnarefni. Nú um stundir er orðið býsna flókið fyrir marga landsmenn að ferðast á fjölmarga staði eða landsvæði vegna þrengsla, skorts á gistirými og annarri þjónustu og vegna hás verðlags. Sums staðar þarf helst að panta þjónustu með margra mánaða fyrirvara og skyndiaðkoma að mörgum náttúruperlum veldur vonbrigðum vegna álags. Erlendir gestir, velkomnir og með miklar væntingar, upplifa það sama og heimamenn. Sjálfbær ferðamennska varðar báða þessa misstóru hópi. Þessu til viðbótar er annað úrlausnarefni morgunljóst: Á mörgum þekktum áfangastöðum þolir umhverfið ekki fleiri gesti, jafnvel þótt bætt sé úr aðgenginu. Vel að merkja hefur sums staðar ágætlega tekist til með úrbætur en ef til vill ekki lengra komist ef upplifun sem flestra gesta að vera jákvæð. Forstjóri Umhverfisstofnunar kallar réttilega eftir viðhorfskönnun meðal gesta í Landmannalaugum. Það var gert þegar unnið var að þolmarka- og burðaþolsskýrslunni fyrir Silfru. Landamannalaugar næstar? Ég tel að Landmannalaugar geti verið fyrirtaks viðfangsefni til þess að færa stærri þolmarka- og burðarþolsgreiningu frá einum, tiltölulega litlum og viðkvæmum stað yfir á miklu stærra, friðað áhrifasvæði, flóknari þjónustu og afþreyingu en hvað Silfru varðar. Í heild á viðamikil ferðaþjónusta við innlenda og erlenda ferðamenn framtíð fyrir sér með fjölþættum þolmarkagreiningum og stýringu í hennar ljósi. Næg fordæmi erum um víða veröld og Ísland er ekki eyja í mannhafinu, þótt stór sé og fremur fámenn. Höfundur er jarðvísindamaður.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun