Hemjum hamfarahamingjuna Arnar Már Ólafsson skrifar 13. júlí 2023 15:01 Í þriðja sinn á rúmum tveimur árum gýs nú á Reykjanesskaganum. Í þriðja sinn erum við tiltölulega heppin því hvorki er um að ræða mikið gosútfall sem ógnar flugi til og frá landinu eða veldur slæmu öskufalli í grennd gossins, né er gosið staðsett þannig eða af þeirri stærðargræðu að það ógni innviðum og íbúðabyggð. Eldgos eru mikið sjónarspil og geta verið einstaklega sjálfuvæn. En það verður að hafa í huga að eldgos eru fyrst og fremst meiriháttar náttúruhamfarir. Því hlýtur það að vera grundvallaratriði og forgangsverkefni almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, lögreglustjóra viðkomandi umdæmis og annarra stjórnvalda sem að málinu koma að tryggja öryggi borgaranna. Hluti af því getur verið að auðvelda og bæta mögulegt aðgengi að svæðinu – en það getur ekki verið í forgangi. Þó aldrei sé það þannig að opinbert eftirlit og aðhald sé hafið yfir gagnrýni eða eigi að fara fram athugasemdalaust, hlýtur samt traust okkar til þeirra sérfræðinga sem almannavörnum og eftirliti með náttúruvá að ganga fyrir þörfum hagsmunaaðila eða áhugafólks. Almannavarnir hafa skilgreint hlutverk og bera mikla ábyrgð. Það er fyrst og fremst þeirra og viðkomandi lögreglustjóra að vega og meta aðstæður útfrá fyrirliggjandi upplýsingum, þar með talið hvort réttlætanlegt og öruggt sé fyrir aðgengi almennings. Almannavarnir og lögreglan hafa í reynd einna bestu yfirsýn yfir stöðu mála – mun betri en nokkur annar, jafnvel þrautreyndasta útivistarfólk. Á fyrstu dögum hamfara – eins og eldgos alltaf er – er sérstaklega mikilvægt að gefa aðgerðastjórn svigrúm til ákvarðana og virða niðurstöður þeirra og ráðleggingar. Öryggi almennings, þar með talið þeirra ferðamanna sem fýsir að berja gosið eigin augum, er alltaf í fyrsta sæti hjá þeim. Í því ljósi er ágætt fyrir okkur öll sem sækjum landið heim í skjóli þess trausts sem við alla jafna berum til viðbragðsaðila að við hemjum okkur í hamfarahamingjunni. Virðum þær takmarkanir sem settar verða um aðgengi á gosvæðið, þ.m.t. þær tímabundnu lokanir sem óhjákvæmilega mun þurfa að grípa til. Komum fram við fulltrúa aðgerðastjórnar – sérstaklega sjálfboðaliða björgunarsveita, lögreglu og landvarða – af þeirri virðingu og þakklæti sem þau eiga skilið. Höfundur er ferðamálastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldgos og jarðhræringar Reykjanesbær Öryggis- og varnarmál Ferðamennska á Íslandi Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Sjá meira
Í þriðja sinn á rúmum tveimur árum gýs nú á Reykjanesskaganum. Í þriðja sinn erum við tiltölulega heppin því hvorki er um að ræða mikið gosútfall sem ógnar flugi til og frá landinu eða veldur slæmu öskufalli í grennd gossins, né er gosið staðsett þannig eða af þeirri stærðargræðu að það ógni innviðum og íbúðabyggð. Eldgos eru mikið sjónarspil og geta verið einstaklega sjálfuvæn. En það verður að hafa í huga að eldgos eru fyrst og fremst meiriháttar náttúruhamfarir. Því hlýtur það að vera grundvallaratriði og forgangsverkefni almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, lögreglustjóra viðkomandi umdæmis og annarra stjórnvalda sem að málinu koma að tryggja öryggi borgaranna. Hluti af því getur verið að auðvelda og bæta mögulegt aðgengi að svæðinu – en það getur ekki verið í forgangi. Þó aldrei sé það þannig að opinbert eftirlit og aðhald sé hafið yfir gagnrýni eða eigi að fara fram athugasemdalaust, hlýtur samt traust okkar til þeirra sérfræðinga sem almannavörnum og eftirliti með náttúruvá að ganga fyrir þörfum hagsmunaaðila eða áhugafólks. Almannavarnir hafa skilgreint hlutverk og bera mikla ábyrgð. Það er fyrst og fremst þeirra og viðkomandi lögreglustjóra að vega og meta aðstæður útfrá fyrirliggjandi upplýsingum, þar með talið hvort réttlætanlegt og öruggt sé fyrir aðgengi almennings. Almannavarnir og lögreglan hafa í reynd einna bestu yfirsýn yfir stöðu mála – mun betri en nokkur annar, jafnvel þrautreyndasta útivistarfólk. Á fyrstu dögum hamfara – eins og eldgos alltaf er – er sérstaklega mikilvægt að gefa aðgerðastjórn svigrúm til ákvarðana og virða niðurstöður þeirra og ráðleggingar. Öryggi almennings, þar með talið þeirra ferðamanna sem fýsir að berja gosið eigin augum, er alltaf í fyrsta sæti hjá þeim. Í því ljósi er ágætt fyrir okkur öll sem sækjum landið heim í skjóli þess trausts sem við alla jafna berum til viðbragðsaðila að við hemjum okkur í hamfarahamingjunni. Virðum þær takmarkanir sem settar verða um aðgengi á gosvæðið, þ.m.t. þær tímabundnu lokanir sem óhjákvæmilega mun þurfa að grípa til. Komum fram við fulltrúa aðgerðastjórnar – sérstaklega sjálfboðaliða björgunarsveita, lögreglu og landvarða – af þeirri virðingu og þakklæti sem þau eiga skilið. Höfundur er ferðamálastjóri.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar